Samráð fyrirhugað 09.11.2023—23.11.2023
Til umsagnar 09.11.2023—23.11.2023
Niðurstöður í vinnslu frá 23.11.2023
Niðurstöður birtar

Landsáætlun um innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Mál nr. 230/2023 Birt: 09.11.2023
  • Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Örorka og málefni fatlaðs fólks

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (09.11.2023–23.11.2023). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Drög að tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2024 – 2027 (landsáætlun um innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks).

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið kynnir til umsagnar drög að tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2024 – 2027 (landsáætlun um innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks). Áætlunin er lögð fyrir Alþingi skv. 37. gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018.

Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks, sem nú er lögð fram sem landsáætlun um innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, byggir á þeirri framtíðarsýn og þeim meginreglum sem fram koma í samningnum. Markmið landsáætlunar er þannig samhljóðandi við fyrstu grein samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks; að fatlað fólk njóti allra mannréttinda og mannfrelsis til fulls og jafns við aðra, jafnframt því að vernda og tryggja slík réttindi og frelsi og að auka virðingu fyrir eðlislægri mannlegri reisn þess.

Ríkisstjórn Íslands samþykkti að hefja vinnu við gerð landsáætlunar um innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks þann 1. júlí 2022. Félags- og vinnumarkaðsráðherra skipaði verkefnisstjórn um gerð landsáætlunar í október 2022. Í verkefnisstjórn sitja fulltrúar forsætisráðuneytis, heilbrigðisráðuneytis, mennta- og barnamálaráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis, innviðaráðuneytis, dómsmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Geðhjálpar, Landssamtakanna Þroskahjálp, ÖBÍ réttindasamtaka og félags- og vinnumarkaðsráðuneytis, undir forystu þess síðastnefnda.

Í nóvember 2022 tóku 11 vinnuhópar til starfa, sem störfuðu með verkefnisstjórn að mótun landsáætlunar. Í hverjum hópi sátu fulltrúar hagsmunasamtaka fatlaðs fólks; Geðhjálpar, Landssamtakanna Þroskahjálp og ÖBÍ réttindasamtaka, fulltrúar sveitarfélaga og fulltrúar Stjórnarráðsins, þ.e. starfsmenn ráðuneyta eða stofnana þeirra. 33 ákvæðum samningsins var skipt upp á milli vinnuhópanna og á grundvelli greiningar á stöðu hvers ákvæðis hér á landi mótuðu vinnuhóparnir tillögur að aðgerðum til að nálgast markmið samningsins.

Landsáætlun felur þannig í sér 57 aðgerðir til að koma í framkvæmd ákvæðum samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Áætluninni er ætlað að fela í sér skýra framtíðarsýn, kortlagningu, greiningu og mat á kostum í þjónustu og þróun réttinda fatlaðs fólks, til þess að stuðla að farsælli innleiðingu samningsins.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Landssamtökin Þroskahjálp - 22.11.2023

Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um landsáætlun um innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Skagafjörður - 23.11.2023

Á 72. fundi byggðarráðs sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 22. nóvember 2023 var eftirfarandi bókað um mál til samráðs nr. 230/2023, Landsáætlun um innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Byggðarráð Skagafjarðar fagnar því að til umfjöllunar sé á Alþingi þingsályktun sem fjallar um þjónustu og þróun réttinda fatlaðs fólks. Um afar mikilvægt mál er að ræða. Ekki er síður brýnt áður en Alþingi lýkur umfjöllun sinni um þingsályktunartillöguna að tryggt sé að málið sé allt unnið í nánu samstarfi við sveitarfélögin í landinu sem bera eins og málum er skipað í dag ríka ábyrgð í þjónustu við fatlað fólk. Málefni fatlaðs fólks voru flutt frá ríki til sveitarfélaga 2011. Þá var samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks fullgiltur af hálfu Íslands 2016 en fullgilding hans kallaði m.a. á breytingar á lögum um þjónustu við fatlað fólk. Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir tóku gildi 1. október 2018 og leystu af hólmi eldri lög frá 1992. Í dag liggur fyrir að veruleg vanfjármögnun er af hálfu ríkisins þegar kemur að þjónustu við fatlað fólk og er um fleiri milljarða króna að ræða á ári hverju. Í sveitarstjórnarlögum er lögð sú skylda á ríkið að kostnaðarmeta þau verkefni sem sveitarfélögum er falið að sinna með lögum enda megi ætla að um fjárhagsleg áhrif á sveitarfélögin verði að ræða. Þjónustan innan þessa mikilvæga málaflokks er stórlega vanfjármögnuð af hálfu ríksins og hefur slæm áhrif á sjálfbærni sveitarfélaganna í rekstri. Ljóst er að lítill ávinningur er af því fyrir ríkið og samfélagið í heild að sveitarfélög reki verkefni með halla eða taki að sér verkefni sem ekki eru fjármögnuð. Í þingsályktunartillögunni er að finna fjölmargar aðgerðir og verkefni sem að óbreyttu verða unnin af hálfu sveitarfélaganna í landinu. Fram kemur í tillögunni að stefnt sé að því að frumvarp um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði lagt fram á yfirstandandi kjörtímabili og til undirbúnings því hafi verið skipaður vinnuhópur fulltrúa fjölmargra ráðuneyta og hagsmunasamtaka fatlaðs fólks. Athygli vekur að enginn fulltrúi er tilgreindur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Byggðarráð Skagafjarðar lýsir yfir undrun sinni á þeirri tilhögun og ítrekar nauðsyn náins samráðs allra hlutaðeigandi aðila og að fjármögnun allra aðgerða sem innleiða á séu kostnaðarmetnar og tryggðar að fullu. Það liggur ekki fyrir í þessu máli.

F.h. byggðarráðs

Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri

Afrita slóð á umsögn

#3 Aðalbjörg Traustadóttir - 23.11.2023

Sjá viðhengi. kv. Aðalbjörg

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Helga Gísladóttir - 23.11.2023

Umsögn frá Fjölmennt, símenntunar- og þekkingarmiðstöð

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Stefan Celine Hardonk - 23.11.2023

Umsögn fyrir hönd Félags um nýsköpunarvirkni fatlaðs fólks er í PDF skjali í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Kvenréttindafélag Íslands - 23.11.2023

Vinsamlegast sjá umsögn Kvenréttindafélags Íslands í viðhengi

Kær kveðja

Auður

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Samband íslenskra sveitarfélaga - 23.11.2023

Góðan dag

Meðfylgjandi er umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Kv. Flosi H. Sigurðsson

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Steinunn Jóhanna Bergmann - 23.11.2023

Meðfylgjandi er umsögn Félagsráðgjafafélags Íslands

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#9 Öryrkjabandalag Íslands - 23.11.2023

Umsögn ÖBÍ réttindasamtaka

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#10 Hanna Björg Sigurjónsdóttir - 23.11.2023

Umsögn fötlunarfræða við Háskóla Íslands

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#11 Lúðvík Júlíusson - 23.11.2023

Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks nær ekki til alls fatlaðs fólks. Sá hópur sem skilinn er eftir eru börn í sérstaklega viðkvæmri stöðu, börn sem búa á tveimur heimilum(mikil umgengni á milli heimila foreldra sem búa ekki saman). Ekki er minnst á þennan hóp í þessari áætlun.

Einnig er ekkert minnst á umönnunarbyrði í þessari áætlun og hvernig núgildandi lög og framkvæmd þeirra setur þyngri byrðar á herðar kvenna og banna með beinum hætti aðkomu beggja foreldra að málum barnsins.

Þessi úrelta sýn á hlutverk kynjanna og að börn eigi ekki að njóta sjálfstæðs réttar til þroska kemur í veg fyrir að SRFF nái til allra. Því þarf að breyta, réttindi sem SRFF eiga að tryggja þurfa að ná til allra án mismununar.

Viðhengi