Samráð fyrirhugað 05.02.2018—19.03.2018
Til umsagnar 05.02.2018—19.03.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 19.03.2018
Niðurstöður birtar 15.02.2019

Umhverfisskýrsla stefnumarkandi landsáætlunar

Mál nr. 6/2018 Birt: 05.02.2018 Síðast uppfært: 15.02.2019
  • Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Umhverfismál

Niðurstöður birtar

Tillaga til þingsályktunar um stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum 2018-2029 var lögð fram á Alþingi á 148. löggjafarþingi. Tillagan var samþykkt 11. júní 2018, sjá https://www.althingi.is/altext/148/s/1245.html Samantekt umsagna og viðbrögð við þeim er aðgengileg á eftirfarandi vefslóð: https://www.althingi.is/altext/pdf/148/fylgiskjol/s0689-f_III.pdf

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 05.02.2018–19.03.2018. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 15.02.2019.

Málsefni

Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum er unnin í samræmi við ákvæði laga nr. 20/2016. Umhverfismat áætlunarinnar fór fram samhliða gerð hennar í samræmi við lög nr. 105/2006, um umhverfismat áætlana.

Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum er unnin í samræmi við ákvæði laga nr. 20/2016. Umhverfismat áætlunarinnar fór fram samhliða gerð hennar í samræmi við lög nr. 105/2006, um umhverfismat áætlana.

Matið var að grunni til byggt á helstu áhrifaþáttum sem felast í þeirri stefnu sem mótuð er í áætluninni og framkvæmd hennar og umhverfisþáttum sem kunna að verða fyrir verulegum áhrifum. Við matsvinnuna var byggt á fyrirliggjandi gögnum og stuðst við leiðbeiningar Skipulagsstofnunar um umhverfismat áætlana. Í vinnunni var lagt mat á hvort megin stefnumörkun áætlunarinnar fylgdi almennt markmiðum þeirra umhverfisviðmiða sem lögð eru til grundvallar umhverfismati.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Kristinn Pétursson - 18.02.2018

Vísa í kafla 4 - allan kaflann.

78. gr. stjórnarskrár: "Sveitarfélög skulu sjálf ráða málefnum sínum eftir því sem lög ákveða.

Aðalatriði ábendingar er : Sveitarfélög fara með skipulagsvaldið á sínu svæði samkvæmt skipulagslögum.

Nánar rökstutt:

1. Að baki skpulagslögum stendur 78.gr stjórarskrár, sem staðfesting um fullveldi sveitarfélaga að þessu leyti.

Álitaefni er - hvort löggjöf um Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun kunni að hafa verið stórlega ofmetin - að það sé tæplega hlutverk þessar stofnana að "yfirtaka" skipulagsvald sveitarfélaga og það með fullveldi sveitarstjórna í skipulagsmálum - og er þá vísað í 78.gr stjórnarskrár - ef það kann að þykja álitaefni - að nýtt "yfirvald sveitarfélaga í umhverfis og skipulagsmálum" - sé annað hvort Umhverfistofnun eða Skipulagsstofnun sem hér er dregið í efa að sé heimilt með tilvísun í skipulagslög og 78. gr. stjórnarskrár

2. Einnig er bent á að það er almenn regla/hefð innan ESB - að ákvarðanataka um tiltekin málefnfi sé hjá því stjórnýslustigi sem næst stendur því svæði sem til umfjöllunar er hverju sinni.

Óskað er eftir að umhevrfisráðuneytið afli staðfestra upplýsinga um þetta atriði og birti gögn um þessar reglur/hefðir/lög

3. Umhverfisráðuneytið gæti ríkulega að því - að öll málsmeðferð sem varða samskipti við sveitarfélög á þeim landssvæðum sem fjalla á síðar um - verði meðhöndluð samkvæmt þeim skilningi að sveitarfélög fari með skipulagsvaldið. Stjórnvöldum ber að virða fullveldi sveitarfélaga í skipulagsmálum.

4 Málmeðferð málefna á vegum Umhverfisráðneytis, bæði þess máls sem hér um ræðir og annrra málefna á skv. þessu að taka mið af því að sveitarfélög á Íslandi fari með skipulagsvaldið - stutt 78.gr.stjórnarskrár. Umhverfisráðuneytinu ber því að virða fullveldi sveitarfélaga í skipulagsmálum og sjá til þess að þær stofnanir sem heyra undir ráðuneytið eins og t.d. Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun gæti þess að virða fullveldi sveitarfélaga á Íslandi í skiplagsmálum samkvæmt ofangreindu.

Afrita slóð á umsögn

#2 Reykjanes jarðvangur ses. - 16.03.2018

Fyrir hönd Reykjaness UNESCO hnattræns jarðvangs vil ég koma á framfæri ábendingum varðandi kafla 5.1.9 um alþjóðlega samninga og viðmið. Þar sem fjallað er um alþjóðlega samninga er rétt að telja með samþykkt UNESCO um hnattræna jarðvanga.

Áætlun um hnattræna jarðvanga var samþykkt á aðalráðstefnu UNESCO, Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, sem fór fram í París 3.-18. nóvember 2015. Með samþykktinni innleiddi UNESCO formlegt samstarf sem verið hefur á milli UNESCO og alþjóðlegra samtaka jarðvanga, Global Geoparks Network frá 2004.

Íslensku jarðvangarnir eru samstarfsverkefni íbúa og stjórna sveitarfélaganna, fræðasamfélagsins og náttúrtengdra fyrirtækja sem vinna sameiginlega að því að byggja sterkara samfélag á gildum menntunar, verndar og nýtingar merkra jarðminja, menningarminja og náttúru. Aðild að UNESCO áætluninni er markaðssetning fyrir svæðin enda gerðar strangar kröfur til aðildarfélaga.

Katla jarðvangur nær yfir sveitarfélögin Rangárþing eystra, Mýrdalshrepp og Skaftárhrepp. Sérstaða jarðvangsins er eldvirkni og samspil eldvirkni og jökla. Yfir 150 eldsumbrot hafa mótað landið frá landnámi og haft áhrif á náttúrufar, búsetu og lifnaðarhætti fram til dagsins í dag.

Reykjanes jarðvangur nær yfir land fimm sveitarfélaga, þ.e. Grindavíkurbæ, Reykjanesbæ, Sandgerðisbæ, Sveitarfélagið Garð og Sveitarfélagið Voga. Sérstaða jarðvangsins er Mið-Atlantshafshryggurinn og afleiðingar hans, s.s. jarðhiti, skjálftavirkni, eldsumbrot og hreyfingar Evrasíu og Norður-Ameríkuflekans.

Frekari upplýsingar má nálgast á heimasíðu UNESCO: http://www.unesco.org/new/en/natural-sciences/environment/earth-sciences/unesco-global-geoparks/

Og í þýddu upplýsingariti sem UNESCO gaf út um jarðvanga: http://www.reykjanesgeopark.is/static/files/Pdf/hnattraenir-unesco-jardvangar.pdf

Þar segir m.a.: „Hnattrænir UNESCO jarðvangar mynda ásamt hinum tveimur UNESCO útnefningunum – verndarsvæðum lífhvolfa (e. Biosphere Reserves) og heimsminjum (e. World Heritage) – eina samfellda heild. Þar er okkar sameiginlegu arfleifð haldið á lofti og á sama tíma reynt að varðveita menningarlega, líffræðilega og jarðfræðilega fjölbreytni heimsins og stuðla að sjálfbærri efnahagsþróun.“

F.h. Reykjanes jarðvangs

Eggert Sólberg Jónsson

Afrita slóð á umsögn

#3 Jón Guðmundur Guðmundsson - 18.03.2018

Skilgreining á ferðamannaleiðum.

Það er tekið fram að ferðamannaleiðir (reiðvegir, göngu- og hjólaleiðir) eigi að vera aðskildar frá meginvegakerfi hálendisins, en það er ekki talað um ökuleiðir sem ferðamannaleiðir.

Eiga ferðamenn eingöngu að vera gangandi, hjólandi eða ríðandi?

Það er mikið af leiðum á hálendinu sem ferðamenn aka eftir, og það er ekki vísað í neitt sem heitir meginvegakerfi hálendisins eða skilgreiningar á því.

Afrita slóð á umsögn

#4 Már Einarsson - 19.03.2018

Sjá umsögn Þjóðminjasafns Íslands í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Ungir umhverfissinnar - 19.03.2018

Ungir umhverfissinnar fagna áframhaldandi vinnu vegna stefnumarkandi landsáætlunar um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum, þ.m.t. gerð umræddrar umhverfisskýrslu. Ekki eru gerðar sérstakar athugasemdir við umhverfisskýrsluna og vill félagið lýsa ánægju sinni yfir því hve vel umrædd vinna hefur farið af stað.

f.h. stjórnar Ungra umhverfissinna

Pétur Halldórsson, formaður

Afrita slóð á umsögn

#6 Fjarðabyggð - 19.03.2018

Sveitarfélagið Fjarðabyggð fagnar vinnu Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins á landsáætlun til uppbyggingar innviða til verndar náttúru og sögulegum minjum. En Fjarðabyggð vill jafnframt benda á að við auknar kröfur hins opinbera á hendur sveitarfélaga, stofnanna, félagasamtaka sem og einkaaðila er mikilvægt að fjármagn sé tryggt til þeirra aðgerða sem krafist er um. Í þessu samhengi má nefna áherslur landsáætlunarinnar um gerð deiliskipulags fyrir ferðamannastaði og náttúrusvæði. Kostnaður við gerð deiliskipulags er gríðar mikill og því þarft að liggja fyrir, af hendi hins opinbera, að það fylgi fjármagn til að fara í þá vinnu.

Einnig er ljóst að hið opinbera þarf að tryggja stöðu sérfræðings hér á Austfjörðum. Í dag er staðan þannig að hér í landshlutanum er enginn á vegum hins opinbera með aðsetur í landshlutunum til að sinna málum náttúruverndar, umsjónar á friðlýstum svæðum eða þeim sem eru á náttúruminjaskrá hjá Umhverfisstofnunin. Sérfræðingur landshlutans er bæði búsettur og með aðsetur í Reykjavík, sem er með öllu ótækt.

Í drögunum kemur fram að auka eigi við landvörslu og fagnar Fjarðabyggð þeirri ákvörðun í drögunum. En sveitarfélagið vill jafnframt benda á að landvarsla þurfi að vera fyrir fleiri svæði en einungis þau sem eru friðlýst. Einnig þurfi að huga að svæðum sem eru á náttúruminjaskrá og svokölluðum ferðamannasvæðum sem eru án friðlýsingar.

fh. Fjarðabyggðar

Anna Berg Samúelsdóttir

Umhverfisstjóri

Viðhengi