Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 5.–10.4.2018

2

Í vinnslu

  • 11.4.–19.12.2018

3

Samráði lokið

  • 20.12.2018

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-44/2018

Birt: 5.4.2018

Fjöldi umsagna: 0

Drög að frumvarpi til laga

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt (kaup og sala þjónustu milli landa, áskriftir og sala fréttablaða o.fl.)

Málsefni

Um er að ræða ýmsar breytingar á lögum um virðisaukaskatt er varða: a) kaup og sölu á þjónustu milli landa, b) rafræna sölu og áskriftir tímarita og fréttablaða og c) heimild ferðaþjónustuleyfishafa til færslu innskatts.

Nánari upplýsingar

Í frumvarpsdrögunum eru lagðar til breytingar á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt. Þær breytingar sem lagðar eru fram í drögunum eru þríþættar. Í fyrsta lagi eru lagðar til breytingar á ákvæðum laganna um kaup og sölu á þjónustu milli landa. Breytingarnar eru byggðar á skýrslu starfshóps um kaup og sölu á vöru og þjónustu milli landa sem skilað var til fjármála- og efnahagsráðherra í október 2016. Í öðru lagi eru lagðar til breytingar á ákvæðum laganna um rafræna sölu og áskriftir á tímaritum og fréttablöðum. Um er að ræða breytingar sem byggðar eru á tillögum nefndar um bætt rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla, en nefndin skilaði skýrslu til mennta- og menningarmálaráðherra þann 25. janúar sl. Í þriðja og síðasta lagi eru lagðar til breytingar á ákvæðum laganna um heimild ferðaþjónustuleyfishafa til færslu innskatts af aðföngum sínum vegna öflunar og reksturs fólksbifreiða hér á landi í atvinnuskyni.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa skattamála

postur@fjr.is