Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 13.–29.6.2018

2

Í vinnslu

  • 30.2018–30.6.2021

3

Samráði lokið

  • 1.7.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-69/2018

Birt: 12.6.2018

Fjöldi umsagna: 0

Annað

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Matslýsing umhverfismats samgönguáætlunar 2019-2033

Niðurstöður

Engar athugasemdir bárust við matslýsinguna og var mat á umhverfisáhrifum samgönguáætlunar unnið á grundvelli hennar.

Málsefni

Unnið er að gerð stefnumótandi samgönguáætlunar 2019-2033. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir nú matslýsingu umhverfismats samgönguáætlunar í samráðsgátt. Umsagnarfrestur er til 29. júní nk.

Nánari upplýsingar

Unnið er að gerð stefnumótandi samgönguáætlunar 2019-2033. Samgönguáætlun skal meta á grundvelli laga um umhverfismat áætlana og er samkvæmt 12. gr. skipulagslaga skipulagsskyld. Í matslýsingunni, sem nú er kynnt, er gerð grein fyrir því með hvaða hætti umhverfismat samgönguáætlunar verður unnið og hvaða þættir verða lagðir til grundvallar. Markmið umhverfismatsins er að stuðla að sjálfbærri þróun og draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum samgangna, jafnframt því að stuðla að því að tekið verði tillit til umhverfissjónarmiða við mótun samgöngustefnu. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið mun í kjölfarið taka saman yfirlit um athugasemdir og ábendingar sem berast og hvernig þær muni nýtast við gerð umhverfisskýrslu.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa samgangna

postur@srn.is