Umsagnarfrestur er liðinn (17.11.2023–01.12.2023).
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.
Dómsmálaráðuneytið óskar umsagna um drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um útlendinga, nr. 80/2016.
Dómsmálaráðuneytið óskar umsagna um drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um útlendinga, nr. 80/2016. Lögin öðluðust gildi 1. janúar 2017 og voru samin á árunum 2014 til 2016, en málefni útlendinga, einkum umsækjenda um alþjóðlega vernd, hafa þróast töluvert síðan þá.
Með frumvarpi þessu er brugðist við hraðri þróun í málaflokknum og fordæmalausri fjölgun umsókna um alþjóðlega vernd. Þær breytingar sem lagðar eru til miða m.a. að því að samræma lög um útlendinga við löggjöf í öðrum Evrópuríkjum, þá einkum á Norðurlöndunum, og að mæta þeim annmörkum sem komið hafa í ljós við beitingu gildandi laga. Þá er einnig stefnt að því að auka skilvirkni innan stjórnsýslunnar og tryggja hagræðingu við nýtingu fjármagns.
Mikilvægt er að stjórnvöld geti brugðist við, eftir atvikum með laga- og reglugerðarbreytingum, og aðlagað verndarkerfið að þeirri þróun sem á sér stað á hverjum tíma. Verndarkerfið þarf að vera í stakk búið og byggt þannig upp að þeir sem raunverulega eiga rétt á alþjóðlegri vernd fái skjóta og mannúðlega afgreiðslu mála sinna. Frá gildistöku gildandi laga hafa verið gerðar breytingar á lögunum nokkrum sinnum og er frumvarp þetta áframhaldandi liður í nauðsynlegri endurskoðun þeirra.
Lagabreytingar sem skerða réttindi fólks sem sækir um vernd á Íslandi eru alltaf og verða alltaf í andstöðu við alþjóðlega sáttmála Sameinuðu Þjóðanna, Mannréttinda Sáttmála Evrópu og fleiri alþjóðlega samninga og sáttmála.
Þessi öfga-hægri stefna í þessum málaflokki til þess að draga athyglina frá stórfelldri vanhæfni í sjálfstæðisflokknum og allri ríkisstjórninni er til háborinnar skammar og ætti ekki að líðast í íslenskum stjórnmálum. Ef fólk ræður ekki við það starf sem það hefur valið sér, þá ætti það að finna sér eitthvað annað að gera en ekki taka út vanhæfnina á varnarlausu fólki sem er að flýja ofsóknir morðóðra stjórnvalda í alræðisríkjum, þar sem mótmæli og að segja frá skoðunum sem eru stjórnvöldum eru alltaf dauðadómur eða ávísun á áreiti sem varir allt lífið. Síðan er allt fólki að sem er að flýja ýmis stríð sem eru núna í heiminum.
Verndun mannlífs ætti að vera helsta markmið allra laga og það er ekki markmiðið hérna. Útlendingalög eins og þau eru í dag á Íslandi hafa það að markmiði að valda þjáningum og koma illa fram við fólk sem er nú þegar réttindalaust með öllu. Slíkt á aldrei að líða.
Dómsmálaráðherra ætti að gera íslendingum þann greiða og segja sig frá embætti án tafar.
Ég tel að þessi breyting sé löngu tímabær og skýrari rammi gerir öllum gott.
Það er mikil þörf á þessum breytingum. Þótt það sé kaldrifjað og birtist þeim sem lengst sitja til vinstri sem eintóm illmennska, þá er kominn tími til að grisja mun þéttar úr þeim fjölda sem hingað vill koma.
Þar sem kaflinn um samræmi við stjórnarskrár og alþjóðlegar skuldbindingar minnast ekki á Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, þá vil ég minna á 11. gr., 2. mgr. 14. gr., 1. mgr. 18. gr. og fleiri greinar sem við gætu átt eftir atvikum. Frumvarpsvinnan ætti að fara fram í samstarfi við samtök fatlaðs fólks, sbr. 1. mgr. 32. gr. samningsins.
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um útlendingalög (alþjóðleg vernd)
ViðhengiUmsögn Rauða krossins um drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um útlendinga (alþjóðleg vernd).
ViðhengiUmsögn ÖBÍ um breytingu á lögum um útlendinga alþjóðleg vernd
ViðhengiViðbót við umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um útlendingalög (alþjóðleg vernd)
ViðhengiÍslandsdeild Amnesty International gerir alvarlegar athugasemdir við drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um útlendinga (alþjóðlega vernd) og leggst gegn framlagningu frumvarpsins í óbreyttu formi.
Meðfylgjandi er umsögn deildarinnar.
ViðhengiMeðfylgjandi er að finna umsögn laganefndar Lögmannafélags Íslands.
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn lögmannsstofunnar Norðdahl, Narfi & Silva.
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn FTA, félags talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd vegna frumvarps til breytinga á lögum um útlendinga.
f.h. FTA,
Jón Sigurðsson
formaður
ViðhengiUmsögn Claudia & Partners Legal Services um áform um breytingar á lögum um útlendinga (alþjóðleg vernd)
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Alþýðusambands Íslands
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Alþýðusambands Íslands
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um drög að frumvarpi til breytinga á lögum um útlendinga, nr. 80/2016 (alþjóðleg vernd).
Viðhengi