Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 18.6.–10.9.2018

2

Í vinnslu

  • 11.–11.9.2018

3

Samráði lokið

  • 12.9.2018

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-66/2018

Birt: 11.6.2018

Fjöldi umsagna: 0

Drög að reglugerð

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Þjónustuaðilar skipsbúnaðar

Niðurstöður

Engar athugasemdir bárust.

Málsefni

Með drögum þessum er lagt til að sett verði reglugerð um starfsemi þjónustuaðila skipsbúnaðar.

Nánari upplýsingar

Með drögum þessum er lagt til að sett verði reglugerð um starfsemi þjónustuaðila skipsbúnaðar. Um er að ræða nýmæli en reglugerð nr. 94/2004, um starfshætti faggiltra skoðunarstofa skipa og búnaðar, gerir ráð fyrir að þjónustuaðilar skipsbúnaðar séu svokallaðar B-faggiltar skoðunarstofur. Í framkvæmd hefur ekki komið til B-faggildingar. Ástæður þess eru helst þær að um er að ræða lítinn markað þar sem nokkuð er um mjög lítil fyrirtæki. Að mati Samgöngustofu er B-faggilding mjög íþyngjandi krafa gagnvart slíkum aðilum. Þannig má horfa til þess að alþjóðlegar kröfur til þjónustuaðila skipsbúnaðar samkvæmt alþjóðasamningur um öryggi mannslífa á hafinu, 1974 (SOLAS), gerir ekki ráð fyrir faggildingu.

Þjónustuaðilar skipsbúnaðar hafa í gegnum tíðina verið viðurkenndir á grundvelli verklagsreglna Samgöngustofu. Verklagsreglurnar byggja á ákvæðum tæknilegra reglugerða um smíði og búnað skipa. Í verklagsreglunum hefur m.a. verið höfð hliðsjón af ákvæðum reglugerðar nr. 588/2002, um þjónustustöðvar gúmmíbjörgunarbáta, sem byggir á SOLAS-samningnum, bæði hvað varðar kröfur til þjónustuaðilans og eftirlits með honum.

Með drögunum er leitast eftir því að hrófla sem minnst við því sem vel hefur gengið í framkvæmd. Endanlega er horfið frá kröfum um samþykki framleiðanda og þá er gerð krafa um gæðakerfi. Með því að bjóða upp á að nota óvottað gæðakerfi ættu drögin ekki að hafa íþyngjandi áhrif á minni þjónustuaðila. Skýrt er kveðið á um útgáfu starfsleyfis fyrir þjónustuaðila, skilyrði þess og viðurlög ef brotið er gegn starfsleyfi.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

postur@srn.is