Samráð fyrirhugað 20.11.2023—11.12.2023
Til umsagnar 20.11.2023—11.12.2023
Niðurstöður í vinnslu frá 11.12.2023
Niðurstöður birtar

Lykilþættir og tillögur til úrbóta úr skýrslu um stöðu minjaverndar

Mál nr. 237/2023 Birt: 20.11.2023
  • Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Menning, listir, íþrótta- og æskulýðsmál

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 20.11.2023–11.12.2023. Umsagnir verða birtar jafnóðum og þær berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið óskar eftir umsögnum um lykilþætti og tillögur til úrbóta sem fram koma í skýrslunni Minjavernd - staða, áskoranir og tækifæri.

Í lok árs 2022 var skipaður starfshópur á grunni tilnefninga frá menningar- og viðskiptaráðherra, Félagi fornleifafræðinga, Arkitektafélagi Íslands og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Einn fulltrúi, sem jafnframt er formaður hópsins, var skipaður án tilnefningar.

Starfshópnum var falið það hlutverk að greina stöðu minjaverndar í landinu og koma með tillögur til úrbóta.

Þann 25. október sl. kynnti starfshópurinn skýrsluna á opnum fundi og fór yfir tillögur sem þar komu fram.

Skýrslan Minjavernd – staða, áskoranir og tækifæri innihélt tillögurnar 49, auk nokkurra tillagna sem sneru að fagsjóðunum tveimur, Húsafriðunarsjóði og Fornminjasjóði. Skýrslan innihélt einnig upplýsingar um stöðu minjaverndar í landinu, þ.m.t. fjármál. Í viðaukum skýrslunnar er einnig að finna meginhluta niðurstaðna spurningakönnunar sem starfshópurinn lagði fyrir ýmsa aðila sem hafa komið að minjavörslu. Skýrsluna má nálgast hér:

https://www.stjornarradid.is/gogn/rit-og-skyrslur/stakt-rit/2023/10/25/Minjavernd-stada-askoranir-og-taekifaeri/

Óskað er eftir umsögnum um tillögur starfshópsins.

Að loknu samráði verða niðurstöður þess dregnar saman og unnið með þær áfram. Umsagnir, auk tillagnanna sjálfra, verða einnig nýttar sem grunnur í þeirri vinnu sem nú er fyrir höndum, og snýr m.a. að heildarendurskoðun laga um minjavernd.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.