Samráð fyrirhugað 16.04.2018—07.05.2018
Til umsagnar 16.04.2018—07.05.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 07.05.2018
Niðurstöður birtar 13.12.2018

Starfshópur um aðgerðir til að koma í veg fyrir kynferðislega og kynbundna áreitni og ofbeldishegðun

Mál nr. 46/2018 Birt: 11.04.2018 Síðast uppfært: 13.12.2018
  • Mennta- og menningarmálaráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Fjölmiðlun

Niðurstöður birtar

Óskað var eftir hugmyndum sem starfshópurinn gæti nýtt í vinnu sína. Góðar ábendingar bárust sem tekið var tillit til við gerð skýrslu og tillagna starfshópsins.

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 16.04.2018–07.05.2018. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 13.12.2018.

Málsefni

Í kjölfar #metoo yfirlýsinga íþróttakvenna hefur mennta- og menningarmálaráðherra skipað starfshóp til þess að gera tillögur um frekari aðgerðir vegna þessa. Starfshópnum er ætlað að skoða verkferla sem eru við lýði í íþróttastarfi og gera tillögur til úrbóta.

Skoðað verður hvort viðeigandi fræðsluefni sé til staðar í íþróttastarfi og hvernig brugðist er við þegar mál koma upp. Starfshópurinn hefur það hlutverk að gera tillögur um aðgerðir sem eiga að beinast að íþróttahreyfingunni sjálfri en einnig aðgerðir sem beinast að stjórnvöldum sem og sveitarfélögum.

Ábendingar óskast um aðgerðir, bætt vinnulag og jafnvel lagabreytingar sem hægt er að gera til þess að hindra kynferðislega áreitni og ofbeldishegðun sem bæði opinberir aðilar, stjórnvöld, sveitarfélög og einnig íþróttahreyfingin gætu tekið upp í sínu starfi.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Guðmundur Karlsson - 17.04.2018

ÁLYKTUNARTILLAGA

61. Frjálsíþróttaþing, haldið í Kópavogi 23. og 24. mars, skorar á ÍSÍ og UMFÍ að koma á fót umboðsmanni iðkenda eða sambærilegu embætti til að hugsa um hag íþróttafólks, þarfir þeirra, réttindi ofl.

Greinargerð:

Í framhaldi af umræðu í kringum svokallaða #metoo byltingu, hefur komið í ljós að nauðsynlegt er að skerpa enn frekar á verkferlum hvað varðar ýmislegt sem upp getur komið varðandi samskipti iðkenda við þjálfara, aðra iðkendur og starfsmenn hreyfingarinnar. Þrátt fyrir gott forvarnarstarf og útgáfu fræðsluefnis, innan íþróttahreyfingarinnar, hefur það sýnt sig að undanförnu að það er ekki nóg. Þess vegna er nauðsynlegt að fram fari heildar endurskoðun á þessum málum og skýrar reglur og verkferlar verði til í framhaldi af því. ÍSÍ og UMFÍ eru forystuafl íþróttahreyfingarinnar og réttast er að vinna þessi mál þaðan og niður á við í hreyfinguna. Það að hver og einn sé að vinna þetta í sínu horni, verður aldrei markvisst. Í mörgum minni félögum getur verið vandasamt að taka á málum þar sem nálægð, frændskapur og vinskapur er mikill. Því er nauðsynlegt að hægt sé að fara með svona mál til hlutlausra aðila til skoðunar og úrvinnslu

Afrita slóð á umsögn

#2 Engilbert Olgeirsson - 18.04.2018

Eftirfarandi tillaga var samþykkt á héraðsþingi HSK í mars sl.

96. héraðsþing Héraðssambandsins Skarphéðins, haldið í Þorlákshöfn 10. mars 2018, skorar á ÍSÍ og UMFÍ að koma á fót fagráði og umboðsmanni iðkenda eða sambærilegu embætti til að hugsa um hag íþróttafólks, þarfir þeirra, réttindi ofl.

Greinargerð:

Í framhaldi af umræðu í kringum svokallaða #metoo byltingu, hefur komið í ljós að nauðsynlegt er að skerpa enn frekar á verkferlum hvað varðar ýmislegt sem upp getur komið varðandi samskipti iðkenda við þjálfara, aðra iðkendur og starfsmenn hreyfingarinnar. Þrátt fyrir gott forvarnarstarf og útgáfu fræðsluefnis, innan íþróttahreyfingarinnar, hefur það sýnt sig að undanförnu að það er ekki nóg. Þess vegna er nauðsynlegt að fram fari heildar endurskoðun á þessum málum og skýrar reglur og verkferlar verði til í framhaldi af því. ÍSÍ og UMFÍ eru í forystu hreyfingarinnar og réttast er að vinna þessi mál þaðan og niður á við í hreyfinguna. Það að hver og einn sé að vinna þetta í sínu horni, verður aldrei markvisst. Í mörgum minni félögum getur verið vandasamt að taka á málum þar sem nálægð, frændskapur og vinskapur er mikill. Því er nauðsynlegt að hægt sé að fara með svona mál til hlutlausra aðila til skoðunar og úrvinnslu.

Afrita slóð á umsögn

#3 Ungmennafélagið Fjölnir - 18.04.2018

„Ályktun aðalstjórnar Fjölnis – sent til ÍSÍ, UMFÍ og menntamálaráðherra“

Aðalstjórn Ungmennafélagsins Fjölnis ákvað á fundi sínum 18. janúar 2018 að lýsa yfir vilja félagsins sem stærsta íþrótta- og ungmennafélag landsins, til samstarfs við ÍSÍ, UMFÍ og ráðuneyti íþróttamála við að tryggja sem best ofbeldislausa íþróttaiðkun fyrir alla.

Aðalstjórnin fagnar þeirri umræðu og viðbrögðum sem #MeToo umræðan hefur leitt af sér og dáist af hugrekki þeirra einstaklinga sem stigið hafa fram fyrir skjöldu til að opinbera svo alvarleg vandamál. Að sama skapi vottar stjórnin öllum fórnarlömbum ofbeldis samúð sína.

Heilbrigð sál í hraustum líkama er leiðarljós Fjölnis í öllum verkum sínum.

„Aðalstjórn Ungmennafélagsins Fjölnis“

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Valdimar Smári Gunnarsson - 24.04.2018

Ályktun frá ársþingi UMSK 2018

#METOO

Stór hópur íþróttakvenna hefur fellt tjaldið undir formerkjum #METOO og greint frá kynbundnu ofbeldi og áreitni gegn sér í heimi íþróttanna. Í yfirlýsingu sem með fylgdi kröfðust konurnar þess að stúlkur og konur fái að iðka íþrótt sína í öruggu umhverfi og vera lausar við kynbundið misrétti og kynferðislega áreitni af ö̈llum toga.

Undir yfirlýsinguna skrifuðu 462 konur nafn sitt ásamt því að þeim fylgdu 62 frásagnir.

Nú er komið að okkur í aðildarfélögum UMSK að sýna stuðning okkar í verki. Við ritum nafn okkar hér að neðan til að sýna að ofbeldi, áreitni og önnur ósæmileg hegðun á ekki að lýðast innan ungmenna- og íþróttahreyfingarinnar. Við munum leggja okkar lóð á vogarskálarnar til að svo verði.

Ályktun aðildarfélaga:

Við ætlum að bregðast við og leggja okkar af mörkum í baráttunni gegn hvers kyns ofbeldi innan íþrótta- og ungmennafélagshreyfingarinnar. Við viljum fyrirbyggja ofbeldi og áreitni innan félaga okkar og munum bregðast við komi slík mál upp innan félagsins.

Afrita slóð á umsögn

#5 Sigrún Sigurgeirsdóttir - 27.04.2018

Mjög mikilvæg aðgerð til að koma í veg fyrir kynferðislega og/eða kynbundna áreitni er að gera leiðbeinandi myndband: kenna GÓÐ samskipti, ekki bara segja að við fordæmum slæm samskipti. (Þetta er að sjálfsögðu ekki lausn ein og sér, heldur sem viðbót við aðrar aðgerðir sem farið er í).

Afrita slóð á umsögn

#6 Guðmundur Karlsson - 04.05.2018

Umboðsmaður iðkenda

Frjálsíþróttasamband Íslands leggur til að komið verði á fót umboðsmanni iðkenda eða sambærilegu embætti til að hugsa um hag íþróttafólks, þarfir þeirra, réttindi ofl.

Í framhaldi af umræðu í kringum svokallaða #metoo byltingu, hefur komið í ljós að nauðsynlegt er að skerpa enn frekar á verkferlum hvað varðar ýmislegt sem upp getur komið varðandi samskipti iðkenda við þjálfara, aðra iðkendur og starfsmenn hreyfingarinnar. Þrátt fyrir gott forvarnarstarf og útgáfu fræðsluefnis, innan íþróttahreyfingarinnar, hefur það sýnt sig að undanförnu að það er ekki nóg. Þess vegna er nauðsynlegt að fram fari heildar endurskoðun á þessum málum og skýrar reglur og verkferlar verði til í framhaldi af því. ÍSÍ og UMFÍ eru forystuafl íþróttahreyfingarinnar og réttast er að vinna þessi mál þaðan og niður á við í hreyfinguna. Það að hver og einn sé að vinna þetta í sínu horni, verður aldrei markvisst. Í mörgum minni félögum getur verið vandasamt að taka á málum þar sem nálægð, frændskapur og vinskapur er mikill. Því er nauðsynlegt að hægt sé að fara með svona mál til hlutlausra aðila til skoðunar og úrvinnslu.

Afrita slóð á umsögn

#7 Margrét Björg Ástvaldsdóttir - 07.05.2018

Margrét Björg Ástvaldsdóttir heiti ég og sendi hér inn umsögn.

Bestu kveðjur

Viðhengi