Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 27.11.–18.12.2023

2

Í vinnslu

  • 19.12.2023–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-246/2023

Birt: 27.11.2023

Fjöldi umsagna: 4

Drög að frumvarpi til laga

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Örorka og málefni fatlaðs fólks

Breyting á lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir (reglugerðarheimild)

Málsefni

Með frumvarpinu er lagt til að setja reglugerðarheimild í lögin svo ráðherra sé heimilt að kveða með nánari hætti á um stoðþjónustu, m.a. um aðstoðarmannakort fatlaðs fólks og fæðisfé starfsfólks.

Nánari upplýsingar

Tilefni þessa frumvarps er þörf á að veita ráðherra heimild til að kveða í reglugerð nánar á um tiltekin atriði sem fjallað er um í 8. og 9. gr. laganna, einkum er varðar aðstoðarmannakort fyrir fatlað fólk sem þarf aðstoðarmanneskju skv. mati sveitarfélags á þjónustuþörf og veiti aðstoðarmanni viðkomandi ókeypis aðgang hjá hinu opinbera, svo sem á söfn, í sund, í strætó o.s.frv., sem og um hvernig skuli fara með fæðiskostnað starfsfólks sem matast með notanda. Er hér m.a. tekið mið af tillögum sem fram komu í skýrslu starfshóps um heildarendurskoðun laga nr. 38/2018 frá 2022, en hlutverk starfshópsins var m.a. að endurskoða lög nr. 38/2018 í heild sinni og þær reglugerðir sem lögunum fylgja, með áherslu á að greina álitaefni sem upp höfðu komið frá setningu laganna. Vinna hópsins tók mið af samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Með frumvarpinu og reglugerðarsetningu í kjölfarið er stefnt að því að samræma reglur þannig að notandi beri ekki viðbótarkostnað vegna aðstoðarmanns, t.a.m. vegna kaupa á aðgangsmiða fyrir starfsmann, til viðbótar við eigin miða, á söfn, í sund o.fl. á vegum hins opinbera um land allt, þvert á sveitarfélög. Með frumvarpinu er jafnframt stefnt að því að kveðið verði á um fæðiskostnað starfsfólks í reglugerð þar sem það sama eigi við um öll, óháð búsetuformi og kjarasamningum þess starfsfólks sem þjónusta einstakling sem á í hlut hverju sinni. Skýrt skuli kveða á um að notandi beri ekki kostnað af fæði starfsmanns sem veiti honum þjónustu lögum samkvæmt.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (4)

Umsjónaraðili

Skrifstofa félags- og lífeyrismála

frn@frn.is