Samráð fyrirhugað 09.05.2018—10.09.2018
Til umsagnar 09.05.2018—10.09.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 10.09.2018
Niðurstöður birtar 16.09.2021

Leyfi til reksturs báta í farþegaflutningum

Mál nr. 56/2018 Birt: 09.05.2018 Síðast uppfært: 16.09.2021
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Samgöngu- og fjarskiptamál

Niðurstöður birtar

Í kjölfar samráðs var talin þörf á frekari vinnu við reglugerðina. Alþingi hefur samþykkt ný heildarlög um skip, skipalög nr. 66/2021, sem snúa m.a. að starfsemi farþegaskipa. Ný drög að reglugerð verða kynnt í kjölfarið.

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 09.05.2018–10.09.2018. Umsagnir voru birtar í gáttinni að umsagnarfresti liðnum. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 16.09.2021.

Málsefni

Með drögunum er lagt til að settar verði reglur um starfrækslu farþegabáta og annarrar leyfisskyldrar starfsemi í atvinnuskyni á sjó, ám og vötnum.

Á undanförnum 10 árum hefur orðið talsverð þróun á umhverfi útsýnis- og skoðunarsiglinga með ferðamenn. Samgöngustofa hefur því unnið drög að reglugerð þessari. Samkvæmt lögum eru farþegaflutningar í atvinnuskyni háðir leyfi Samgöngustofu, þ.m.t. skoðunar og veiðiferðir fermanna með skipum (sjá lög nr. 47/2003, um eftirlit með skipum). Í dag eru í gildi tvær reglugerðir sem fjalla um starfsleyfi farþegabáta, þ.e. reglur nr. 661/1996, um smíði báta styttri en 6 metra, og reglugerð nr. 463/1998, um leyfi til farþegaflutninga með skipum.

Við samningu þessara draga hefur Samgöngustofa horft til framkvæmdar í nágrannaríkjum Íslands, þá sérstaklega Norðurlandanna. Markmið endurskoðunarinnar er að auka skýrleika um hvaða reglur taka til hvaða starf. Þannig yrði starfræksla farþegaskipa með farþegaleyfi undir reglugerð um leyfi til farþegaflutninga með skipum en starfræksla farþegabáta og annarrar leyfisskyldrar starfsemi yrði undir reglugerð um leyfi til reksturs báta í farþegaflutningum. Regluverkið mun þá gera ráð fyrir starfrækslu CE merktra skemmtibáta í atvinnuskyni til siglinga með allt að 12 farþega til samræmis við nágrannaþjóðir, en slíkir bátar hafa hingað til fengið leyfi á grundvelli undanþágu frá gildandi reglum út frá verklagsreglum. Regluverkið mun einnig kveða á um vel skilgreind farsvið fyrir alla farþegabáta óháð smíðaefni, þannig að samræmis og jafnræðis sé gætt. Regluverkið mundi þá endurspegla betur raunverulega framkvæmd.

Til að auka öryggi farþega í farþegabátum er lagt til að útgerðir farþegabáta hafi öryggisstjórnunarkerfi, sem sæti samþykki og úttekt Samgöngustofu, og mun starfsleyfið vera í meiri mæli beintengt því kerfi. Þannig sé ábyrgðar útgerðar á sinni starfsemi skýrari. Með þeirri kröfu er brugðist við tillögu rannsóknarnefndar samgönguslysa um aukið öryggi í harðbotna slöngubátum.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Valbjörn Steingrímsson - 24.05.2018

Sjá viðhengi með umsögn Vatnajökulsþjóðgarðs um siglingar farþegabáta.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Steinþór Arnarson - 05.09.2018

Umsögn er í fylgiskjali

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Samtök ferðaþjónustunnar - 10.09.2018

Ágæti viðtakandi,

Í viðhengi er umsögn SAF um drög að reglugerð um leyfi til reksturs báta í farþegasiglingum

Viðhengi