Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 28.3.–13.4.2018

2

Í vinnslu

  • 14.4.–3.12.2018

3

Samráði lokið

  • 4.12.2018

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-41/2018

Birt: 28.3.2018

Fjöldi umsagna: 3

Drög að frumvarpi til laga

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna frekari aðgerða gegn skattundanskotum og skattsvikum (hert skatteftirlit og -rannsóknir, aukin upplýsingaöflun o.fl.).

Niðurstöður

Ráðuneytið hefur brugðist við mörgum athugasemdum í frumvarpinu sem var samþykkt á Alþingi sem lög nr. 77/2018 þann 11. júní 2018.

Málsefni

Í frumvarpsdrögunum er gert ráð fyrir ýmsum breytingum á skattalöggjöf, m.a. vegna frekari aðgerða gegn skattundandrætti og -svikum auk fleiri breytinga sem aðallega tengjast skattlagningu lögaðila en einnig einstaklinga

Nánari upplýsingar

Í frumvarpsdrögunum eru lagðar til breytingar á lögum á sviði skattamála sem byggðar eru á tillögum þriggja starfshópa, sem skiluðu skýrslum til fjármála- og efnahagsráðherra sumarið 2017, um frekari aðgerðir gegn skattundandrætti og –svikum. Er hér um að ræða skýrslur um umfang skattundanskota og tillögur til aðgerða, milliverðlagningu og faktúrufölsun og skattskyldu af erlendri ferðaþjónustustarfsemi á Íslandi. Tillögur starfshópanna eru margar og af margvíslegum toga og er í fyrsta áfanga gert ráð fyrir því að gerðar verði breytingar sem snúa að skjölunarskyldu í viðskiptum milli tengdra lögaðila þegar allir aðilar eru heimilisfastir hér á landi, heimild erlendra atvinnufyrirtækja, þ.m.t. ferðaþjónustuaðila, sem eru virðisaukaskattsskyldir hér á landi til að skrá sig og skila virðisaukaskatti í gegnum einfaldað rafrænt skráningarkerfi og heimild tollstjóra til að fjarlægja skráningarmerki ökutækis hafi ekki verið staðið skil á lögbundnum aðflutningsgjöldum bifreiðar. Þá fela frumvarpsdrögin í sér breytingar vegna athugasemda frá Eftirlitsstofnun EFTA sem varða samsköttun félaga. Frumvarpsdrögin fela einnig í sér tillögur um breytingu á skilaskyldu launagreiðanda á staðgreiðslu af launum í tengslum við útleigu á vinnuafli þar sem þörf er á að skilgreina enn frekar ábyrgð launagreiðanda á staðgreiðsluskilum starfsmanna starfsmannaleigu eða annars aðila sem leigir út vinnuafl vegna starfa þeirra hér á landi. Gert er ráð fyrir því að tollstjóri fái almenna heimild til þess að fjarlægja skráningarmerki ökutækis ef fyrir liggur að aðili, jafnt innlendur sem erlendur, hefur ekki staðið skil á lögbundnum aðflutningsgjöldum bifreiðar hér á landi. Þá er þar jafnframt að finna tillögu um að sett verði stöðluð gjaldskrá um greiðslu aðflutningsgjalda vegna tímabundins innflutnings erlendra hópferðabifreiða til landsins, eða annarra ökutækja sem nota á til atvinnurekstrar, í stað þess að útreikningur eigi sér stað út frá áætlaðri leigu m.v. 1/60 hluta tollverðs. Fyrir liggur að áfram verður unnið með tillögur starfshópanna sem sumar hverjar krefjast lengri tíma til úrvinnslu.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa skattamála

postur@fjr.is