Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 4.–18.6.2018

2

Í vinnslu

  • 19.6.–23.7.2018

3

Samráði lokið

  • 24.7.2018

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-62/2018

Birt: 4.6.2018

Fjöldi umsagna: 1

Drög að reglugerð

Innviðaráðuneytið

Sveitarfélög og byggðamál

Drög að reglugerð um fjárhæð dagsekta vegna vanrækslu sveitarfélaga

Niðurstöður

Reglugerðardrögin voru til kynningar á samráðsgátt Stjórnarráðsins um tveggja vikna skeið. Ein umsögn barst frá einstaklingi þar sem lagðar voru til tvær breytingar. Annars vegar að fjarlægja vísun til íbúafjölda sveitarfélags og hins vegar að vísitölubinda viðmiðunarfjárhæðir. Umsögnin var ekki talin gefa tilefni til breytinga á drögunum þar sem sveitarstjórnarlög kveða á um að ákvörðun um dagsektir skuli m.a. taka mið af íbúafjölda sveitarfélags. Þá er talið einfaldara og skýrara að breyta frekar reglugerðinni ef þörf verður á að hækka viðmiðunarfjárhæðir dagsekta frekar en að vísitölubinda fjárhæðirnar. Reglugerðin hefur verið birt, nr. 706/2018.

Málsefni

Í reglugerðinni eru tilgreindar lágmarks- og hámarksfjárhæðir dagsekta sem leggja má á sveitarfélög sem vanrækja lögbundnar skyldur sínar.

Nánari upplýsingar

Í 116. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, segir að vanræki sveitarfélag lögbundnar skyldur, svo sem um skil á upplýsingum, að fylgja ákvörðunum sem ráðherra tekur skv. VIII. kafla laganna, úrskurði skv. 111. gr. eða fyrirmælum skv. 112. gr. geti ráðuneytið, að undangenginni áminningu, stöðvað greiðslur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga eða beitt sveitarfélagið dagsektum þar til úr vanrækslunni hefur verið bætt. Skal ráðherra í reglugerð ákveða lágmarks- og hámarksfjárhæð dagsekta. Ákvörðun um dagsektir skal taka mið af alvarleika brots og íbúafjölda sveitarfélags.

Hér eru birt til umsagnar drög að framangreindri reglugerð um fjárhæð dagsekta, en slík reglugerð hefur enn ekki verið sett. Fjárhæðirnar (25-300 þ.kr.) eru í samræmi við þau viðmið sem fram komu í greinargerð með frumvarpi sveitarstjórnarlaganna.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa sveitarfélaga og byggðamála

postur@srn.is