Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 21.6.–23.8.2018

2

Í vinnslu

  • 24.8.–17.12.2018

3

Samráði lokið

  • 18.12.2018

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-79/2018

Birt: 20.6.2018

Fjöldi umsagna: 10

Drög að frumvarpi til laga

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Frumvarp til laga um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða

Niðurstöður

Niðurstaða máls er í stuttu máli sú að 14 umsagnir bárust samanlagt um frumvarpið 10 í gegnum samráðsgátt og 4 beint til ráðuneytisins. Gerð er grein fyrir viðbrögðum við umsögnum í niðurstöðuskjali.

Málsefni

Um er að ræða drög að frumvarpi til nýrra laga um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða þar sem m.a. er lagt til að innleidd verði tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1148/2016/ESB um ráðstafanir til að ná háu sameiginlegu öryggisstigi í net- og upplýsingakerfum innan EES, oft skammstöfuð NIS tilskipuni

Nánari upplýsingar

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til nýrra laga um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða sem m.a. fjallar um innleiðingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1148/2016/ESB um net- og upplýsingaöryggi (NIS).

Tilskipunin kveður á um vernd net- og upplýsingakerfa tiltekinna aðila, þ.e. rekstraraðila þeirra nauðsynlegu þjónustu sem tilskipunin skilgreinir og stafræna þjónustuveitendur. Þótt eitt yfirlýst markmið tilskipunarinnar sé að tryggja hátt stig öryggis fyrir net- og upplýsingakerfi innan Evrópusambandsins er tilskipunin miðuð að framangreindum aðilum. Tilskipunin kveður því ekki á um almenna „netheilsu“ Evrópusambandsins og EES-ríkja í heild eða einstakra ríkja, þ.e. um það hvaða starfsemi geti verið til staðar í netlögsögu þess eða aðildarríkjanna.

Meginmarkmið frumvarpsins er að auka öryggi net- og upplýsingakerfa og bæta viðbrögð við öryggisatvikum. Löggjöfin byggist á því að áreiðanleiki og öryggi net- og upplýsingakerfa sé grundvöllur efnahags- og samfélagslegrar starfsemi og netöryggi sé mikilvægt fyrir trúverðugleika þjónustunnar, bæði innanlands og utan.

Umsögnum skal skilað eigi síðar en 10. ágúst 2018 í samráðsgátt https://samradsgatt.island.is/ eða á netfangið srn@srn.is.

Umsagnarfrestur hefur verið framlengdur til 23. ágúst 2018.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skúli Þór Gunnsteinsson og Sigurjón Ingvason

srn@srn.is