Samráð fyrirhugað 13.06.2018—13.08.2018
Til umsagnar 13.06.2018—13.08.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 13.08.2018
Niðurstöður birtar 20.12.2018

Drög að reglugerð um biðlista, forgangsröðun og úrræði á biðtíma eftir þjónustu.

Mál nr. 70/2018 Birt: 13.06.2018 Síðast uppfært: 20.12.2018
  • Velferðarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Örorka og málefni fatlaðs fólks

Niðurstöður birtar

Alls bárust fimm umsagnir, þrjár í samráðsgátt og tvær í tölvupósti til ráðuneytis. Tekið var tillit til athugasemda eftir atvikum. Reglugerðin hefur verið birt á vef Stjórnartíðinda undir númerinu 1035/2018 https://www.reglugerd.is/reglugerdir/eftir-raduneytum/velferdarraduneyti/nr/21287

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 13.06.2018–13.08.2018. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 20.12.2018.

Málsefni

Velferðarráðuneytið óskar eftir umsögnum um reglugerð um biðlista, forgangsröðun og úrræði á biðtíma eftir þjónustu skv. lögum nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

Samhliða gildistöku laga nr. 38/2018, um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, er stefnt að birtingu reglugerða með stoð í lögunum. Meðal þeirra er reglugerð um biðlista, forgangsröðun og úrræði á biðtíma eftir þjónustu. Velferðarráðuneytið óskar eftir umsögum um drög að reglugerðinni sem unnin hafa verið í samráði við hagsmunaaðila.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Bára Sigurjónsdóttir - 18.07.2018

Meðfylgjandi eru athugasemdir velferðarsviðs Reykjavíkurborgar um biðlista, forgangsröðun og úrræði á biðtíma eftir þjónustu.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Hrefna Sigurðardóttir - 02.08.2018

Meðfylgjandi eru athugasemdir Áss styrktarfélags vegna reglugerðar um biðlista, forgangsröðun og úrræði á biðtíma eftir þjónustu.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Þroskahjálp,landssamtök - 13.08.2018

Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um drög að reglugerð um biðlista, forgangsröðun og úrræði á biðtíma eftir þjónustu.

Landssamtökin þroskahjálp árétta hér með eftirfarandi athugasemdir við reglugerðardrögin.

2. mgr. 1. gr. Gildissvið.

Þar kemur fram að reglugerðin gildi „ekki um biðlista eftir húsnæðisúrræði“. Samtökin árétta mikilvægi þess að settar verði reglur um það til að tryggja að sú framkvæmd verði í fullu samræmi við málshraðareglu stjórnsýslulaga. Mikill misbrestur hefur verið á því, sbr. m.a. álit umboðsmanns Alþingis í máli nr. 9164/2016 (frumkvæðisathugun vegna húsnæðisvanda) og nýlega úrskurði úrskurðarnefndar velferðarmála varðandi meðferð og afgreiðslu umsókna um húsnæði.

Með vísan til framangreinds leggja Landssamtökin Þroskahjálp mikla áherslu á að reglugerðir sem varða húsnæðisúrræði fyrir fatlað fólk verði endurskoðaðar án frekari tafa þannig að reglur sem um það gilda tryggi eins vel og nokkur kostur er að við meðferð og afgreiðslu umsókna um búsetu og við framfylgd ákvarðana þar að lútandi verði farið í hvívetna að málshraðareglum stjórnsýsluréttar.

2. – 3. gr. Markmið / Biðlistar.

Afar mikilvægt er að reglugerð þessi sé í fullu samræmi við málshraðareglu stjórnsýslulaga og álit umboðsmanns Alþingis úrskurði úrskurðarnefndar velferðarmála og skýrslur ríkisendurskoðanda sem hafa þýðingu í því sambandi.

Samtökin leggja mikla áherslu á mikilvægi þess að í reglugerðinni verði kveðið á um hámark þess tíma sem má líða frá því að umsókn um þjónustu berst stjórnvaldi þar til stjórnvaldið tekur afstöðu til umsóknarinnar, þ.e. samþykkir hana, hafnar henni eða gefur aðila kost á að leggja fram frekari upplýsingar eða gögn eða lagfæra annmarka á umsókn sem eðlilegt og málefnalegt er að gera kröfu um til að stjórnvald geti tekið afstöðu til umsóknar. Við þessa framkvæmd þarf stjórnvald að gæta vel að skyldum til að tilkynna aðila um meðferð og stöðu máls með skýrum og skiljanlegum hætti og taka í því sambandi tillit til fötlunar hlutaðeigandi einstaklings eftir því sem við á. Stjórnvald þarf einnig að gæta vel að öðrum leiðbeiningarskyldum sínum og eftir atvikum skyldum til rökstuðnings.

Ef slíkt ákvæði um hámarkstíma sem má líða þar til stjórnvald tekur afstöðu til umsóknar, sbr. framangreint, er ekki í reglugerðinni er augljóst að hagsmunir aðila eru ekki varðir með fullnægjandi hætti eins og að er stefnt með lagaákvæðum þeim sem liggja til grundvallar reglugerðinni og nauðsynlegt er í ljósi reynslu og úrskurða og álita ofanefndra eftirlitsaðila með stjórnsýslunni. Þá er ljóst að ef slíku ákvæði um hámarkstíma er ekki til að dreifa í reglugerðinni er hætta á að hlutaðeigandi stjórnvald dragi að taka afstöðu til umsóknar til að komast hjá því aðhaldi varðandi málshraða sem ákvæði reglugerðarinnar veita.

2. mgr. 3. gr. Biðlistar.

Landssamtökin Þroskahjálp telja nauðsynlegt m.t.t. réttaröryggis þjónustuþega, jafnræðis og samræmis milli sveitarfélaga / þjónustusvæða að kveðið verði með skýrari hætti á um hvaða ástæður geti réttlætt tafir á þjónustu en gert er í reglugerðardrögunum. Þá er nauðsynlegt, að mati samtakanna, að hafa þær ástæður eins fáar og þröngar og mögulegt er til að reglugerðin geti náð því markmiði sínu að bæta réttarstöðu þjónustuþega m.t.t. málshraða.

4. gr. Röðun á bilista.

Landssamtökin þroskahjálp telja nauðsynlegt m.t.t. gagnsæis og jafnræðis og samræmis innan sveitarfélaga / þjónustusvæða sem og á milli þeirra að í reglugerðinni verði með skýrari hætti og helst tæmandi kveðið á um til hvaða atriða eigi að líta „við mat og þörf á forgangi.“ Þá telja samtökin mikilvægt, með vísan til þess sama, að skýrt verði betur hvað felst í einstökum töluliðum greinarinnar.