Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 9.–25.5.2018

2

Í vinnslu

  • 26.5.2018–8.4.2019

3

Samráði lokið

  • 9.4.2019

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-54/2018

Birt: 9.5.2018

Fjöldi umsagna: 2

Drög að reglugerð

Matvælaráðuneytið

Sjávarútvegur og fiskeldi

Drög að reglugerð um veiðar á kröbbum

Niðurstöður

Inn komu tvær umsóknir. Í annarri var bent á að það þyrfti ekki að takmarka veiðar á kvenkynsklettakröbbum þar sem litlar veiðar í tegundinni væru stundaðar. í hinni var lagt til að svokölluðum þróunarsjóðsbátum væri heimilt að fá leyfi til veiða á kröbbum. Drögin voru gefin út sem reglugerð nr. 671/2018, um veiðar á kröbbum.

Málsefni

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið óskar eftir athugasemdum um drög að reglugerð um veiðar á kröbbum.

Nánari upplýsingar

Núverandi fyrirkomulag

Krabbaveiðum við strendur landsins er stjórnað annars vegar með reglugerð nr. 1070/2015, um veiðar á kröbbum í innanverðum Faxaflóa og hins vegar reglugerð nr. 611/2007, um takmarkanir á heimild til veiða á kröbbum.

Þannig er krabbaveiðum utan Faxaflóa stjórnað með tilraunaleyfum skv. 13. gr. laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands nr. 79/1997 og reglugerð 611/2007. Tilraunaleyfi eru veitt af ráðneytinu skv. umsókn viðkomandi. Öllum bátum á aflamarki eða krókaaflamarki er heimilt að sækja um slíkt leyfi.

Í innanverðum Faxaflóa byggjast veiðar á reglugerð nr. 1070/2015 og eru veiðarnar takmarkaðar. Á svæðinu eru í gildi þrjú veiðileyfi. Hver bátur má vera með 500 gildrur í sjó og skylda er að landa 4 tonnum til að halda forgangi við úthlutun veiðileyfa. Ef viðkomandi bátur nær ekki framangreindu aflamagni fellur forgangur þess báts niður og er leyfinu úthlutað að nýju með hlutkesti.

Breytt fyrirkomulag krabbaveiða.

Fyrir liggur að sérleyfi samkvæmt reglugerð nr. 1070/2015, um veiðar á kröbbum í innanverðum Faxaflóa hafa ekki verið nýtt sem skyldi og veiðarnar lítt stundaðar. Tilgangur reglugerðarinnar var að skapa útgerðum ákveðinn fyrirsjáanleika og rými til veiða.

Í ljósi lítillar veiði er til skoðunar breytt fyrirkomulag krabbaveiða, sem hefði það markmið að gefa áhugasömum útgerðum kost á krabbaveiðum án takmarkana.

Samkvæmt meðfylgjandi drögum að reglugerð eru reglugerð nr. 1070/2015, um veiðar á kröbbum í innanverðum Faxaflóa og reglugerð nr. 611/2007, um takmarkanir á heimild til veiða á kröbbum, felldar brott og tekið upp nýtt leyfisveitingakerfi. Samkvæmt drögunum skal Fiskistofa gefa út leyfi til krabbaveiða óháð svæðatakmörkunum eða fjölda leyfa. Sérreglur vegna innanverðs Faxaflóa verða þannig felldar niður og tilraunaleyfi ráðherra utan Faxaflóa verða óþörf. Í meðfylgjandi drögum er gert ráð fyrir sérreglum um veiðarfæri, vitjun og merkingu lagna, afladagbækur, vigtun, skráningu og samsetningu afla eins og var í eldri reglugerð.

Vakin er athygli á efnislegri breytingu í 5. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar og í ákvæði til bráðabirgða II.

Miðað er við að nýtt fyrirkomulag taki gildi 1. september 2018.

Samráði lokið

Umsagnir voru ekki birtar í gáttinni.

Umsjónaraðili

Skrifstofa sjávarútvegs- og fiskeldis

postur@anr.is