Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 540/2020 um fiskeldi
Mál nr. 233/2023Birt: 14.11.2023
Matvælaráðuneytið
Drög að reglugerð
Málefnasvið:
Sjávarútvegur og fiskeldi
Til umsagnar
Umsagnarfrestur er 14.11.2023–12.12.2023.
Umsagnir verða birtar jafnóðum og þær berast. Senda inn umsögn
Málsefni
Matvælaráðuneytið kynnir til samráðs drög að breytingu reglugerðar nr. 540/2020 um fiskeldi
Drög að breytingu á reglugerð um fiskeldi.
Um er að ræða drög að reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 540/2020 um fiskeldi, þar sem lögð er til breyting á 38. gr. reglugerðarinnar, þar sem rekstraraðili skal tryggja að lax verði ekki kynþroska á eldistíma með noktun ljósastýringar. Ný 46.gr.a. leggur skyldu á rekstaraðila að viðhafa neðansjávareftirlit með ástandi netpoka. Breyting á Viðauka VI fjallar um tíðni lúsatalningar sem tekur mið af sjávarhita hverju sinni og tíðni talningar eykst á því tímabili þegar hættan á fjölgun lúsa er mest.
Í 3. grein reglugerðarinnar eru taldar upp skilgreiningar á hugtökum, þar á meðal er hugtakið geldstofn. Hugtakið kemur hins vegar hvergi annarstaðar fyrir í reglugerðinni, því má ætla að eitthvað hafi vantað um geldstofn í hana og vanti enn.
Að þessu sinni er eingöngu komið með ábendingar og athugasemdir er varðar eftirlit með laxalús.
Laxalús er og hefur verið vandmál í nokkur ár í íslensku laxeldi í sjókvíum. Ástæðan er að mótvægisaðgerðir hafa verið ófullnægjandi en þær geta verið kostnaðarsamar og hefur því miður verið farin sú leið að sleppa eða halda í algjöru lágmarki.
Það að auka eftirlit breytir engu nema það lýsir vandamálinu með meiri nákvæmni. Eftir stendur að tekið sé á málunum settar verði reglur um viðmiðanir fyrir laxalús, skilgreina viðbrögð við frávikum og stjórnvald fylgi síðan málinu eftir.
Það þarf einnig að skoða hverjir framkvæma eftirlitið í laxeldisstöðvunum, hæfni þeirra og hlutleysi. Í Færeyjum eru t.d. opinberir starfsmenn sem sjá um eftirlit á laxalús í laxeldisstöðvunum.
Það á að ráða fleiri starfsmenn hjá Matvælastofnun m.a. til að sinna eftirliti. En það breytir litlu sem engu ef opinberir eftirlistmenn hafa lítil sem engin vopn í höndunum til að taka á málunum.
Hér geta stjórnvöld vissulega sagt að eftirlitið hafi verið aukið eins og boðað hefur verið.
Það er mikilvægt að menn fara að vinna faglega og horfa á málið út víðara sjónarhorni með það að markmiði að lágmarka laxalúsaálagið. Til að gera þeim sem vilja standa sig vel það mögulegt og jafnframt að draga úr afföllum á villtum laxfiskum á sunnanverðum Vestfjörðum. Í þessu samhengi eru tvö fylgiskjöl sem ættu að geta stækkað stjórndeildarhringinn hjá þeim sem vinna með þessi mál:
Fylgiskjal 1. Uppbygging og umgjörð lagareldis - Stefna til ársins 2040. Umsögn Sjávarútvegsþjónustunnar ehf.
Fylgiskjal 2. Leiðbeiningar fyrir fjölmiðla nr. 8. Laxalúsafár í Tálknafirði: