Samráð fyrirhugað 05.04.2018—10.04.2018
Til umsagnar 05.04.2018—10.04.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 10.04.2018
Niðurstöður birtar 20.12.2018

Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt (kaup og sala þjónustu milli landa, áskriftir og sala fréttablaða o.fl.)

Mál nr. 44/2018 Birt: 05.04.2018 Síðast uppfært: 20.12.2018
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Niðurstöður birtar

Nánar um niðurstöður

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 05.04.2018–10.04.2018. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 20.12.2018.

Málsefni

Um er að ræða ýmsar breytingar á lögum um virðisaukaskatt er varða: a) kaup og sölu á þjónustu milli landa, b) rafræna sölu og áskriftir tímarita og fréttablaða og c) heimild ferðaþjónustuleyfishafa til færslu innskatts.

Í frumvarpsdrögunum eru lagðar til breytingar á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt. Þær breytingar sem lagðar eru fram í drögunum eru þríþættar. Í fyrsta lagi eru lagðar til breytingar á ákvæðum laganna um kaup og sölu á þjónustu milli landa. Breytingarnar eru byggðar á skýrslu starfshóps um kaup og sölu á vöru og þjónustu milli landa sem skilað var til fjármála- og efnahagsráðherra í október 2016. Í öðru lagi eru lagðar til breytingar á ákvæðum laganna um rafræna sölu og áskriftir á tímaritum og fréttablöðum. Um er að ræða breytingar sem byggðar eru á tillögum nefndar um bætt rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla, en nefndin skilaði skýrslu til mennta- og menningarmálaráðherra þann 25. janúar sl. Í þriðja og síðasta lagi eru lagðar til breytingar á ákvæðum laganna um heimild ferðaþjónustuleyfishafa til færslu innskatts af aðföngum sínum vegna öflunar og reksturs fólksbifreiða hér á landi í atvinnuskyni.