Samráð fyrirhugað 09.05.2018—23.05.2018
Til umsagnar 09.05.2018—23.05.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 23.05.2018
Niðurstöður birtar 22.08.2019

Drög að (7.) breytingu á byggingarreglugerð, nr. 112/2012

Mál nr. 57/2018 Birt: 09.05.2018 Síðast uppfært: 22.08.2019
  • Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Umhverfismál
  • Orkumál

Niðurstöður birtar

Reglugerð nr. 669/2018 um (7.) breytingu á byggingarreglugerð, nr. 112/2012 var undirrituð 20. júní 2018 og birt í B-deild Stjórnartíðinda 5. júlí 2018.

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 09.05.2018–23.05.2018. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 22.08.2019.

Málsefni

Um er að ræða tillögu að (7.) breytingu á byggingarreglugerð, nr. 112/2012. Efni þess varðar orkuskipti í samgöngum. Þá er einnig að finna smávægilegar breytingar eða uppfærslur í samræmi við gildandi lög, aðrar reglugerðir og staðla.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að breytingu á byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Breytingin á reglugerðinni varðar aðallega orkuskipti í samgöngum. Hún felur það í sér að lögð er sú skylda á hönnuði við hönnun mannvirkja að gera ráð fyrir tengibúnaði vegna hleðslu rafbíla. Gert er ráð fyrir að Mannvirkjastofnun gefi út leiðbeiningar um hvernig þetta skuli framkvæmt. Að öðru leyti er um að ræða nokkrar breytingar sem eru til samræmis við gildandi löggjöf og staðla.

Umsögnum skal skilað eigi síðar en 23. maí næstkomandi.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Baldur Dýrfjörð - 22.05.2018

Komið þið sæl

Hjálögð er umsögn Samorku um drög að reglugerð um breytingu á byggingareglugerð, innviðir rafbíla o.fl.

Samorka fagnar tillögunum og því að tekið hefur verið tillit til fyrri ábendinga okkar vegna fjölbýlishúsa.

Hins vegar teljum við að of skammt sé gengið vegna annars húsnæðis en íbúðarhúsnæðis. Mikilvægt er einhverjar lágmarkskvaðir séu lagðar á atvinnuhúsnæði, bílastæðahús, opinberar byggingar o.s.frv. enda munu tækifæri til hleðslu rafbíla sem víðast auka mjög líkurnar á því að fólk kaupi rafbíla ekki síst meðan innviðir í eldra fjölbýlishúsnæði eru enn ekki komnir upp.

Kveðja, starfsfólk Samorku

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Björg Ásta Þórðardóttir - 23.05.2018

Gott kvöld,

meðfylgjandi er umsögn Samtaka iðnaðarins.

Virðingarfyllst,

Björg Ásta Þórðardóttir,

lögfræðingur SI

Viðhengi