Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 11.–25.5.2018

2

Í vinnslu

  • 26.5.–27.11.2018

3

Samráði lokið

  • 28.11.2018

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-58/2018

Birt: 11.5.2018

Fjöldi umsagna: 0

Drög að reglugerð

Heilbrigðisráðuneytið

Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa

Reglugerð um menntun, réttindi og skyldur heyrnarfræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi

Niðurstöður

Reglugerðin hefur verið birt á vef Stjórnartíðinda og er nr. 630/2018: https://www.reglugerd.is/reglugerdir/eftir-raduneytum/velferdarraduneyti/nr/0630-2018

Málsefni

Löggilding heyrnarfræðinga sem heilbrigðisstéttar.

Nánari upplýsingar

Heilbrigðisráðherra skipaði starfshóp 15. ágúst 2017 til að fara yfir þjónustu við einstaklinga með heyrnarskerðingu og talmein með það að markmiði að þjónustan mætti verða sem best. Ætlunin var að hópurinn skoðaði verkefni og hlutverk Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands með hliðsjón af verkefnum annarra aðila sem veita heyrnarskertum einstaklingum og þeim sem glíma við talmein þjónustu. Að yfirferð lokinni var starfshópnum ætlað að leggja fram tillögur til heilbrigðisráðherra um framtíðarskipulag þjónustu við heyrnarskerta og þá sem glíma við talmein.

Einn af tillögum starfshópsins var að heyrnarfræðingar yrðu löggilt heilbrigðisstétt. Heyrnarfræðingar sjá um heyrnarmælingar, fræðslu og endurhæfingu heyrnarskertra. Við greiningu á heyrnarskerðingu er mikilvægt að vinna samkvæmt viðurkenndri þekkingu, fræðum og fagmennsku. Því er lagt til að heyrnarfræðingar verði löggilt heilbrigðisstétt þannig að hægt sé að tryggja gæði þeirrar heilbrigðisþjónustu sem þeir veita. Að mati starfshópsins var brýnt að gera heyrnarfræðinga að löggiltri heilbrigðisstétt.

Í samanburði við nágrannalöndin er skortur á heyrnarfræðingurm hér á landi. Líkur eru til þess að löggilding muni fjölga nemendum í heyrnarfræði og að íslenskar menntstofnanir taki upp menntunarbraut í heyrnarfræði.

Samráði lokið

Umsagnir voru ekki birtar í gáttinni.

Umsjónaraðili

Velferðarráðuneytið

postur@vel.is