Samráð fyrirhugað 12.06.2018—19.06.2018
Til umsagnar 12.06.2018—19.06.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 19.06.2018
Niðurstöður birtar

Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 1077/2006 um ávísanir tannlækna á lyf.

Mál nr. S-68/2018 Birt: 11.06.2018 Síðast uppfært: 12.06.2018
  • Velferðarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (12.06.2018–19.06.2018). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Velferðarráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að 3. breytingu á reglugerð nr. 1077/2006 um ávísanir tannlækna á lyf.

Velferðarráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að 3. breytingu á reglugerð nr. 1077/2006 um ávísanir tannlækna á lyf. Er drögum þessum að breytingum ætlað að bregðast við uppfærslu sem hefur verið gerð á ATC flokkum auk þess að laga reglugerðina að þeim breytingum sem hafa orðið á lögum, en lög um tannlækningar nr. 38/1985 hafa verið felld úr gildi.