Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 29.11.2023–9.1.2024

2

Í vinnslu

  • 10.1.2024–

Samráði lokið

Mál nr. S-250/2023

Birt: 29.11.2023

Fjöldi umsagna: 3

Drög að stefnu

Forsætisráðuneytið

Utanríkismál

Hagsmunagæsla Íslands gagnvart ESB – uppfærður forgangslisti til ársins 2024

Málsefni

Forgangslistinn tekur til mála í lagasetningarferli hjá ESB sem metin eru sem forgangsmál út frá hagsmunum Íslands vegna aðildar Íslands að EES-samningnum.

Nánari upplýsingar

Forgangslistinn er settur fram í formi yfirlits yfir mál í lagasetningarferli innan ESB sem falla undir gildissvið EES-samningsins og sem skilgreind hafa verið sem forgangsmál hvað íslenska hagsmuni varðar en listinn hefur verið útbúinn fjórum sinnum.

Þar sem kosningar til Evrópuþingsins munu fara fram í júní á næsta ári og ný framkvæmdastjórn ESB skipuð í kjölfarið hefur verið ákveðið að uppfæra og framlengja gildistíma forgangslista fyrir árin 2022-2023 fram á mitt ár 2024, eða til loka skipunartímabils núverandi framkvæmdastjórnar. Næsta heildarskoðun á forgangslistanum verði því miðuð við upphaf skipunartímabils nýrrar framkvæmdastjórnar. Vænta má að hún verði fullskipuð um mitt næsta ár eða haust og að meginstefna hennar liggi þá fyrir.

Uppfærsla forgangslistans hefur verið unnin í samvinnu allra ráðuneyta Stjórnarráðsins, sem bera ábyrgð á að vakta sín málefnasvið, en sum mál kalla á aðkomu og samvinnu margra ráðuneyta. Við gerð listans og uppfærslu hans nú var meðal annars lögð til grundvallar áætlun framkvæmdastjórnar ESB fyrir árin 2019-2024 og árlegar starfsáætlanir hennar, nú síðast starfsáætlun fyrir árið 2024. Ný mál hafa verið sett á listann og önnur felld út í samræmi við stöðu þeirra í lagasetningarferli ESB.

Tilgangur forgangslistans er að auka skilvirkni í þátttöku Íslands í EES-samstarfinu og ákveða hvernig hagsmunagæslu af Íslands hálfu verði best háttað á tímabilinu. Listinn er í grunninn einskorðaður við mál sem eru á undirbúnings- eða forstigi hjá framkvæmdastjórn ESB eða mál sem komin eru á vinnslustig en þá hefur framkvæmdastjórnin þegar lagt fram tillögu að lagasetningu til ráðsins og Evrópuþingsins. Í einstaka tilfellum eru mál á listanum þar sem búið er að taka ákvörðun hjá ESB en huga þarf sérstaklega að upptöku viðkomandi gerða í EES-samninginn, t.d. með því fara fram á aðlaganir.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (0)

Umsjónaraðili

Utanríkisráðuneytið

utn@utn.is