Mál nr. 232/2023Birt: 10.11.2023Síðast uppfært: 23.11.2023
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið
Annað
Málefnasvið:
Fjölskyldumál
Vinnumarkaður og atvinnuleysi
Framhaldsskólastig
Háskólastig
Leikskólar, grunnskólar, framhaldsfræðsla og stjórnsýsla mennta- og menningarmála
Málefni aldraðra
Örorka og málefni fatlaðs fólks
Til umsagnar
Umsagnarfrestur er 10.11.2023–08.12.2023.
Umsagnir verða birtar jafnóðum og þær berast. Senda inn umsögn
Málsefni
Markmiðið er að leggja mat á stöðu í málefnum innflytjenda og flóttafólks, greina áskoranir og tækifæri til framtíðar. Lykilviðfangsefnum í grænbók er ætlað að leggja grunn að framtíðar stefnumótun.
Stöðumatið, sem er hluti af stefnumótunarferli stjórnvalda, var unnið í breiðu samráði með ýmsum haghöfum og er sett fram í tíu þemaskiptum köflum. Út frá stöðumatinu eru greind tíu lykilviðfangsefni sem verða lykill í vinnu við stefnumótun og gerð hvítbókar. Lykilviðfangsefnin eru:
Tryggja góða og skilvirka upplýsingaþjónustu til innflytjenda og flóttafólks um réttindi sín og skyldur hér á landi.
Efla kennslu í íslensku sem öðru máli, tryggja aðgengi að fjölbreyttu námi fyrir ólíkan aldur og jafnt aðgengi um allt land.
Mannaflaþörf á íslenskum vinnumarkaði sé skilgreind og fyrirsjáanleg og laði þannig til sín hæft starfsfólk jafnt innan sem utan EES.
Einfalda og efla mat á fyrra námi og starfsreynslu þeirra sem hafa menntun frá erlendum skólum með það að markmiði að fólk fái störf við hæfi og menntun og reynsla þeirra sem hingað flytjast nýtist samfélaginu til heilla.
Stefna að inngildandi samfélagi þar sem ávallt er gert ráð fyrir að innflytjendur séu þátttakendur á öllum sviðum samfélagsins.
Tryggja aðkomu innflytjenda að ákvarðanatöku um sín eigin málefni.
Draga úr fátækt á meðal innflytjenda.
Efla lýðræðisþátttöku, standa vörð um mannréttindi og jafnrétti innflytjenda.
Efla rannsóknir á sviði innflytjendamála og málefna flóttafólks og bæta skráningu og söfnun ganga svo hægt sé, til lengri tíma að, auka gæði þjónustu sem byggir á þekkingargrunni og mælanlegum markmiðum.
Tryggja stuðning við flóttafólk svo það nái hér rótfestu og geti byggt upp líf sitt. Áhersla sé lögð á stuðning við viðkvæmustu hópana.
Mælst til þess að umsagnir berist annað hvort á íslensku eða ensku.
#1 Símennt, samtök fræðslu- og símenntunarmiðstöðva - 30.11.2023
Símenntunarmiðstöðvarnar innan Símenntar sinna allar námskeiðahaldi í Íslensku sem öðru máli um land allt. Fjárveitingar taka mið af úthlutun Rannís til íslenskukennslu. Fjárskortur til námskeiðahalds og lítill fyrirsjáanleiki milli ára hefur verið hamlandi varðandi þennan málaflokk sem og sú kostnaðargreining sem liggur til hliðsjónar. Námskeiðin standa ekki undir sér og þarf nemendagjöld til að greiða upp kostnað við þau. Ljóst er að hér þarf að endurskoða málin og taka afstöðu til m.a. kostnaðarþátttöku einstaklinga. Þetta fyrirkomulag er hamlandi varðandi einstaklingsbundar þarfir einstaklinga sem í gegnum kerfið koma þar sem taka þarf tillit til og greina hverjar þær eru m.t.t. málbakgrunns, aðstæðna ofl. Einstaklingar þurfa mislangan tíma í kerfinu hvað varðar íslenskunám og samfélagsfræðslu. Sumir þurfa stuttan tíma aðrir lengri. Gera þarf áætlun fyrir hvern einstakling og meta hvað er líklegt, ekki gera ráð fyrir að allir þurfi það sama. Gæta verður að væntingastjórnun hvað þetta varðar um árangur. Einnig þarf að huga að því að einstaklingar eftir bakgrunn þurfa mun rýmri tíma í samfélagsfræðslu, huga þarf að misjafnri nálgun þar. Þessi áætlun þarf að innifela félagslegan stuðning og einnig sálrænan, aðgengi að ráðgjöf og upplýsingum, benda má á að á öllum símennntunarmiðstöðvum Símenntar starfa fagmenntaðir náms- og starfsráðgjafar sem eru vel í stakk búnir til að veita ráðgjöf og þjónustu til þessa hóps og eru að sinna þessu þegar að einhverju leyti.
Fara þarf í mikla endurskoðun varðandi mat á námi þessa hóps og varða honum skilvirkari leið inn á vinnumarkað og í frekara nám. Nýta þarf raunfærnimat með enn sterkari hætti og þá aðferðafræði, en gríðarlega mikil reynsla liggur innan framhaldsfræðslunnar og Símenntar hvað þetta varðar.
Símennt hvetur til samtals við framhaldsfræðsluna um hvaða leiðir eru til framþróunar, en ljóst er að hluti af verkefninu liggur innan stjórnsýslunnar t.d. rammi og fjármögnun.
Gæta þarf að hlutverkum innan kerfa. Framhaldsfræðslan er menntakerfi og sérhæfð í að sinna menntun, þjálfun, kennslufræði, fjölmenningu. Virkt samtal milli kerfa og skýrt hvað hver gerir er grundvallaratriði. Fjármagn kemur úr mörgum áttum, Rannís(Ríkið), VMST, Sveitarfélög og starfsmenntasjóðir, fræðslusjóður. Símennt hefur í minnisblaði sem fylgir með bent á atriði sem þarf að breyta og efla varðandi íslenskukennslu og það er mikið rétt að stórefla þarf stafræna nálgun og vinnustaðanám um allt land. Símenntunarmiðstöðvarnar eru að vinna að slíku og frekari þróun innan þess ramma sem okkur er gefinn. Benda má á ýmis framþróunarverkefni innan geirans, eitt slíkt er rafrænt hæfnimat sem hjálpar þátttakendum að staðsetja sig í tengslum við evrópska tungumálarammann.
Til að mæta þeim krefjandi verkefnum sem málaflokksins bíða þarf að búa til sterka faglega miðju fyrir málaflokkinn t.d. hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins þar sem unnið er að tengingu evrópska tungumálarammans við námskeið, framþróun kennslufræði, uppbyggingu og þróun verkfæra. Stórauka þarf fjármagn til málaflokksins. Teikna þarf upp miklu stærra kerfi í íslenskukennslu sem tekur mið af evrópska tungumálarammanum. Þetta er menntunarmál.
Víða er skortur á starfsfólki m.a. til kennslu og það þarf að verða breytt nálgun í kennaranámi og áframhaldandi frekari þróun td. í námi fullorðinna í HÍ, varðandi kennslufræði íslenskunáms og fjölmenningu. Byggja þarf upp hvata, áhuga og aðgengi.
Huga þarf að hvatningu og fræðslu innan fyrirtækja og vinnumarkaðar. Íslenskunám þarf að vera í boði á vinnutíma og einnig markviss fræðsla til fyrirtækja um fjölmenningarlegt umhverfi og viðhorf.
Það sem snýr að fræðslu og þjálfun er menntamál og krefst þekkingar og innsæis. Gera þarf heildstæða áætlun fyrir einstaklinga sem innifelur félagslegan og sálrænan stuðning, aðgengi að ráðgjöf, raunfærnimat og íslenskunámi á breiðum grunni, staðbundið og stafrænt án kostnaðarþátttöku, aðgengi að vettvangi, námskeiðum, vinnustofum sem innifela upplýsingar um samfélag, menningu, vinnumarkað, möguleika. Vettvangur sem eflir og hvetur og styður við lýðræðisþátttöku og borgaravitund.
Bara það sem lýtur að menntun og fræðslu, þjálfun er risastórt verkefni og framhaldsfræðslan og símenntunarmiðstöðvarnar eru kjörin vettvangur til að fjárfesta í og nýta eftir 20-30 ára starf í menntun fullorðins fólk á öllum stigum lífsins.
- Taka tillit til óskólagenginna framhaldsskólanemenda. Þurfa að komast í sér-úrræði sem krefjast greininga sem oft reynist erfitt að fá, eðli málsins samkvæmt. Námsörðugleikarnir eru í því faldir að þau hafa ekki sömu grunnþjálfun og þeir nemendur sem hafa 10 ára nám að baki.
- Efla fræðlsu fyrir kennara um menningarnæmni og kennslu í fjölmenningarlegu umhverfi.
- Auka aðgengi að menntun ÍSAN/ÍSAT kennara – helst á fleiri stöðum á Landinu, t.d. við Háskólann á Akureyri. Auka fjölda kennara sem hafa annað móðurmál en íslensku í ÍSAN/ÍSAT-kennslu.
- Aðgangur nemenda með annað móðurmál en íslensku að hljóðbókasafni.
- Samræmd námsgögn til kennslu í ÍSAN – tryggja að efnið höfði til fullorðinna nemenda.
- Efla útgáfu léttlestrarefnis við hæfi fjölbreytts hóps á breiðum aldri.
- Auka áherslu á stuðning við móðurmálskennslu og almennan stuðning við móðurmál. Nemendur á framhaldsskólastigi sem hafa náð góðum tökum á íslensku tungumáli rekast oft á veggi þegar lesefnið þyngist. Rannskóknir sýna að þeir nemendur sem hafa gott vald á móðurmáli ná lengra í skólamálinu.
Viltu senda inn umsögn um málið?
Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.
Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan,
sjá nánar hér.