Samráð fyrirhugað 25.06.2018—09.07.2018
Til umsagnar 25.06.2018—09.07.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 09.07.2018
Niðurstöður birtar 15.08.2019

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 586/2017 um innleiðingu viðauka við alþjóðasamning um varnir gegn mengun frá skipum, 1973, með breytingum samkæmt bókun 1978 (MARPOL-samningur)

Mál nr. 80/2018 Birt: 22.06.2018 Síðast uppfært: 15.08.2019
  • Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Umhverfismál

Niðurstöður birtar

Engar umsagnir bárust er málið var birt í samráðsgátt.

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 25.06.2018–09.07.2018. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 15.08.2019.

Málsefni

Um er að ræða breytingu á reglugerð nr. 586/2017 um innleiðingu viðauka við MARPOL-samninginn til innleiðingar á viðauka VI við MARPOL.

Viðauki VI við MARPOL-samninginn fjallar um varnir gegn loftmengun frá skipum. Íslensk stjórnvöld fullgiltu MARPOL-viðauka VI, 22. nóvember 2017 og er reglugerðin sett til innleiðingar á viðaukanum. Reglugerð nr. 586/2017 um innleiðingu viðauka við alþjóðasamning um varnir gegn mengun frá skipum innleiðir þá viðauka við MARPOL-samninginn sem Ísland hefur fullgilt. Reglugerðin vísar í birtingu viðaukanna á ensku í C-deild Stjórnartíðinda.

Gert er ráð fyrir að sami háttur verði hafður á við innleiðingu á viðauka VI. Hann verði innleiddur með breytingu á reglugerð nr. 586/2017 og birtur í heild sinni á ensku í C-deild Stjórnartíðinda.

Tekið er fram í séríslensku ákvæði vegna innleiðingar viðauka VI, hvað varði ósoneyðandi efni, brennisteinsoxíð að reglugerðir sem í gildi eru hér á landi og gangi lengra, gildi einnig.