Samráð fyrirhugað 05.02.2018—20.02.2018
Til umsagnar 05.02.2018—20.02.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 20.02.2018
Niðurstöður birtar 25.11.2018

Áform um lagasetningu um Ferðamálastofu, ferðamálaráð og leyfisveitingar í ferðaþjónustu

Mál nr. 7/2018 Birt: 05.02.2018 Síðast uppfært: 25.11.2018
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Ferðaþjónusta

Niðurstöður birtar

Engar umsagnir bárust. Frumvarp var lagt fram á Alþingi vorið 2018, sjá https://www.althingi.is/altext/148/s/0695.html.

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 05.02.2018–20.02.2018. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 25.11.2018.

Málsefni

Áformað er að setja lög um Ferðamálastofu, ferðamálaráð og leyfisveitingar í ferðaþjónustu sem leysa munu af hólmi núgildandi lög um skipan ferðamála, nr. 73/2005.

Áformað er að skilgreina og afmarka betur stjórnsýslu ferðamála með nýjum heildarlögum um Ferðamálastofu, ferðamálaráð og um leyfisveitingar í ferðaþjónustu. Einnig verður sérstaklega tekið á öryggismálum í ferðaþjónustu ásamt því að gerðar verða breytingar sem tengjast innleiðingu tilskipunar ESB um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun, 2015/2302/ESB.