Samráð fyrirhugað 13.06.2018—13.08.2018
Til umsagnar 13.06.2018—13.08.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 13.08.2018
Niðurstöður birtar 20.12.2018

Drög að reglugerð um eftirlit og eftirfylgni vegna þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

Mál nr. 74/2018 Birt: 13.06.2018 Síðast uppfært: 20.12.2018
  • Velferðarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Örorka og málefni fatlaðs fólks

Niðurstöður birtar

Alls bárust fimm umsagnir, fjórar í samráðsgátt og ein í tölvupósti til ráðuneytis. Tekið var tillit til athugasemda eftir atvikum. Reglugerðin hefur verið birt á vef Stjórnartíðinda undir númerinu 1036/2018 https://www.reglugerd.is/reglugerdir/eftir-raduneytum/velferdarraduneyti/nr/21288

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 13.06.2018–13.08.2018. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 20.12.2018.

Málsefni

Velferðarráðuneytið óskar eftir umsögnum um reglugerð um eftirlit og eftirfylgni vegna þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir skv. lögum nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

Samhliða gildistöku laga nr. 38/2018, um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, er stefnt að birtingu reglugerða með stoð í lögunum. Meðal þeirra er reglugerð um eftirlit og eftirfylgni vegna þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Velferðarráðuneytið óskar eftir umsögum um drög að reglugerðinni sem unnin var í samráði við hagsmunaaðila

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Bára Sigurjónsdóttir - 18.07.2018

Meðfylgjandi eru athugasemdir velferðarsviðs Reykjavíkurborgar vegna reglugerðar um eftirlit og eftirfylgni vegna þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Hrefna Sigurðardóttir - 02.08.2018

Meðfylgjandi eru athugasemdir Áss styrktarfélags vegna reglugerðar um eftirlit og eftirfylgni vegna þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Þroskahjálp,landssamtök - 13.08.2018

Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um drög að reglugerð um eftirlit og eftirfylgni vegna þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

Landssamtökin Þroskahjálp vilja koma eftirfarandi athugsemdum við reglugerðardrögin á framfæri.

Almennt um eftirlit ráðuneytis með þjónustu við fatlað fólk.

Mjög oft er um að ræða þjónustu sem er forsenda þess að hlutaðeigandi einstaklingar fái notið mikilsverðra mannréttinda. Sveitarfélögum hefur með lögum verið falin framkvæmd þjónustunnar. Sveitarfélögin eru meira en 70 talsins og mörg þeirra fámenn. Aðstæður þeirra og faglegir og fjárhagslegir burðir til að sinna þjónustunni eru því mjög mismunandi.

Þó að sveitarfélögunum hafi verið falin framkvæmd þjónustunnar ber ríkið (félags- og jafnréttismálaráðuneytið) ábyrgð á að tryggja að fatlað fólk fái notið allra lögbundinna réttinda. Það er sérstaklega skýrt og mikilvægt þegar um réttindi er að ræða sem teljast mannréttindi í skilningi laga og fjölþjóðlegra mannréttindasamninga sem íslenska ríkið hefur undirgengist. Samtökin vísa í þessu samhengi m.a. til ábendinga og sjónarmiða sem fram koma í áliti umboðsmanns Alþingis í máli nr. 9164/2016 (frumkvæðisathugun vegna húsnæðisvanda).

Þá hvílir sú skylda á ríkinu (ráðuneytinu) að tryggja með fullnægjandi setningu laga og reglna, eftirliti og eftirfylgni að fatlað fólk njóti þessara réttinda án mismununar á grundvelli búsetu.

Með vísan til framangreinds telja samtökin afar mikilvægt að verka- og ábyrgðarskipting, samskipti, upplýsingamiðlun og málsmeðferð þeirra eininga sem falla undir félags- og jafnréttismálaráðuneytið og koma með einhverjum hætti að eftirliti með að fatlað fólk fái notið umræddra réttinda, þ.e. gæða- og eftirlitsstofnun, réttindagæsla, sérfræðiteymi og undanþágunefnd vegna nauðungar og réttindavaktin, sé eins skýr og skilvirk og nokkur kostur er. Í því sambandi þarf m.a. sérstaklega að huga að því að þeir sem vilja leita til eftirilitsaðila þurfi ekki að velkjast í vafa um hvert þeir eigi að snúa sér með erindi sín og hver ber ábyrgð á meðferð og eftirfylgni þeirra. Hér þarf m.a. að taka sérstakt tillit til þess að margir sem hafa rétt til og mikla hagsmuni af að geta leitað til til eftirlitsaðila á þessu sviði þurfa vegna fötlunar sinnar á sérstökum og skýrum leiðbeiningum að halda. Skipulag eftirlits á þessu sviði og öll framkvæmd þess þarf að taka mið af framangreindum aðstæðum og þörfum eins og nokkur kostur er.

Auk þess þarf að huga að því hvernig samráði stjórnvalda við fatlað fólk og samtök sem vinna að réttinda- og hagsmunamálum þess verður best fyrir komið á þessu sviði, sbr. samráðsskyldur stjórnvalda samkvæmt 3. mgr. 1. gr. laga nr. 38/2018, um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks.

Einnig þarf að skýra verkaskiptingu og ábyrgð eftirlits ráðuneytisins á þessu sviði gagnvart eftirliti umboðsmanns Alþingis vegna samnings Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum o.fl. (OPCAT) og tryggja greiða upplýsingamiðlun milli þessara eftirlitsaðila.

Þá vilja samtökin minna á ályktun réttindavaktar velferðarráðuneytisins sem samykkt var á fundi hennar 15. febrúar sl. og hljóðar svo:

Réttindavakt velferðarráðuneytisins beinir því til félags- og jafnréttismálaráðherra að ráðist verði í endurskoðun laga um réttindagæslu fyrir fatlað fólk.

Lög um réttindagæslu fyrir fatlað fólk tóku gildi 2011 og ári síðar bætt við kafla um ráðstafanir til að draga úr nauðung. Réttindavaktin telur tímabært að hefja undirbúning að endurskoðun laganna í ljósi fenginnar reynslu og með framtíðarfyrirkomulag réttindagæslu fyrir fatlað fólk í huga.

Í því skyni leggur réttindavaktin til að gerð verði könnun á framkvæmd réttindagæslulaganna, þar sem framundan eru breytingar á stjórnsýslulegu fyrirkomulagi réttindagæslunnar, sem kunna að kalla á endurskoðun laganna.

Réttindavaktin lýsir sig reiðubúna til að leggja ráðuneytinu lið í þessum efnum.

1. gr. Gildissvið.

Samtökin telja eðlilegt og mikilvægt að í 1. gr. reglugerðarinnar verði vísað sérstaklega til samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, eins og gert er í lögum nr 38/2018, um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir sem liggja reglugerðinni til grundvallar. Þar segir í 1. gr sem hefur yfirskriftina „Markmið og skilgreiningar“:

Við framkvæmd laga þessara skal framfylgt þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem íslensk stjórnvöld hafa gengist undir, einkum samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Reglugerð þessi um eftirlit og eftirfylgni er augljóslega mikilvægur þáttur í að tryggja þá framfylgd samningsins.

6. – 9. gr. Eftirlit og eftirfylgni.

Samtökin telja ástæðu til að fylgst verði náið með hvort skyldur og heimildir ráðuneytis til eftirlits með stjórnsýslu og þjónustu sveitarfélaga / þjónustusvæða og úrræði sem ráðuneytinu er heimilt eða skylt að grípa til ef annmarkar eru á stjórnsýslunni eða þjónustunni eða fullnægjandi upplýsingar eru ekki veittar séu nægilega skýrar og skilvirkar. Í því sambandi þarf sérstaklega, eins og fyrr segir, að líta til þess að mjög oft eru um hagsmuni og réttindi að ræða sem njóta verndar sem mannréttindi í skilningi laga og mannréttindasamninga, skýrrar skyldu ríkisins til að tryggja fólki mannréttindi án mismununar sem og þess hversu berskjaldaður sá hópur er sem þarf á vernd þessa eftirlits að halda.

Afrita slóð á umsögn

#4 Jón Hrói Finnsson - 13.08.2018

Sjá meðfylgjandi skrá.

Viðhengi