Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 1.–23.6.2018

2

Í vinnslu

  • 24.6.–27.11.2018

3

Samráði lokið

  • 28.11.2018

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-61/2018

Birt: 31.5.2018

Fjöldi umsagna: 3

Drög að reglugerð

Heilbrigðisráðuneytið

Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa

Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð um menntun, réttindi og skyldur sálfræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi og sérfræðileyfi nr. 1130/2012

Niðurstöður

Niðurstaða máls er sú að þrjár umsagnir bárust og var tekið tilit til þeirra efitr atvikum. Reglugerðin hefur verið samþykkt og birt á vef Stjórnartíðinda: https://www.reglugerd.is/reglugerdir/eftir-raduneytum/velferdarraduneyti/nr/0666-2018

Málsefni

Breyting (3) á reglugerð um menntun, réttindi og skyldur sálfræðinga.

Nánari upplýsingar

Háskóla Íslands óskaði vegna breytinga á skipulagi við Sálfræðideild Háskóla Íslands eftir því að breyting yrði gerð 3. og 6. gr. reglugerðarinnar. Meginástæða ástæða breytinganna er að notkun heitisins kandídatspróf (cand. psych.) er talin vera orðin úrelt og MS gráða sé það heiti sem notað sé á alþjóðlegum vettvangi. Með vísan til ofanritaðs er lagt til að í 1. málsl. 3. gr. reglugerðar nr. 1130/2012 sé vísað til MS- prófs í hagnýtri sálfræði, kjörsvið klínísk sálfræði í stað cand. psych. náms. Haldið er þó inni i a. lið 1. málsl. 3. gr. cand. psych. námi vegna þeirra sem enn eru í námi og hafa í hyggju að stunda sérnám og hljóta sérfræðileyfi og eru með cand. psych. nám.

Þá er í ákvæði til bráðabirgða sett inn að þeir sem hafa fyrir gildistöku reglugerðarinnar hafið cand. psych. nám en ekki lokið því geti óskað eftir óbreyttum titli á prófgráðu og hlotið starfsréttindið cand. psych. eða brautskráðst með MS -próf.

Þá er lögð til breyting á 2. tölul. 6. gr. til samræmis við breytingu á 3. gr. varðandi skilyrði fyrir því að hljóta sérfræðileyfi.

Þá er lögð til breyting á ákvæði til bráðabirgða, varðandi gildistöku kröfu um 12 mánaða verklega þjálfun undir handleiðslu, að loknu tveggja ára framhaldsnámi (MS/cand. psych. nám) frá sálfræðideild heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Ísland eða tveggja ára MSc nám í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík, til að hljóta starfsleyfi. Ákvæðinu var síðast breytt 2017 og gildistöku 2. málsl. 1. mgr. 3. gr. þá frestað til 1. júlí 2018. Reynslan hefur sýnt að ákveðin óvissa er varðandi möguleika sálfræðikandídata á að fá stöður til að geta lokið verklegri þjálfun. Til að unnt sé að vinna frekar að því að draga úr óvissu sem nú er uppi er lagt til að gildistöku 2. málsl. 1. mgr. 3. gr. verði frestað enn frekar eða til 1. júlí 2020, svo að unnt verði að vinna frekar í að koma verklegri þjálfun sálfræðikandídata í viðunandi horf.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar að loknum umsagnarfresti. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Velferðarráðuneytið

postur@vel.is