Samráð fyrirhugað 02.05.2018—18.05.2018
Til umsagnar 02.05.2018—18.05.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 18.05.2018
Niðurstöður birtar 05.09.2018

Skýrsla um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins

Mál nr. 53/2018 Birt: 02.05.2018 Síðast uppfært: 05.09.2018
  • Dómsmálaráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála

Niðurstöður birtar

Engar umsagnir bárust í samráðsgátt

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 02.05.2018–18.05.2018. Umsagnir voru birtar í gáttinni að umsagnarfresti liðnum. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 05.09.2018.

Málsefni

Hér er kallað eftir tillögum og ábendingum um atriði sem leggja skal áherslu á við gerð skýrslu íslenska ríkisins um framkvæmd samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins (barnasáttmálann). Tillögur og ábendingar skulu berast fyrir 18. maí n.k.

Skipaður hefur verið vinnuhópur með fulltrúum dómsmálaráðuneytisins, mennta- og menningarmálaráðuneytisins, velferðarráðuneytisins, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins, sem hefur það hlutverk að skrifa skýrslu íslenska ríkisins um framkvæmd samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins (barnasáttmálann). Síðasta skýrsla Íslands var skrifuð árið 2008, en hún var tekin fyrir af nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins árið 2011.

Við gerð skýrslunnar mun vinnuhópurinn hafa víðtækt samráð bæði við börn og þá sem vinna að réttinda- og hagsmunamálum barna. Er því hér með óskað eftir ábendingum og tillögum um þau atriði sem leggja skal áherslu á í skýrslunni.

Einnig verður haldinn opinn samráðsfundur um málið mánudaginn 14. maí nk. milli kl. 14 og 16 í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Þau sem hyggjast sækja fundinn eru vinsamlegast beðin um að skrá sig með því að senda tölvupóst á netfangið mannrettindi@dmr.is eigi síðar en föstudaginn 11. maí kl. 12.