Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 11.–25.4.2018

2

Í vinnslu

  • 26.4.2018–14.9.2021

3

Samráði lokið

  • 15.9.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-37/2018

Birt: 15.3.2018

Fjöldi umsagna: 1

Drög að reglugerð

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Drög að nýrri reglugerð um mælingu skipa

Niðurstöður

Ákveðið var að setja ekki reglugerðina að sinni. Alþingi hefur nú samþykkt ný heildarlög um skip, skipalög nr. 66/2021, sem snúa m.a. að mælingu skipa. Unnið er að endurskoðun tiltekinna reglugerða sem byggja á þessum lögum og kann reglugerð þessi að vera tekin upp að nýju í þeirri vinnu.

Málsefni

Um er að ræða drög að nýrri reglugerð um mælingu skipa. Með drögunum er verið að bregðast við úrskurði í deilumáli skipamiðstöðvar og Samgöngustofu sem varðaði mælingu svokallaðs stýrikassa.

Nánari upplýsingar

Forsaga málsins er sú að árið 2016 kvað ráðuneytið upp úrskurð í deilumáli skipasmíðastöðvar og Samgöngustofu. Deilt var um hvort stýriskassi væri fastur hluti bols og bæri því að mæla með í mestu lengd.

Í úrskurðinum sagði að ekki væri hægt að slá því föstu að stýriskassinn ætti að teljast til fastra hluta bols. Í kjölfar úrskurðarins hóf Samgöngustofa endurskoðun reglugerðar nr. 527/1997, um mælingu skipa.

Drög þessi eru afrakstur þeirrar vinnu. Markmið þeirra er að einfalda regluverk skipamælinga með meiri festu og fyrirsjáanleika í framkvæmd að leiðarljósi.

Nánari upplýsingar um drögin má finna í fylgiskjali frá Samgöngustofu.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

postur@srn.is