Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 8.–22.12.2023

2

Í vinnslu

  • 23.12.2023–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-255/2023

Birt: 8.12.2023

Fjöldi umsagna: 27

Drög að reglugerð

Matvælaráðuneytið

Landbúnaður

Drög að breytingu á reglugerð nr. 200/2020 um innflutning hunda og katta

Málsefni

Með drögum að reglugerðinni er lagt til að gerðar verði breytingar á regluverki sem gildir um innflutning á hundum og köttum til landsins.

Nánari upplýsingar

Reglugerðin gildir um innflutning hunda og katta til landsins og hefur það að markmiði að tryggja heilbrigði dýra og manna með því að fyrirbyggja að smitsjúkdómar berist til landsins. Tillögurnar eru byggðar á mati og greiningu Matvælastofnunar. Breytingarnar sem lagðar eru til á gildandi regluverki lúta að því að samræma ákvæði reglugerðarinnar og laga nr. 54/1990 um innflutning dýra og að því að tryggja að markmiði regluverksins sé gætt um að fyrirbyggja að smitsjúkdómar berist til landsins. Einnig lúta breytingarnar að því hlutverki Matvælastofnunar að endurmeta reglulega Viðauka I, þ.e. landlista og flokkun útflutningslanda m.t.t. dýrasjúkdómastöðu.

Breytingatillögurnar eru eftirfarandi:

• Að Matvælastofnun verði gert heimilt að gefa kost á að dýr sem flutt eru inn ólöglega/uppfylli ekki innflutningsskilyrði verði send úr landi sé smitvörnum ekki ógnað. Núgildandi 10. gr. reglugerðarinnar kveður einungis á um að dýrinu skuli fargað. Breytingin er í samræmi við nýlega breytingu sem gerð var á 2. gr. laga nr. 54/1990, um innflutning dýra.

• Að breyta viðauka I um landlista og flokkun útflutningslanda. Viðaukinn skiptist í þrjá flokka, Lönd án hundaæðis, Lönd þar sem hundaæði er haldið vel í skefjum og lönd sem ekki teljast til viðurkenndra útflutningslanda. Lagt er til eftirfarandi breytinga vegna breyttrar sjúkdómastöðu í eftirfarandi löndum:

o a) Singapore flutt úr landaflokki 2 í landaflokk 1

o b) Serbía flutt úr landaflokki 1 í landaflokk 2

o c) Slóvakía flutt úr landaflokki 1 í landaflokk 2

o d) Ungverjaland flutt úr landaflokki 1 í landaflokk 2

o e) Bosnía og Hersegóvina telst til viðurkenndra útflutningslanda og fer í landaflokk 2

o f) Taívan telst til viðurkenndra útflutningslanda og fer í landaflokk 2

o g) Argentína telst ekki til viðurkenndra útflutningslanda.

o h) Brasilía telst ekki til viðurkenndra útflutningslanda.

• Að óheimilt sé að flytja hunda og ketti til landsins í farþegarými flugvéla.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Þátttakendum í þessu samráðsferli var þó heimilt að óska eftir því að efni umsagnar og nafn sendanda birtist ekki í gáttinni.

Boð um þátttöku (4)

Umsjónaraðili

Skrifstofa matvæla

mar@mar.is