Samráð fyrirhugað 18.06.2018—10.09.2018
Til umsagnar 18.06.2018—10.09.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 10.09.2018
Niðurstöður birtar

Starfsemi skoðunarstofa skipa

Mál nr. 65/2018 Birt: 11.06.2018 Síðast uppfært: 05.09.2018
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Samgöngu- og fjarskiptamál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (18.06.2018–10.09.2018). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Með drögum þessum er lagt til að sett verði ný heildarreglugerð um starfsemi skoðunarstofa skipa.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur, í samráði við Samgöngustofu, unnið drög að reglugerð um starfsemi skoðunarstofa skipa. Um er að ræða nýja heildarreglugerð sem kemur í stað reglugerðar nr. 94/2004, um starfshætti faggiltra skoðunarstofa skipa og búnaðar, með síðari breytingum.

Drögin byggja á tillögum sem Samgöngustofa hefur unnið í samráði við faggiltar skoðunarstofur og Einkaleyfastofu.

Helstu breytingarnar sem lagðar eru til eru eftirfarandi:

- Breytt gildissvið: Í stað þess að mælt sé fyrir um hvaða skipum skoðunarstofum er heimilt að skoða í 1. gr. komi sá listi fram í auglýsingu sem Samgöngustofa gefur út í Stjórnartíðindum.

- Breytt hugtakanotkun: Fallið verði frá því að tala um „faggiltar skoðunarstofur" og þess í stað tekið upp hugtakið „skoðunarstofur". Ekki er þó um efnislega breytingu að ræða enda er áfram gert ráð fyrir að skoðunarstofur hljóti faggildingu í samræmi við staðla og lög um faggildingu, o.fl.

- Skoðun á búnaði: Fallið verði frá svokölluðum A- og B-faggildingum. Þess í stað verði sett sérstök reglugerð um þjónustuaðila skipsbúnaðar.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Lárus Michael Knudsen Ólafsson - 02.08.2018

Meðfylgjandi er umsögn SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu um drög að reglugerð um starfsemi skoðunarstofa skipa.

Viðhengi