Samráð fyrirhugað 26.04.2018—17.05.2018
Til umsagnar 26.04.2018—17.05.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 17.05.2018
Niðurstöður birtar 31.10.2018

Drög að reglugerð um mengaðan jarðveg

Mál nr. 50/2018 Birt: 26.04.2018 Síðast uppfært: 08.01.2021
  • Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Umhverfismál

Niðurstöður birtar

Reglugerðin var lögð í samráðsgátt Stjórnarráðsins til umsagnar hagsmunaaðila 26. apríl til 17. maí sl. Alls bárust tíu umsagnir um reglugerðardrögin. Tekið var tillit til umsagnanna eins og frekast var unnt við lokafrágang reglugerðarinnar. Reglugerð nr. 1400/2020 tók gildi 1. janúar 2021

Nánar um niðurstöður

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 26.04.2018–17.05.2018. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 31.10.2018.

Málsefni

Óskað er eftir umsögnum um drög að nýrri reglugerð um mengaðan jarðveg. Megintilgangur reglugerðarinnar er að stuðla að því að gæðum jarðvegs verði viðhaldið með því að setja reglur um viðbrögð við jarðvegsmengun sem miða að því að uppræta mengunina.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir athugasemdum um drög að reglugerð um mengaðan jarðveg.

Megintilgangur reglugerðarinnar er að stuðla að því að gæðum jarðvegs verði viðhaldið með því að setja reglur um viðbrögð við jarðvegsmengun sem miða að því að uppræta mengunina. Jafnframt að forðast, eða í koma í veg fyrir, skaðleg áhrif mengaðs jarðvegs með því að setja viðmiðunarmörk fyrir jarðvegsmengun og skilgreina ferli við mat á umfangi og eðli jarðvegsmengunar. Einnig er tilgangurinn að skýra ábyrgðarskiptingu og hlutverk aðila sem koma að jarðvegsmengun.

Reglugerðin tekur til jarðvegsmengunar sem verður af völdum atvinnustarfsemi hér á landi og meðhöndlunar mengaðs jarðvegs. Nýmæli er að reglur um mengaðan jarðveg séu settar hér á landi og við smíði reglugerðarinnar var tekið mið af sambærilegum reglum og gilda í nágrannalöndum.

Umsögnum skal skilað í samráðsgátt Stjórnarráðsins eigi síðar en 17. maí næstkomandi.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Gestur Guðjónsson - 02.05.2018

Reykjavík 2. maí 2018

Umhverfisráðuneytið

Í gildi hafa verið leiðbeiningar um meðhöndlun á olíumenguðum jarðvegi sem hafa reynst mjög vel, og er vonandi að við vinnslu þessarar reglugerðar hafi verið tryggt að áfram verði hægt að vinna samkvæmt þeim.

7. grein.

Ekki í samræmi við takmörkun ábyrgðar, eðilegt að samræmi sé í því, svo aðilar geti tryggt sig. Eðlilegt að vísað sé beint í lög um umhverfisábyrgð.

Varðandi skiptingu á ábyrgð milli mengunaraðila, séu þeir fleiri en einn, getur ekki verið eðlilegt að Heilbrigðisnefnd úrskurði um hlutföll kostnaðar. Heilbrigðisnefnd er ekki dómstóll og getur ekki farið með ákvörðunarvald sem þetta, enda hæfiskröfur til nefndarmanna ekki þannig. Eðlilegt er að vísa slíkum einkaréttarlegum ágreiningsefnum til almennra dómstóla eða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

8. grein.

Ekki nægjanlega nákvæmt orðalag og verður að vera í samræmi við lög um brunavarnir. Þar bera slökkvilið ábyrgð á bráðamengun, orðið mengunaróhapp getur átt við um löngu liðinn atburð eða óhapp eða aðstæður sem hafa valdið langvarandi leka.

12. og 13. grein

Hér er verið að auka flækjustig stjórnsýslunnar án sýnilegrar ástæðu, eðlilegra að mengun sé þinglýst eða skráð með öðrum hætti á lóð hjá Þjóðskrá. Þannig séu meiri líkur á að framkvæmdaaðilum og skipulagsyfirvöldum verði þetta ljóst. Þar er þegar til kerfi, eins og lýst var í áðurnefndum leiðbeiningum um meðhöndlun olíumengðas jarðvegs.

14. grein.

Umráðamaður svæðis þarf ekki að vera sveitarfélag sem er sá aðili sem hefur skipulagsvaldið. Hægt er að sjá fyrir sér að sveitarfélagið geti, án þess að umráðamaður þess geti varið sig, ákvarðað nýja landnotkun og þá eigi umráðamaðurinn að kosta hreinsun í samræmi við breytta landnotkun. Það getur ekki verið eðlilegt. Hægt er að sjá fyrir sér dæmi þar sem mengunarvaldur hafi hreinsað svæði þannig að það uppfylli kröfur til atvinnusvæðis en sé svo settur í þá stöðu að þurfa að hefja á ný hreinsunaraðgerðir sem uppfylli kröfur til íbúðarsvæðis, af því að sveitarfélaginu dettur það í hug. Vilji skipulagsyfirvöld breyta landnotkun hlýtur sama að gilda um þessar afleiðingar af breytingunni og um aðrar breytingar, þar sem skipulagsyfirvöld standa straum að þeim kostnaði sem af því hlýst.

f.h. Olíudreifingar ehf

Gestur Guðjónsson

Afrita slóð á umsögn

#2 Þorsteinn Narfason - 14.05.2018

Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis fagnar framlögðum reglugerðardrögum og gerir meðfylgjandi athugasemdir

Þorsteinn Narfason, framkvæmdastjóri.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Íris Lind Sæmundsdóttir - 16.05.2018

Meðfylgjandi er umsögn Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélaga, dags. 15. maí 2018.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Guðjón Ingi Eggertsson - 17.05.2018

Meðfylgjandi er umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um drög að reglugerð um mengaðan jarðveg.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins - 07.01.2021

Viðhengi