Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 16.–25.4.2018

2

Í vinnslu

  • 26.4.–25.10.2018

3

Samráði lokið

  • 26.10.2018

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-47/2018

Birt: 16.4.2018

Fjöldi umsagna: 3

Drög að reglugerð

Heilbrigðisráðuneytið

Lyf og lækningavörur

Drög að reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 1266/2017 um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja.

Niðurstöður

Ráðuneytið þakkar fyrir góðar og velunnar umsagnir - reglugerðin hefur verið birt í stjórnartíðindum: https://www.reglugerd.is/reglugerdir/eftir-raduneytum/velferdarraduneyti/nr/21137

Málsefni

Velferðarráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að 2. breytingu á reglugerðum um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja nr. 1266/2017.

Nánari upplýsingar

Velferðarráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að (2.) breytingu á reglugerð um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja, nr. 1266/2017. Reglugerðin tekur gildi um land allt 1. júlí 2018 og er drögum þessum að breytingum ætlað að bregðast við athugasemdum frá hagsmunaaðilum áður en reglugerðin tekur gildi.

Eftirfarandi breytingar eru lagðar til:

- Afgreiðsla á lyfjaávísunum vegna eftirritunarskyldra lyfja verður takmörkuð við 30 daga skammt hverju sinni. Ekki verður heimilt að afgreiða fjölnota lyfseðil nema a.m.k. 25 dagar líði milli afgreiðslna vegna eftirritunarskyldra lyfja.

- Ekki verður hægt að fá afgreitt lyf úr ATC-flokki N06BA01 (amfetamín) og N06BA04 (metýlfenídat) nema fyrir liggi lyfjaskírteini fyrir viðkomandi sjúkling hjá Sjúkratryggingum Íslands.

- Frá og með 1. september 2018 verður aðeins heimilt að ávísa ávana- og fíknilyfjum á rafrænan hátt.

- Fram til 1. febrúar 2019 verður hægt að fá lyfjaávísanir afgreiddar í mest 4 afgreiðslum, en eftir 1. febrúar í eins mörgum afgreiðslum og henta þykir.

- Verðskrá samheitalyfja verður miðuð við viðmiðunarverðskrá eins og áður var.

- Ekki verður heimilt að innleysa lyfjaávísanir vegna ávana- og fíkniefna sem gefnar eru út á EES-svæðinu.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa gæða og forvarna

postur@vel.is