Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 8.12.2023–8.1.2024

2

Í vinnslu

  • 9.1.2024–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-247/2023

Birt: 8.12.2023

Fjöldi umsagna: 7

Drög að reglugerð

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

Breyting á reglugerð nr. 814/2010

Málsefni

Lögð er til breyting á ákvæðum er varða búningsaðstöðu á sund- og baðstöðum og er breytingin liður í framkvæmd Aðgerðaáætlunar í málefnum hinsegin fólks.

Nánari upplýsingar

Lögð er til breyting á ákvæðum reglugerðarinnar er varða búningsaðstöðu á sund- og baðstöðum. Reglugerðarbreytingin er liður í framkvæmd Aðgerðaáætlunar í málefnum hinsegin fólks, sem samþykkt var á Alþingi í júní 2022, og miðar að því að tryggja að tekið sé tillit til trans fólks og fólks með hlutlausa kynskráningu í ákvæðum sem snúa að aðgengi að salernum og annarri aðstöðu, s.s. búningsaðstöðu. Í nýjum húsakynnum og við meiriháttar breytingar á húsnæði sund- og baðstaða er lagt til að til staðar verði kynhlutlaus búningsaðstaða með a.m.k. einni sturtu og salerni. Einnig er tilgreint hvað er átt við með meiri háttar breytingum á húsnæði.

Jafnframt er lögð til minniháttar breyting á skýringum í viðauka II við reglugerðina, tölulið 5, hvað varðar síunarhraða.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (9)

Umsjónaraðili

Skrifstofa stefnumótunar og innleiðingar

urn@urn.is