Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 18.6.–10.9.2018

2

Í vinnslu

  • 11.2018–15.9.2021

3

Samráði lokið

  • 16.9.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-67/2018

Birt: 11.6.2018

Fjöldi umsagna: 5

Drög að reglugerð

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Leyfi til farþegaflutninga með skipum

Niðurstöður

Í kjölfar samráðs var talin þörf á frekari vinnu við reglugerðina. Alþingi hefur samþykkt ný heildarlög um skip, skipalög nr. 66/2021, sem snúa m.a. að starfsemi farþegaskipa. Ný drög að reglugerð verða kynnt í kjölfarið.

Málsefni

Með drögum þessum er lagt til að sett verði ný reglugerð um leyfi til farþegaflutninga með skipum.

Nánari upplýsingar

Samhliða vinnu við drög að reglugerð um leyfi til reksturs báta í farþegaflutningum (sjá mál á samráðsgátt nr. 56/2018) hefur Samgöngustofa unnið að endurskoðun reglugerðar nr. 463/1998, um leyfi til farþegaflutninga með skipum. Með drögunum er fyrst og fremst gerðar breytingar í ljósi fenginnar reynslu. Ákvæði reglugerðar nr. 463/1998 eru ekki ítarleg og talsvert svigrúm til útfærslu. Helsta nýjungin sem lögð er til er krafa um öryggisstjórnunarkerfi. Helstu breytingar aðrar eru eftirfarandi:

- Lagt er til að mælt verði nánar fyrir um þær kröfur sem gerðar eru til smíði og búnaðar skipa í farþegaflutningum og þær taki mið af því hafsvæði sem skipið er starfrækt á.

- Lagt er til að skip, sem einungis sigla í útsýnis- og skoðunarferðum, fái tiltekið svigrúm við úthlutun hafsvæða við hagstæðar aðstæður.

- Lagt er til að fyrir skip, sem ekki falla undir reglugerð nr. 337/2009, séu settar sambærilegar kröfur og gerð er í máli nr. 56/2018. Áhættumat yrði þar jafnframt hluti af öryggisstjórnunarkerfinu.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

postur@srn.is