Samráð fyrirhugað 11.04.2018—25.04.2018
Til umsagnar 11.04.2018—25.04.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 25.04.2018
Niðurstöður birtar

Drög að nýrri reglugerð um mælingu skipa

Mál nr. 37/2018 Birt: 15.03.2018 Síðast uppfært: 11.04.2018
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Samgöngu- og fjarskiptamál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (11.04.2018–25.04.2018). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Um er að ræða drög að nýrri reglugerð um mælingu skipa. Með drögunum er verið að bregðast við úrskurði í deilumáli skipamiðstöðvar og Samgöngustofu sem varðaði mælingu svokallaðs stýrikassa.

Forsaga málsins er sú að árið 2016 kvað ráðuneytið upp úrskurð í deilumáli skipasmíðastöðvar og Samgöngustofu. Deilt var um hvort stýriskassi væri fastur hluti bols og bæri því að mæla með í mestu lengd.

Í úrskurðinum sagði að ekki væri hægt að slá því föstu að stýriskassinn ætti að teljast til fastra hluta bols. Í kjölfar úrskurðarins hóf Samgöngustofa endurskoðun reglugerðar nr. 527/1997, um mælingu skipa.

Drög þessi eru afrakstur þeirrar vinnu. Markmið þeirra er að einfalda regluverk skipamælinga með meiri festu og fyrirsjáanleika í framkvæmd að leiðarljósi.

Nánari upplýsingar um drögin má finna í fylgiskjali frá Samgöngustofu.