Mál nr. S-254/2023

Birt: 4.12.2023

Fjöldi umsagna: 16

Annað

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

Endurmat á virkjunarkostum úr 3. áfanga rammaáætlunar - drög að tillögum verkefnastjórnar

Málsefni

Verkefnastjórn rammaáætlunar kynnir drög að tillögum um mat og flokkun á virkjunarkostunum Héraðsvötn, Skrokkölduvirkjun, Kjalölduveita, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun.

Nánari upplýsingar

Við afgreiðslu á 3. áfanga rammaáætlunar gerði Alþingi breytingar á tillögu um röðun nokkurra virkjunarkosta og óskaði eftir að tiltekin atriði í mati verkefnisstjórnar væru skoðuð nánar. Breytingar Alþingis voru að færa virkjunarkostina Héraðsvötn og Kjalöldu úr verndarflokki í biðflokk og Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun og Skrokkölduvirkjun úr nýtingarflokki í biðflokk.

Tilmæli Alþingis voru sett fram í nefndaráliti meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar og tilgreind þau atriðið sem ráðherra er falið að láta skoða nánar. Í framhaldi af afgreiðslu nefndarinnar fékk verkefnisstjórn minnisblað frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu dags. 12. september 2022 þar sem verkefnisstjórn er falið það að vinna endurmat á þessum virkjunarkostum. Þar er því jafnframt beint sérstaklega til verkefnisstjórnar, að miða umfjöllun um áður nefnda virkjunarkosti við það sem fram kemur í nefndaráliti meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar frá 10. júní sl. (þingskjal 1210, 332. mál á 152. löggjafarþingi).

Verkefnisstjórn yfirfór þessi tilmæli og fól viðkomandi faghópum að vinna greiningar á þeim atriðum sem koma fram og óskað er eftir í nefndarálitinu fyrir hvern virkjunarkost. Þær greiningar liggja nú fyrir og er þær að finna sem fylgiskjöl með þessari greinargerð. Þar sem þetta er endurmat á ákveðnum atriðum varðandi viðkomandi virkjunarkosti er mikilvægt að hafa jafnframt í huga greiningar á öðrum þáttum sem voru settar fram í lokaskýrslu verkefnisstjórnar 3. áfanga. Sú lokaskýrsla fylgir því einnig hér með.

Verkefnisstjórn hefur fengið kynningar á og farið yfir niðurstöður úr vinnu faghópanna og metið í samhengi við greiningar á öðrum þáttum fyrir viðkomandi virkjunarkosti. Á þeim grunni gerir verkefnisstjórn tillögur til ráðherra að röðun þessara virkjunarkosta og eru þær tillögur hér settar fram í opna, almenna umsögn.

Í lögum um verndar og orkunýtingaráætlun eru skilgreind tvö umsagnarferli. Þetta er fyrra umsagnarferlið um drög að tillögum verkefnisstjórnar, sem gert er ráð fyrir að taki tvær vikur. Í framhaldi af því er svo gert ráð fyrir að hefja formlegt 12 vikna umsagnarferli um tillögur verkefnisstjórnar.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (16)

Umsjónaraðili

Verkefnastjórn rammaáætlunar

ust@ust.is