Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 14.11.–12.12.2023

2

Í vinnslu

  • 13.12.2023–26.3.2024

3

Samráði lokið

  • 27.3.2024

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-233/2023

Birt: 14.11.2023

Fjöldi umsagna: 5

Drög að reglugerð

Matvælaráðuneytið

Sjávarútvegur og fiskeldi

Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 540/2020 um fiskeldi

Niðurstöður

Ráðuneytið hefur yfirfarið umsagnir og gert breytingar á drögunum eftir samráð við Matvælastofnun og Hafrannsóknarstofnun. Var reglugerðin gefin út með breytingum og birt í B-deild Stjórnartíðinda 22. mars 2024 og hefur númerið 367/2024. Ráðuneytið þakkar innsendar umsagnir og telur að þær hafi gert drögin betri.

Málsefni

Matvælaráðuneytið kynnir til samráðs drög að breytingu reglugerðar nr. 540/2020 um fiskeldi

Nánari upplýsingar

Drög að breytingu á reglugerð um fiskeldi.

Um er að ræða drög að reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 540/2020 um fiskeldi, þar sem lögð er til breyting á 38. gr. reglugerðarinnar, þar sem rekstraraðili skal tryggja að lax verði ekki kynþroska á eldistíma með noktun ljósastýringar. Ný 46.gr.a. leggur skyldu á rekstaraðila að viðhafa neðansjávareftirlit með ástandi netpoka. Breyting á Viðauka VI fjallar um tíðni lúsatalningar sem tekur mið af sjávarhita hverju sinni og tíðni talningar eykst á því tímabili þegar hættan á fjölgun lúsa er mest.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (0)

Umsjónaraðili

Skrifstofa matvæla

kristjan.freyr.helgason@mar.is