Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 9.–23.5.2018

2

Í vinnslu

  • 24.5.2018–21.8.2019

3

Samráði lokið

  • 22.8.2019

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-57/2018

Birt: 9.5.2018

Fjöldi umsagna: 2

Drög að reglugerð

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

Drög að (7.) breytingu á byggingarreglugerð, nr. 112/2012

Niðurstöður

Reglugerð nr. 669/2018 um (7.) breytingu á byggingarreglugerð, nr. 112/2012 var undirrituð 20. júní 2018 og birt í B-deild Stjórnartíðinda 5. júlí 2018.

Málsefni

Um er að ræða tillögu að (7.) breytingu á byggingarreglugerð, nr. 112/2012. Efni þess varðar orkuskipti í samgöngum. Þá er einnig að finna smávægilegar breytingar eða uppfærslur í samræmi við gildandi lög, aðrar reglugerðir og staðla.

Nánari upplýsingar

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að breytingu á byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Breytingin á reglugerðinni varðar aðallega orkuskipti í samgöngum. Hún felur það í sér að lögð er sú skylda á hönnuði við hönnun mannvirkja að gera ráð fyrir tengibúnaði vegna hleðslu rafbíla. Gert er ráð fyrir að Mannvirkjastofnun gefi út leiðbeiningar um hvernig þetta skuli framkvæmt. Að öðru leyti er um að ræða nokkrar breytingar sem eru til samræmis við gildandi löggjöf og staðla.

Umsögnum skal skilað eigi síðar en 23. maí næstkomandi.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

William Freyr Huntingdon-Williams

william.freyr@uar.is