Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 5.2.–19.3.2018

2

Í vinnslu

  • 20.3.2018–14.2.2019

3

Samráði lokið

  • 15.2.2019

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-6/2018

Birt: 5.2.2018

Fjöldi umsagna: 6

Annað

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

Umhverfisskýrsla stefnumarkandi landsáætlunar

Niðurstöður

Tillaga til þingsályktunar um stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum 2018-2029 var lögð fram á Alþingi á 148. löggjafarþingi. Tillagan var samþykkt 11. júní 2018, sjá https://www.althingi.is/altext/148/s/1245.html Samantekt umsagna og viðbrögð við þeim er aðgengileg á eftirfarandi vefslóð: https://www.althingi.is/altext/pdf/148/fylgiskjol/s0689-f_III.pdf

Málsefni

Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum er unnin í samræmi við ákvæði laga nr. 20/2016. Umhverfismat áætlunarinnar fór fram samhliða gerð hennar í samræmi við lög nr. 105/2006, um umhverfismat áætlana.

Nánari upplýsingar

Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum er unnin í samræmi við ákvæði laga nr. 20/2016. Umhverfismat áætlunarinnar fór fram samhliða gerð hennar í samræmi við lög nr. 105/2006, um umhverfismat áætlana.

Matið var að grunni til byggt á helstu áhrifaþáttum sem felast í þeirri stefnu sem mótuð er í áætluninni og framkvæmd hennar og umhverfisþáttum sem kunna að verða fyrir verulegum áhrifum. Við matsvinnuna var byggt á fyrirliggjandi gögnum og stuðst við leiðbeiningar Skipulagsstofnunar um umhverfismat áætlana. Í vinnunni var lagt mat á hvort megin stefnumörkun áætlunarinnar fylgdi almennt markmiðum þeirra umhverfisviðmiða sem lögð eru til grundvallar umhverfismati.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa landgæða

dagny.arnarsdottir@uar.is