Umsagnarfrestur er liðinn (14.11.2023–29.11.2023).
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.
Innviðaráðuneytið kynnir drög að breytingu á reglugerð nr. 816/2011 um hafnarríkiseftirlit. Með reglugerðinni eru sett ákvæði um gjöld vegna farbanns og stjórnvaldssektir fyrir brot á ákvæðum hennar.
Með reglugerð þessari varða sett tvö ný ákvæði í stað 29. gr. gildandi reglugerðar. Í fyrsta lagi er um að ræða nýja 29. gr. um endurgreiðslu kostnaðar vegna farbanns sem lagt er á skip skv. 19. gr. reglugerðarinnar. Íslenska ríkinu er skylt skv. tilskipun 2009/16/EB um hafnarríkiseftirlit að endurheimta kostnað vegna farbanns frá útgerð, eiganda eða umboðsmanni. Gjaldinu er því ætlað að mæta öllum kostnaði sem hlýst af farbanninu. Samgöngustofa fer með eftirlit og framkvæmd farbanns skv. reglugerðinni og verður gjald vegna farbanns innheimt af Samgöngustofu.
Í öðru lagi er um að ræða ný grein, 29. gr. a, um sektir. Er um að ræða heimild fyrir Samgöngustofu að leggja á stjórnvaldssekt á útgerðir skipa, sem sinna ekki tilkynningarskyldu samkvæmt 9. gr. reglugerðarinnar. Einnig er sett heimild til að sekta útgerðir skipa, sem sæta farbanni.
Breytingar þessar eru lagðar til vegna athugasemdum Eftirlitsstofnunar EFTA þess efnis að tilskipun 2009/16/EB um hafnarríkiseftirlit hafi ekki verið innleidd með fullnægjandi hætti í íslenskan rétt.