Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 22.3.–5.4.2018

2

Í vinnslu

  • 6.4.–26.9.2018

3

Samráði lokið

  • 27.9.2018

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-38/2018

Birt: 21.3.2018

Fjöldi umsagna: 4

Drög að reglugerð

Mennta- og barnamálaráðuneytið

Framhaldsskólastig

Reglugerð um breytingu á reglugerð um innritun nemenda í framhaldsskóla

Niðurstöður

Samráði lokið. Fjórar umsagnir bárust. Aðeins tvær þeirra fólu í sér tillögur að efnislegum breytingum. Að svo stöddu var ákveðið að ganga ekki lengra í breytingum á 3. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar en boðað hafði verið. Athugasemd Samband íslenskra sveitarfélaga var tekin til greina og ákveðið að fella 4. mgr. 2. gr. á brott í heild sinni. Reglugerðin var birt í stjórnartíðindum 15. maí 2018 og hefur þegar öðlast gildi.

Málsefni

Með reglugerðinni er mælt fyrir um tvær efnisbreytingar á núgildandi reglugerð. Annars vegar er kveðið á um brottfall orðanna „og niðurstöður samræmdra könnunarprófa“ úr 4. mgr. 2. gr. og hins vegar brottfalls g-liðar 3. mgr. 7. gr. sem kveður á um forgang nemenda, sem eru 25 ára og yngri, til framhaldsskólavistar.

Nánari upplýsingar

Með breytingu á reglugerðinni, sbr. reglugerð nr. 1199/2016, var veitt heimild til að taka mið af niðurstöðum samræmdra könnunarprófa við innritun nemenda í framhaldsskóla. Með þeirri reglugerðarbreytingu sem hér er kynnt er lagt til að fella á brott orðalagið „og niðurstöður samræmdra könnunarprófa“ úr 4. mgr. 2. gr. úr reglugerðinni.

Með breytingum á reglugerðinni, sbr. reglugerð nr. 204/2012, var kveðið á um hvernig forgangsraða skal nemendum við innritun nemenda. Þar var mælt fyrir um að nemendur sem eru 25 ára og yngri og uppfylla skilyrði skulu hafa forgang á þá sem eldri eru við innritun. Um þessa reglu hefur ekki ríkt sátt frá því hún var sett. Mennta- og menningarmálaráðherra leggur til að töluliðurinn verði felldur á brott úr reglugerðinni.

Framangreindu að auki er lögð til breytt tilvísun til framhaldsskólalaganna, en í núverandi reglugerð er vísað til 32. gr. a en rétt er að vísa til 33. gr. a.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Mennta- og menningarmálaráðuneyti

postur@mrn.is