Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 30.4.–10.5.2018

2

Í vinnslu

  • 11.5.–18.12.2018

3

Samráði lokið

  • 19.12.2018

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-51/2018

Birt: 30.4.2018

Fjöldi umsagna: 0

Drög að frumvarpi til laga

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Drög að frumvarpi til laga um breyting á lögum nr. 88/1991, um aukatekjur ríkissjóðs, með síðari breytingum (dvalarleyfi vegna samninga við erlend ríki).

Málsefni

Til þess að stuðla að því samningar náist um tímabundna dvöl ungmenna erlendis og hérlendis er lagt til að útlendingar sem hingað koma á grundvelli slíkra samninga verði undanþegnir gjaldi fyrir dvalarleyfi.

Nánari upplýsingar

Samkvæmt ákvæði 32. tölul. 1. mgr. 14. gr. laga nr. 88/1991, um aukatekjur ríkissjóðs, ber að greiða 15.000 kr. gjald fyrir afgreiðslu umsóknar um dvalarleyfi hér á landi. Íslenskum stjórnvöldum er heimilt að gera samning við erlent ríki um dvöl ríkisborgara þess hér á landi í þeim tilgangi að kynna sér landið og menningu þess, sbr. 66. gr. laga nr. 80/2016, um útlendinga. Með frumvarpinu er lagt til að þeir sem fá dvalarleyfi á grundvelli slíks samnings verði í ákveðnum tilfellum undanþegnir gjaldtöku fyrir afgreiðslu umsóknar um dvalarleyfi. Þar sem afgreiðslugjaldið er innheimt á grundvelli lögbundinnar gjaldtökuheimildar verður aðeins vikið frá gjaldskyldunni með breytingu á lögum.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Benedikt S. Benediktsson

benedikt.benediktsson@fjr.is