Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 3.–17.4.2018

2

Í vinnslu

  • 18.–23.4.2018

3

Samráði lokið

  • 24.4.2018

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-42/2018

Birt: 3.4.2018

Fjöldi umsagna: 4

Drög að reglugerð

Dómsmálaráðuneytið

Almanna- og réttaröryggi

Drög að reglugerð um sprengiefni og forefni til sprengiefnagerðar.

Niðurstöður

Fjórar umsagnir bárust, frá lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra, Umhverfisstofnun, Tollstjóra og Neytendastofu. Í umsögn lögreglustjórans á Norðurlandi eystra kom fram ábending um að rétt væri að bundið verði í reglugerð að lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu verði gert að upplýsa lögreglustjóra og slökkviliðstjóra, í því umdæmi sem leyfi tekur til, um útgáfu innflutningsleyfis. Í umsögn Umhverfisstofnunar var bent á að hugtakið „sprengiefni“ væri ekki skilgreint sérstaklega í reglugerðinni, einnig kom fram ábending að uppfæra þyrfti ákvæði 9. gr. um öryggisblöð með hliðsjón af ákvæðum reglugerðar 888/2015, um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (REACH). Í umsögn Tollstjóra komu fram ábendingar um nauðsyn þess að Tollstjóri fái send yfirlit yfir útgefin leyfi sem og upplýsingar um ef afturköllun leyfis á sér stað. Tekið var tillit til þessarar athugasemda. Aðrar athugasemdir sem fram komu lutu að ákvæðum reglugerðarinnar um sprengiefni. Drögin að reglugerðinni fela í sér innleiðingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 98/2013 frá 15. janúar 2013 um markaðssetningu efna sem nota má til að búa til/framleiða ólögleg sprengiefni (forefni). Ekki voru gerðar neinar efnisbreytingar á ákvæðum er fjalla um sprengiefni. Að svo stöddu þykir því ekki ástæða til að bregðast við þessum athugasemdum. Aðrar athugasemdir sem fram komu lutu að ákvæðum reglugerðarinnar um sprengiefni. Drögin að reglugerðinni fela í sér innleiðingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 98/2013 frá 15. janúar 2013 um markaðssetningu efna sem nota má til að búa til/framleiða ólögleg sprengiefni (forefni). Ekki voru gerðar neinar efnisbreytingar á ákvæðum er fjalla um sprengiefni.

Málsefni

Með drögum þessum er reglugerð um sprengiefni nr. 684/1999 með síðari breytingum felld brott og sett ný stofnreglugerð sem felur í sér innleiðingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins(ESB) nr. 98/2013 frá 15. janúar 2013 um markaðssetningu efna sem nota má til að búa til/framleiða ólögleg sprengiefni(forefni).

Nánari upplýsingar

Með drögum þessum er reglugerð um sprengiefni nr. 684/1999 með síðari breytingum felld brott og sett ný stofnreglugerð sem felur í sér innleiðingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins(ESB) nr. 98/2013 frá 15. janúar 2013 um markaðssetningu efna sem nota má til að búa til/framleiða ólögleg sprengiefni(forefni), sem tekin var inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 269 þann 12. desember 2014. Markmið reglugerðarinnar er að takmarka aðgang almennings að tilteknum efnum sem skilgreind hafa verið sem forefni til sprengiefnagerðar. Reglugerðin hefur hins vegar engin áhrif á meðhöndlun eða viðskipti með viðkomandi efni í iðnaðar- og atvinnuskyni.

Drögin að reglugerðinni fela í sér bann við aðgengi almennings að ákveðnum forefnum. Almennum borgurum verður óheimilt að flytja inn, hafa í vörslum sínum, nota eða fá aðgengi að forefnum í viðauka VIII. Þrátt fyrir umrætt bann verður sett á fót leyfisveitingakerfi sem veitir lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu heimild til að veita almennum borgurum leyfi fyrir aðgengi að tilteknu efni að því gefnu að þeir sýni fram á lögmæti notkunar þess.

Í viðaukum VIII. og IX. við reglugerðina eru þau efni talin upp sem teljast til forefna Annars vegar eru talin upp efni sem skulu ekki standa almennum borgurum til boða nema ef styrkleikinn er jafnmikill eða lægri en viðmiðunarmörk sem þar eru sett fram segja til um (viðauki VIII.) og hins vegar efni sem tilkynningarskylda ríkir um ef grunsamleg viðskipti eiga sér stað (viðauki IX.).

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar að loknum umsagnarfresti. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Dómsmálaráðuneytið

dmr@dmr.is