Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 1.–23.5.2018

2

Í vinnslu

  • 24.5.2018–8.4.2019

3

Samráði lokið

  • 9.4.2019

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-52/2018

Birt: 2.5.2018

Fjöldi umsagna: 1

Drög að frumvarpi til laga

Dómsmálaráðuneytið

Almanna- og réttaröryggi

Frumvarp til laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Niðurstöður

Frumvarpið var sett á vef Stjórnarráðsins og birt í Samráðsgáttinni til kynningar fyrir almenningi. Ein umsögn barst í gegnum gáttina, frá Samtökum atvinnulífsins. Í umsögninni var gerð athugasemd við að í skilgreiningu á raunverulegum eiganda væri miðað við 10% eignarhald í stað 25% líkt og tilskipunin kveður á um sem lágmarkskröfu. Tekið var fullt tillit til umsagnarinnar. Mælt var fyrir frumvarpinu á Alþingi 7. nóvember 2018 sjá hér á vef Alþingis https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=149&mnr=314

Málsefni

Óskað er eftir umsögnum um drög að nýjum heildarlögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Nánari upplýsingar

Starfshópur á vegum dómsmálaráðuneytisins hefur frá því í janúar sl. unnið að innleiðingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 2015/849 frá 20. maí 2015 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Í starfshópnum eiga sæti fulltrúar frá dómsmálaráðuneytinu, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Fjármálaeftirlitinu, héraðssaksóknara og samtökum fjármálafyrirtækja.

Um er að ræða heildarendurskoðun á lögum nr. 64/2006 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Meðal helstu breytinga sem finna má í frumvarpinu eru:

- Fleiri aðilar eru felldir undir gildissvið laganna sem tilkynningarskyldir aðilar,

- Tilkynningarskyldum aðilum verður skylt að framkvæma áhættumat á starfsemi sinni,

- Umfang áreiðanleikakannana mun taka mið af áhættumati,

- Ítarlegri ákvæði um einstaklinga í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla,

- Meiri kröfur gerðar til þess að upplýsingum um raunverulega eigendur sé aflað,

- Heimildir skrifstofu fjármálagreininga lögreglu til að kalla eftir upplýsingum auknar,

- Samvinna, samhæfing og upplýsingamiðlun milli þeirra stjórnvalda sem koma að málaflokknum efld,

- Verulegar breytingar á viðurlagakafla laganna.

Athygli er vakin á því að um vinnudrög án greinargerðar er að ræða. Unnið verður áfram með frumvarpið og greinargerð næstu mánuði og fullbúin drög ásamt greinargerð kynnt til umsagnar í samráðsgáttinni í kjölfarið. Jafnframt er vakin athygli á því að endanleg ákvörðun um fyrirkomulag eftirlits, með öðrum en þeim sem falla undir eftirlit Fjármálaeftirlitsins, liggur ekki fyrir.

Þar sem innleiðingin felur í sér umfangsmiklar breytingar á núverandi löggjöf þykir ástæða til að gefa hagsmunaaðilum færi á að kynna sér drögin tímanlega og því farin sú leið að birta vinnudrög nefndarinnar til umsagnar.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar að loknum umsagnarfresti. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Dómsmálaráðuneytið

postur@dmr.is