Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 22.12.2023–12.1.2024

2

Í vinnslu

  • 13.1.2024–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-266/2023

Birt: 22.12.2023

Fjöldi umsagna: 3

Drög að reglugerð

Dómsmálaráðuneytið

Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála

Drög að reglugerð um nafnskírteini

Málsefni

Dómsmálaráðuneytið birtir til umsagnar drög að reglugerð um nafnskírteini.

Nánari upplýsingar

Ný lög um nafnskírteini nr. 55/2023 voru samþykkt á Alþingi 8. júní 2023. Með lögunum er lagður grunnur að útgáfu nýrra handhægra nafnskírteina sem teljast örugg persónuskilríki til auðkenningar og jafnframt gildi ferðaskilríki á Evrópska efnahagssvæðinu. Í 12. gr. laganna er gert ráð fyrir að ráðherra setji nánari reglur um framkvæmd laganna í reglugerð, þar á meðal um gerð og form nafnskírteina, upplýsingar sem nafnskírteini skulu hafa að geyma, hvar sækja megi um nafnskírteini, um lífkennaupplýsingar, nafnskírteinaskrá o.fl.

Drög að nýrri reglugerð um nafnskírteini endurspegla þau atriði sem mælt er fyrir um í lögunum að útfæra skuli með reglugerð. Í drögunum er gert ráð fyrir að reglugerðin innihaldi 7 kafla með 25 efnisgreinum. Kaflarnir skiptast svo:

- 1. kafli hefur að geyma almenn ákvæði, svo sem varðandi gildissvið og hvenær skuli bera nafnskírteini sem er ferðaskírteini.

- 2. kafli hefur að geyma ákvæði sem varða gerð, form og efni nafnskírteina.

- Í 3. kafla er vikið að atriðum sem varða umsókn um nafnskírteini.

- 4. kafli hefur að geyma ákvæði sem snúa að útgáfu nafnskírteina.

- 5. kafli hefur að geyma ákvæði um nafnskírteinaskrá og notkun hennar.

- 6. kafli hefur að geyma ákvæði sem varða m.a. gildistíma nafnskírteina og takmörkun á útgáfu nafnskírteina.

- Í 7. kafla er ákvæði um innleiðingu á Evrópureglugerð og gildistöku.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (12)

Umsjónaraðili

Skrifstofa réttinda einstaklinga

dmr@dmr.is