Samráð fyrirhugað 04.04.2018—25.04.2018
Til umsagnar 04.04.2018—25.04.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 25.04.2018
Niðurstöður birtar

Drög að reglugerð um fráveitur og skólp

Mál nr. 43/2018 Birt: 04.04.2018
  • Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Umhverfismál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (04.04.2018–25.04.2018). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til umsagnar drög að reglugerð um fráveitur og skólp.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerð um fráveitur og skólp.

Markmið með endurskoðun reglugerðar nr. 789/1999, um fráveitur og skólp, eru að einfalda ákvæði reglugerðarinnar og gera hana skýrari, bæta skráningu og upplýsingar um fráveitur, setja viðmiðunargildi um efnainnihald skólps sem losað er frá iðnaðarstarfsemi í fráveitur og skerpa á ábyrgð leyfishafa starfsleyfa fyrir iðnaðarstarfsemi um hreinsun frárennslis og tengsl við reglugerð um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun.

Breyttar aðstæður og lagaumhverfi síðan 1999 hafa leitt til þess að breytingar á reglugerðinni eru orðnar tímabærar. Sett er fram meginregla um hreinsun skólps með tölulegum viðmiðum og tvær undantekningar eru frá þeirri reglu, varðandi viðkvæm og síður viðkvæm svæði. Sett eru skýrari ákvæði um hvernig flokka eigi svæði sem viðkvæm eða síður viðkvæm. Ákvæði eru um gagnagátt um fráveitur, sem er ætlað að bæta upplýsingar og einfalda upplýsingagjöf. Settur er leiðbeinandi listi og viðmiðunargildi fyrir þætti sem spillt geta fráveitubúnaði og virkni hreinsibúnaðar. Samhliða þessum breytingum er gert ráð fyrir breytingum á reglugerð um starfsleyfi sem getur haft í för með mengun, m.a. að starfsleyfisskylda miðist við hreinsivirki sem þjóni 200 persónueiningum og fleiri. Í athugun er einnig breyting á byggingarreglugerð sem fæli í sér bann við notkun sorpkvarna.

Nefnd sem umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði vann drög að endurskoðaðri reglugerð um fráveitur og skólp. Í nefndinni áttu sæti fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Samtökum atvinnulífsins, Samtökum heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi, Umhverfisstofnun og Samorku, auk umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Tillaga nefndarinnar var send út til umsagnar 16. júní 2017 og bárust 13 umsagnir um hana. Ráðuneytið hefur unnið úr athugasemdum sem bárust og nú liggja fyrir endurskoðuð drög að nýrri reglugerð um fráveitur og skólp.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Sigrún Guðmundsdóttir - 24.04.2018

Meðfylgjandi er umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands vegna fráveitureglugerðar.

Kveðja,

Sigrún Guðmundsdóttir

framkvæmdastjóri

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Samband íslenskra sveitarfélaga - 25.04.2018

Meðfylgjandi er umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna endurskoðaðra draga að fráveitureglugerð.

F.h. sambandsins

Guðjón Bragason

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Kristín Lóa Ólafsdóttir - 25.04.2018

Samantekt úr umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um reglugerð um fráveitur og skólp:

HER telur það afar mikilvægt að vandað sé til verka þegar gefin er út ný reglugerð um fráveitur og skólp. Þó til staðar séu lög nr. 9/2009 um uppbyggingu og rekstur fráveita þarf að vera til staðar reglugerð sem gerir heilbrigðisnefndum kleyft að hafa eftirlit með öllum fráveitukerfum og heimildir til að koma í veg fyrir mengun af þeirra völdum. Endurskoðun á drögunum þarf að fara fram í samstarfi við öll heilbrigðiseftirlitssvæði á landinu, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu þar sem umfangsmestu fráveitumannvirkin eru. HER telur ekki tímabært að gefa út reglugerðina að óbreyttu og teldi æskilegt að HES, UST og ráðuneytið vinni saman að úrbótum, helst á sérstökum starfsdegi eða fundi. Vísar HER til þess mikil ánægja var með starfsdags sem haldin var eftir útgáfu reglugerðar um varnir gegn olíumengun frá starfssemi á landi, en þar voru þeir sem að fundinum stóðu sammála um að best hefði farið á því að halda slíkan fund áður en reglugerðin var gefin út.

Meðfylgjandi:

Athugasemdir við einstakar greinar koma fram í meðfylgjandi word-skjali dags. 25. apríl 2018.

Umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavikur um drög, dags. 10. júní 2017 um reglugerð um fráveitur og skólp, dags. 28. ágúst 2018.

Afrita slóð á umsögn

#4 Þorsteinn Narfason - 25.04.2018

Meðfylgjandi er umsögn Heilbrigðiseftirlits Kjósarsævðis vegna endurskoðaðra draga að fráveitureglugerð.

Kveðja Þorsteinn Narfason,

framkvæmdastjóri

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Tryggvi Þórðarson - 25.04.2018

Umsögn Umhverfisstofnunar fylgir sem pdf skjal.

Kveðja

Tryggvi Þórðarson

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Tryggvi Þórðarson - 25.04.2018

Umsögn Umhverfisstofnunar fylgir sem viðhengi

kveðja

Tryggvi Þórðarson

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Tryggvi Þórðarson - 25.04.2018

Umsögn Umhverfisstofnunar um drög að reglugerð um fráveitur og skólp fylgir hjálögð

Kveðja

Tryggvi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Auður Guðmundsdóttir - 25.04.2018

Meðfylgjandi er umsögn Framkvæmda og veitustjórnar Árborgar um endurskoðuð drög að reglugerð um fráveitur og skólp.

Fylgiskjöl sem tiltekin eru í umsögninni voru send á netfangið stefan.einarsson@uar.is þar sem aðeins er hægt að hengja við eina skrá hér á síðunni.

Virðingarfyllst,

Auður Guðmundsdóttir

Deildarstjóri framkvæmda og þjónustu

Sveitarfélagið Árborg

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#9 Íris Lind Sæmundsdóttir - 25.04.2018

Góðan dag

Vísað er til draga að reglugerð um fráveitur og skólp sem birtast á samráðsgátt stjórnarráðsins, sbr. mál nr. S-43/2018. Eftirfarandi eru athugasemdir Orkuveitu Reykjavíkur við reglugerðardrögin en þær eru einnig settar fram f.h. Veitna ohf. og Orkuveitu Reykjavíkur – Vatns- og fráveitu sf., dótturfélaga OR sem fara með rekstur fráveitu innan samstæðu OR. Þar sem eftirleiðis er vísað til OR er því verið að vísa til þessara aðila og afstöðu þeirra.

Almennt séð er það mat OR að reglugerðin sé ekki fullkomin og að á vanti að hún taki á öllu því sem nauðsynlegt sé að taka á í nýrri reglugerð. Lengi hefur legið fyrir að unnið væri að smíði nýrrar reglugerðar og þrátt fyrir að hún sé ófullkomin er eigi að síður mikilvægt að hún taki gildi sem fyrst. Mörg sveitarfélög hafi beðið með framkvæmdir svo hægt væri að miða þær við nýja reglugerð og þær kröfur sem hún geri.

Almennt séð er það mat OR að óljóst sé að hvaða marki reglugerðardrögin taki til ofanvatns sem sé stór hluti af rekstri fráveitna. Einnig er það skoðun OR að gera hefði mátt betur skil á milli reksturs núverandi kerfa og uppbyggingu/hönnun nýrra kerfa. Til viðbótar við framangreint hefur OR ýmsar athugasemdir við drögin. Í stað þess að setja þær fram í sérstakri greinargerð er brugðið á það ráð að setja þær inn í meðfylgjandi drög að reglugerðinni í athugasemdum við einstakar greinar. Sé eitthvað óljóst í þeim athugasemdum er OR boðin og búin til að skýra þær frekar, á fundi eða með öðrum hætti sem hugnast ráðuneytinu.

Kveðja,

Íris Lind Sæmundsdóttir, lögfræðingur

Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#10 Sigurjón Norberg Kjærnested - 25.04.2018

Meðfylgjandi er umsögn Samorku um drög að nýrri reglugerð um fráveitur og skólp.

Viðhengi