Samráð fyrirhugað 16.05.2018—31.05.2018
Til umsagnar 16.05.2018—31.05.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 31.05.2018
Niðurstöður birtar 15.08.2019

Reglugerð um breytingu á reglugerð um F-gas

Mál nr. 60/2018 Birt: 16.05.2018 Síðast uppfært: 15.08.2019
  • Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Umhverfismál

Niðurstöður birtar

Reglugerð nr. 1279/2018 um (2.) breytingu á reglugerð nr. 834/2010 um flúoraðar gróðurhúsalofttegundir undirrituð 21. desember 2018 og birt í B-deild Stjórnartíðinda 28. desember 2018.

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 16.05.2018–31.05.2018. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 15.08.2019.

Málsefni

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að breytingu á á reglugerð nr. 834/2010 um flúoraðar gróðurhúsalofttegundir. Breytingin á reglugerðinni varðar vottun starfsmanna og fyrirtækja sem starfa samkvæmt reglugerðinni og þekkingar- og færnismat. Umsögnum skal skilað eigi síðar en 31. maí 2018 í samráðsgátt https://samradsgatt.island.is/ eða á netfangið postur@uar.is eða í bréfpósti

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Baldur Dýrfjörð - 17.05.2018

Hjálögð er umsögn Samorku um drög að reglugerð um mengaðan jarðveg.

Samorka fagnar tillögunni en setur fram hugleiðingar vegna hagsmuna vatnsverndarsvæða og þar með hættunni á að mengunartilvikum á afskektum svæðum kunni að vera leynt ef ábyrgðarreglur eru mjög strangar ekki síst á afleiddu tjóni. Hagsmunir vatnsveitna verða alltaf nr. 1, 2 og 3 að fá tilkynningu um tjónið.

Viðhengi