Samráð fyrirhugað 13.06.2018—13.08.2018
Til umsagnar 13.06.2018—13.08.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 13.08.2018
Niðurstöður birtar 20.12.2018

Drög að reglugerð um starfsleyfi til félagasamtaka, sjálfseignarstofnana og annarra einkaaðila sem veita þjónustu við fatlað fólk.

Mál nr. 72/2018 Birt: 13.06.2018 Síðast uppfært: 20.12.2018
  • Velferðarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Örorka og málefni fatlaðs fólks

Niðurstöður birtar

Alls bárust sex umsagnir, tvær í samráðsgátt og fjórar í tölvupósti til ráðuneytis. Tekið var tillit til athugasemda eftir atvikum. Reglugerðin hefur verið birt á vef Stjórnartíðinda undir númerinu 1033/2018. https://www.reglugerd.is/reglugerdir/eftir-raduneytum/velferdarraduneyti/nr/21286

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 13.06.2018–13.08.2018. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 20.12.2018.

Málsefni

Velferðarráðuneytið óskar eftir umsögnum um reglugerð um starfsleyfi til félagasamtaka, sjálfseignarstofnana og annarra einkaaðila sem veita þjónustu við fatlað fólk skv. lögum nr. 38/2018.

Samhliða gildistöku laga nr. 38/2018, um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, er stefnt að birtingu reglugerða með stoð í lögunum. Meðal þeirra er reglugerð um starfsleyfi til félagasamtaka, sjálfseignarstofnana og annarra einkaaðila sem veita þjónustu við fatlað fólk. Velferðarráðuneytið óskar eftir umsögum um drög að reglugerðinni sem unnin var í samráði við hagsmunaaðila

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Hrefna Sigurðardóttir - 02.08.2018

Meðfylgjandi eru athugasemdir Áss styrktarfélags vegna reglugerðr um starfsleyfi til félagasamtaka, sjálfseignarstofnana og annarra einkaaðila sem veita þjónustu við fatlað fólk

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Jón Hrói Finnsson - 13.08.2018

Sjá meðfylgjandi skrá.

Viðhengi