Samráð fyrirhugað 14.11.2023—12.12.2023
Til umsagnar 14.11.2023—12.12.2023
Niðurstöður í vinnslu frá 12.12.2023
Niðurstöður birtar

Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 540/2020 um fiskeldi

Mál nr. 233/2023 Birt: 14.11.2023
  • Matvælaráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Sjávarútvegur og fiskeldi

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 14.11.2023–12.12.2023. Umsagnir verða birtar jafnóðum og þær berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Matvælaráðuneytið kynnir til samráðs drög að breytingu reglugerðar nr. 540/2020 um fiskeldi

Drög að breytingu á reglugerð um fiskeldi.

Um er að ræða drög að reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 540/2020 um fiskeldi, þar sem lögð er til breyting á 38. gr. reglugerðarinnar, þar sem rekstraraðili skal tryggja að lax verði ekki kynþroska á eldistíma með noktun ljósastýringar. Ný 46.gr.a. leggur skyldu á rekstaraðila að viðhafa neðansjávareftirlit með ástandi netpoka. Breyting á Viðauka VI fjallar um tíðni lúsatalningar sem tekur mið af sjávarhita hverju sinni og tíðni talningar eykst á því tímabili þegar hættan á fjölgun lúsa er mest.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.