Samráð fyrirhugað 23.04.2018—07.05.2018
Til umsagnar 23.04.2018—07.05.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 07.05.2018
Niðurstöður birtar 09.05.2018

Drög að reglugerð um starfsemi fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Mál nr. 49/2018 Birt: 23.04.2018 Síðast uppfært: 09.05.2018
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Sveitarfélög og byggðamál
  • Örorka og málefni fatlaðs fólks

Niðurstöður birtar

Reglugerðin hefur verið gefin út og birt í B-deild Stjórnartíðinda, nr. 460/2018.

Nánar um niðurstöður

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 23.04.2018–07.05.2018. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 09.05.2018.

Málsefni

Í reglugerðinni eru útfærðar nánari reglur um starfsemi fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga í samræmi við hlutverk sjóðsins eins og því var breytt með ákvæðum laga nr. 9/2018.

Fasteignasjóður Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hefur það hlutverk að jafna aðstöðu sveitarfélaga við uppbyggingu eða breytingar á fasteignum sem nýttar eru í þjónustu við fatlað fólk með miklar og/eða sértækar stuðningsþarfir, sbr. 13. gr. b laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, sbr. lög nr. 9/2018.

Samkvæmt drögunum verður heimilt að úthluta sveitarfélögum framlögum úr fasteignasjóði til eftirfarandi verkefna:

a. Til fjármögnunar á hlutdeild í stofnframlagi til byggingar búsetukjarna fyrir fatlaða íbúa með mjög miklar og/eða sértækar stuðningsþarfir á móti framlagi Íbúðalánasjóðs. Miðað er við að framlög fasteignasjóðs takmarkist við hlutdeild í fjármögnun rýma sem nauðsynleg eru vegna sameiginlegs rekstrar og þjónustu enda veiti Íbúðalánasjóður framlög vegna rýma sem teljast til íbúða. Framlög vegna hlutdeildar í fjármögnun sameiginlegra rýma sem snúa að aðgengi og nýtast til samveru, sem og rýma sem teljast til hefðbundins hlutar íbúðar í sameign, skiptast jafnt milli Íbúðalánasjóðs og fasteignasjóðs.

b. Til jöfnunar á íþyngjandi kostnaði vegna langtímaleigusamninga um húsnæði fyrir fatlað fólk sem sveitarfélögin yfirtóku samhliða yfirfærslu málaflokksins 2011.

c. Til stuðnings við nauðsynlegar endurbætur á eldra íbúðarhúsnæði fatlaðs fólks með verulegar þjónustu og stuðningsþarfir sem gera því kleyft að búa áfram á heimilum sínum.

d. Til byggingar hæfingarstöðva til að sinna lögbundnu hlutverki þeirra til hæfingar fatlaðs fólks. Miða skal við að stærð hæfingarstöðvar nemi um 15 fermetrum á hvern einstakling sem njóta á þar þjónustu á hverjum tíma, byggingarkostnaður fari ekki fram úr kr. 450.000 á hvern fermetra og framlag fasteignasjóðs nemi allt að 25% af þeim kostnaði.

e. Í öðrum sérstökum undantekningartilvikum sem talin eru falla vel að hlutverki fasteignasjóðs en sem falla þó ekki undir liði a-d hér að framan.