Samráð fyrirhugað 20.06.2018—20.08.2018
Til umsagnar 20.06.2018—20.08.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 20.08.2018
Niðurstöður birtar 14.01.2019

Drög að reglugerð um notendastýrða persónulega aðstoð

Mál nr. 77/2018 Birt: 20.06.2018 Síðast uppfært: 14.01.2019
  • Velferðarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Örorka og málefni fatlaðs fólks
  • Fjölskyldumál

Niðurstöður birtar

Alls bárust fimm umsagnir, þrjár í samráðsgátt og tvær í tölvupósti til ráðuneytis. Tekið var tillit til athugasemda eftir atvikum. Reglugerðin hefur verið birt á undir númerinu 1250/2018 https://www.reglugerd.is/reglugerdir/eftir-raduneytum/velferdarraduneyti/nr/21371

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 20.06.2018–20.08.2018. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 14.01.2019.

Málsefni

Velferðarráðuneytið óskar eftir umsögnum um reglugerð um notendastýrða persónulega aðstoð skv. lögum nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Bára Sigurjónsdóttir - 19.07.2018

Meðfylgjandi eru athugasemdir velferðarsviðs Reykjavíkurborgar vegna reglugerðar um notendastýrða persónulega aðstoð.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Guðrún Ólafía Sigurðardóttir - 10.08.2018

Meðfylgjandi er umsögn Akureyrarbæjar vegna reglugerðar um notendastýrða persónulega aðstoð.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Þroskahjálp,landssamtök - 20.08.2018

Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um drög að reglugerð um notendastýrða persónulega aðstoð.

Landssamtökin Þroskahjálp vilja koma eftirfarandi á framfæri varðandi reglugerðardrögin.

Atriði sem ráðuneytið þarf að taka rökstudda afstöðu til, að mati samtakanna.

1.

11. gr. laga 38/2018, um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, liggur til grundvallar reglugerðardrögunum. 4. mgr. greinarinnar hljóðar svo :

Ráðherra gefur út reglugerð og handbók um framkvæmd notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar, m.a. um hlutverk og ábyrgð, skipulag og útfærslu, þ.m.t. viðmið um umfang þjónustu og lágmarksstuðningsþarfir, eftirlit og kostnaðarhlutdeild aðila í samráði við sveitarfélög og hagsmunasamtök fatlaðs fólks. (Undirstr. Þroskahj.).

Í athugasemdum með lagafrumvarpi sem varð að lögum 38/2018 segir um þessi ákvæði:

Samkvæmt 3. mgr. skal ráðherra setja reglugerð og handbók á grundvelli hennar um framkvæmd NPA, sem skal unnin í samráði við sveitarfélög og hagsmunasamtök fatlaðs fólks. Í reglugerðinni er gert ráð fyrir að ráðherra setji m.a. viðmið um lágmarksþjónustuþarfir einstaklinga sem fengið geta NPA en í tillögum verkefnastjórnarinnar var miðað við að metið hefði verið að einstaklingur þarfnaðist þjónustu í að minnsta kosti 20 klst. á viku. Mikilvægt er að slík viðmiðunarmörk séu í sífelldri endurskoðun meðan reynsla fæst á þetta þjónustuform. (Undirstr. Þroskahj.).

Telur ráðuneytið að með ákvæðum reglugerðardraganna eins og þau liggja fyrir í samráðsgátt stjórnaráðsins séu fullnægjandi ákvæði m.t.t. þeirrar skyldu sem á ráðuneytinu hvíla til reglusetningar samkvæmt ofangreindum ákvæðum laga nr. 38/2018 og athugasemdum í lagafrumvarpi sem varð að þeim lögum? Samtökin benda í því sambandi sérstaklega á ákvæðin varðandi lágmarksstuðningsaþarfir.

2.

Ákvæði I til bráðabirgða í lögum nr. 38/2018, um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsaþrfir, hlljóðar svo:

Til þess að auka val fatlaðs fólks um þjónustu og fyrirkomulag stuðnings skulu sveitarfélög vinna að innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar í samræmi við 11. gr. á tímabilinu 2018–2022.

Á innleiðingartímabilinu veitir ríkissjóður framlag til eftirfarandi fjölda samninga um notendastýrða persónulega aðstoð sem skal ráðstafað í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga sem tiltekinni hlutdeild af fjárhæð samninga, á grundvelli umsókna frá sveitarfélögum:

Á árinu 2018 vegna allt að 80 samninga.

Á árinu 2019 vegna allt að 103 samninga.

Á árinu 2020 vegna allt að 125 samninga.

Á árinu 2021 vegna allt að 150 samninga.

Á árinu 2022 vegna allt að 172 samninga.

Ákvæði þetta og fyrirkomulag notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar auk þeirra álitaefna sem upp koma við framkvæmd laga þessara á tímabilinu skal endurskoða innan þriggja ára frá gildistöku þeirra í ljósi fenginnar reynslu.

Þeir samningar sem þegar hafa verið gerðir við gildistöku laga þessara halda gildi sínu.

Í 26. gr. reglugerðardraganna segir að reglugerðin taki gildi 1. október 2018. Reglugerðinni er því ætlað að gilda á þeim tíma sem bráðabirgðaákvæðið varðandi fjölda NPA-samninga verður í gildi. Í reglugerðardrögunum eru hins vegar engin ákvæði sem vísa til bráðbirgðaákvæðisins eða fyrirsjánlegra áhrifa þess fari svo að umsóknir um NPA-samninga verði fleiri almennt og/eða á einstökum árum en þar er miðað við. Engin ákvæði eru í reglugerðardrögunum um bráðabirgðaákvæðið eða þau áhrif sem það kann að hafa stöðu og réttindi þeirra sem uppfylla skilyrði til að fá NPA samninga og sækjast eftir þeim á gildistíma bráðabirgðaákvæðisins eða skyldur sem ríki og sveitarfélög hafa við meðferð og afgreiðslu umsókna verði þær fleiri en gert er ráð fyrir í bráðabirgðaákvæðinu.

Telur ráðuneyti ekki vera þörf fyrir nein slík ákvæði í reglugerðinni?

3.

Telur ráðuneytið að verði reglugerðin samþykkt eins og drögin eru nú verði fullnægjandi ákvæði í regluverki því sem gildir þá um NPA til að ríkið (ráðuneytið) geti staðið undir þeirri skyldu sinni að tryggja jafnræði og samræmi innan sveitarfélaga og milli þeirra hvað varðar rétt fatlaðra einstaklinga til NPA-samninga?

Ekki þarf að hafa mörg orð um að hagsmunir fatlaðra einstaklinga af því að fá NPA-samning geta verið mjög miklir og mjög oft eru þeir samningar forsenda þess að þeir sem hlut eiga að máli hafi raunhæfan möguleika á að njóta til ýmsissa réttdinda sem njóta viðurkenningar og verndar sem mannréttindi í skilningi laga, samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks og fleiri fjölþjóðlegra mannréttindasamninga sem íslenska ríkið hefur undirgengist. Mannréttindi þessi snúa m.a. að tækifærum til menntunar, atvinnu, einkalífs, fjölskyldulífs og sjálfstæðis. Mismunun að þessu leyti, s.s. á grundvelli fötlunar og búsetu brýtur gegn mannréttindum. Ríkið verður að líta til þessa við setningu reglna og við skipulag og framkvæmd eftirlits varðandi gerð NPA-samninga.

Athugasemdir / ábendingar / tillögur varðandi einstakar greinar reglugerðardraganna.

1. gr. Gildissvið.

Lagt er til að ákvæðum greinarinnar verði breytt þannig að þar segi að reglugerðin taki til framkvæmdar NPA-aðstoðar en ekki „til fatlaðs fólks sem á rétt á notendastýrðri ...“ eins og segir í greininni reglugerðadrögunum.

Þá væri til bóta, að mati samtakanna, að í greininni yrði skilgreint stuttlega en skýrt hvað felst í NPA. Texti þar um gæti hljóðað eitthvað á þessa leið:

Notendastýrð persónuleg aðstoð er ætluð fólki með miklar og viðvarandi þarfir fyrir aðstoð þar sem notandinn sjálfur stýrir því hvernig aðstoðin er skipulögð, hvaða aðstoð er veitt, hvenær hún er veitt og hver veitir hana. Aðstoðin getur t.d. tengst athöfnum daglegs lífs, heimilishaldi, þátttöku í félagslífi, námi og atvinnulífi.

2. gr. Markmið.

Er ekki rétt að kveða á um að markmið reglugerðarinnar sé að tryggja að við gerð samninga um NPA, veitingu þjónustunnar, eftirlit varðandi NPA og alla málsmeðferð og framkvæmd þar að lútandi verði gætt réttra stjórnsýsluhátta, vandaðra vinnubragða, jafnræðis og sanngirni?

3. gr. Ábyrgð.

Lagt er til að í 1. mgr. verði bætt því sem undirstrikað er að neðan þannig að málsgreinin hljóði svo:

Sveitarfélag ber ábyrgð á gerð og framkvæmd NPA-samninga og eftirliti með þeim, óháð því hvernig aðstoð er skipulögð og hver ber ábyrgð sem umsýsluaðili.

4. gr. Skilgreiningar.

Lagt er til að að við 10. tl. greinarinnar verði bætt annarri málsgrein sem orðist svo:

Auk þess getur komið til sérstakur launakostnaður vegna aðstoðarverkstjóra.

6. gr. Val á umsýsluaðila.

Meta aþrf m.t.t. hagsmuna sem starfsleyfum er ætlað að vernda og meðalhófs hvort það þurfi að gera kröfu um að notandi NPA sem ætlar sjálfur að annast umsýsluna hafi til þess starfsleyfi.

7. gr. Einstaklingssamningur um NPA.

Lagt er til að 1. mgr. greinarinnar verði breytt þannig að hún orðist svo:

Sveitarfélag, notandi og umsýsluaðili, sé notandi ekki sjálfur umsýsluaðili, gera með sér samning sem tekur til samskipta og samstarfs milli sveitarfélags og notanda varðandi framkvæmd NPA. Í samningnum skal m.a. tilgreina fjölda vinnustunda og ábyrgð hvers samningsaðila.

Alla jafna skulu einstaklingssamningar um NPA vera ótímabundnir, með endurskoðunar- og uppsagnarákvæðum.

2. tl. 9. gr. Leit að aðstoðarfólki.

Sjá ábendingu að framan varðandi 6. gr.

12. gr. Aðstoðarverkstjórn.

Lagt er til að í stað staða orðsins „ábyrgum“ í 1. málslið greinarinnar komi „fullnægjandi“.

Þá er lagt til að á eftir 1. málslið greinarinnar komi nýr málsliður sem orðist svo:

Sé notandinn barn sem býr í foreldrahúsum skal að öllu jöfnu gera samning um aðstoðarverkstjórn við annað foreldra barnsins.

13. gr. Fræðsla.

Að mati samtakanna þarf að meta kosti og galla þess að velferðaráðuneyti skipuleggi þau námskeið sem fjallað er um í greininni eða feli öðrum að annast það. Eðlilegt er þó hvernig sem því verður háttað að ráðuneytið kosti fræðsluna.

!6. og 17. gr. Skilyrði samstarfssamnings / Starfsleyfi.

Er ákvæði um starfsleyfi tvítekið í 1. mgr. 16. gr. og í 17. gr.?

Sjá ábendingu að framan varðandi 6. gr.

19. gr. Launakostnaður.

Lagt er til að eftir orðunum „gjöldum aðstoðarfólks,“ í 1. málslið greinarinnar komi „þar með talið launum aðstoðarverkstjóra sé hans þörf.“