Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 5.2.–19.3.2018

2

Í vinnslu

  • 20.3.2018–14.2.2019

3

Samráði lokið

  • 15.2.2019

Mál nr. S-5/2018

Birt: 5.2.2018

Fjöldi umsagna: 23

Annað

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

Landsáætlun og verkefnaáætlun um innviði

Niðurstöður

Tillaga til þingsályktunar um stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum 2018-2029 var lögð fram á Alþingi á 148. löggjafarþingi. Tillagan var samþykkt 11. júní 2018, sjá https://www.althingi.is/altext/148/s/1245.html Samantekt umsagna og viðbrögð við þeim er aðgengileg á eftirfarandi vefslóð: https://www.althingi.is/altext/pdf/148/fylgiskjol/s0689-f_III.pdf

Málsefni

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til umsagnar drög að landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum. Fjallar hún um stefnumótun vegna uppbyggingar innviða á ferðamannastöðum, leiðum og svæðum. Jafnframt er kynnt verkefnaáætlun til þriggja ára.

Nánari upplýsingar

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til umsagnar drög að landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum. Fjallar hún um stefnumótun vegna uppbyggingar innviða á ferðamannastöðum, leiðum og svæðum. Jafnframt er kynnt verkefnaáætlun til þriggja ára.

Um er að ræða fyrstu 12 ára landsáætlun og þriggja ára verkefnaáætlun sem unnar eru samkvæmt lögum, nr. 20/2016, um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.

Landsáætlunin er stefnumarkandi til 12 ára um gerð innviða á ferðamannastöðum til verndar náttúru og minja og skal hún lögð fram sem þingsályktunartillaga til samþykktar Alþingis. Verkefnaáætlun setur hins vegar fram tillögur að verkefnum á ferðamannastöðum, sem lagt er til að njóti stuðnings 2018-2020, auk tillagna um eflda landvörslu.

Vakin er athygli á að samhliða áætlununum er kynnt umhverfismat þeirra í samræmi við lög um umhverfismat áætlana. Finna má umhverfisskýrsluna hér á Samráðsgátt Stjórnarráðsins.

Vakin er athygli á því að frestur til að skila inn umsögnum um drög að stefnumarkandi landsáætlun til tólf ára er í sex vikur, eða til og með 19. mars 2018, en frestur til að skila inn umsögnum um drög að verkefnaáætlun 2018-2020 er í þrjár vikur, eða til og með 26. febrúar 2018.

Verkefnisstjórn um gerð landsáætlunarinnar hefur unnið drög að þeirri áætlun sem hér er til umsagnar, en í henni sitja fulltrúar forsætisráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga, auk umhverfis – og auðlindaráðuneytis.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa landgæða

dagny.arnarsdottir@uar.is