Samráð fyrirhugað
Samráð stendur yfir 06.07.18 - 07.08.18
Niðurstöður í vinnslu
Niðurstöður birtar

Frumvarp um samtök um evrópska rannsóknarinnviði (ERIC)

Mál nr. S-82/2018 Stofnað: 25.06.2018 Síðast uppfært: 06.07.2018
  • Mennta- og menningarmálaráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Nýsköpun, rannsóknir og markaðsmál
  • Háskólastig
  • Löggjafarvald og eftirlit
  • Önnur skólastig og stjórnsýsla mennta- og menningarmála

Samráð stendur yfir

Opið er fyrir innsendingu umsagna á tímabilinu 06.07.18 - 07.08.18. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Um er að ræða áform um lagasetningu um ný lög þar sem lagt er til að innleidd verði reglugerð ESB nr. 723/2009 eins og henni var breytt með reglugerð nr. 1261/2013. Reglugerðin fjallar um ERIC-samtök, ERIC stendur fyrir European Research Infrastructure Consortium eða samtök um evrópska rannsóknarinnviði.

Mennta- menningarmálaráðuneyti óskar eftir umsögnum um áform um lagasetningu á nýjum lögum um samtök um evrópska rannsóknarinnviði (ERIC) sem fjalla um innleiðingu reglugerðar ESB nr. 723/2009 eins og henni var breytt með reglugerð nr. 1261/2013. Við upptöku gerðarinnar var það mat ráðuneytanna sem komu að málinu að ekki væri tilefni til lagabreytinga á því stigi. Ástæða þess var að gerðin skapaði umgjörð fyrir Ísland til að taka þátt í verkefnum um uppbyggingu rannsóknarinnviða sem skipulögð væru sem ERIC-samtök, án þess að vitað væri á því stigi hvort Ísland myndi nokkurn tíma taka þátt í slíku verkefni. Var því ekki talið tímabært að mæla fyrir um lagabreytingar til að aðlaga íslenskt lagaumhverfi að hugsanlegri þátttöku Íslands í ERIC-samstarfi, þar sem ekki var vitað hvort af því yrði. Því var gerðin tekin upp án stjórnskipulegs fyrirvara samkvæmt 103. gr. EES-samningsins.

ERIC er lagaumgjörð til að liðka fyrir stofnun og rekstri á evrópskum rannsóknarinnviðum. Stjórnvöld eru formlegur aðili að samstarfinu og greiða þátttökugjöld en starfsemin innanlands er á höndum viðeigandi rannsóknarstofnana. ERIC-fyrirkomulagið er viðurkennt rekstrarform í öllum ESB-ríkjum og hefur í för með sér ákveðnar undanþágur t.d. tengdum virðisaukaskatti og vörugjöldum.

Í flestum tilfellum mun ERIC rekstrarformið verða nýtt hjá þegar starfandi rannsóknarinnviðum sem hafa náð ákveðinni stærð og þroska og eru talin starfa betur sem ERIC.

Það er því mikilvægt að Ísland geti haldið áfram þátttöku í alþjóðlegu rannsóknarinnviðasamstarfi þrátt fyrir breytingu á rekstrarformi í ERIC og því þarf að skapa almenna lagaumgjörð fyrir Ísland til að taka þátt í samstarfi á vettvangi ERIC-samtaka erlendis sem og að geta stofnað ERIC-samtök á Íslandi.

Með frumvarpinu yrði settur lagagrundvöllur til að stofna ERIC-samtök á Íslandi ásamt því að setja reglur um þátttöku Íslands í ERIC-samtökum staðsettum erlendis.

Viltu senda inn umsögn um málið

Aðeins innskráðir notendur geta sent inn umsagnir um málið.
Smelltu hér til að skrá þig inn í gegnum Ísland.is