Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 25.6.–9.7.2018

2

Í vinnslu

  • 10.7.2018–14.8.2019

3

Samráði lokið

  • 15.8.2019

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-80/2018

Birt: 22.6.2018

Fjöldi umsagna: 0

Drög að reglugerð

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 586/2017 um innleiðingu viðauka við alþjóðasamning um varnir gegn mengun frá skipum, 1973, með breytingum samkæmt bókun 1978 (MARPOL-samningur)

Niðurstöður

Engar umsagnir bárust er málið var birt í samráðsgátt.

Málsefni

Um er að ræða breytingu á reglugerð nr. 586/2017 um innleiðingu viðauka við MARPOL-samninginn til innleiðingar á viðauka VI við MARPOL.

Nánari upplýsingar

Viðauki VI við MARPOL-samninginn fjallar um varnir gegn loftmengun frá skipum. Íslensk stjórnvöld fullgiltu MARPOL-viðauka VI, 22. nóvember 2017 og er reglugerðin sett til innleiðingar á viðaukanum. Reglugerð nr. 586/2017 um innleiðingu viðauka við alþjóðasamning um varnir gegn mengun frá skipum innleiðir þá viðauka við MARPOL-samninginn sem Ísland hefur fullgilt. Reglugerðin vísar í birtingu viðaukanna á ensku í C-deild Stjórnartíðinda.

Gert er ráð fyrir að sami háttur verði hafður á við innleiðingu á viðauka VI. Hann verði innleiddur með breytingu á reglugerð nr. 586/2017 og birtur í heild sinni á ensku í C-deild Stjórnartíðinda.

Tekið er fram í séríslensku ákvæði vegna innleiðingar viðauka VI, hvað varði ósoneyðandi efni, brennisteinsoxíð að reglugerðir sem í gildi eru hér á landi og gangi lengra, gildi einnig.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa hafs, vatns og lofslags