Samráð fyrirhugað 29.06.2018—12.09.2018
Til umsagnar 29.06.2018—12.09.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 12.09.2018
Niðurstöður birtar 26.11.2018

Hönnunarstefna 2019-2027

Mál nr. 83/2018 Birt: 29.06.2018 Síðast uppfært: 26.11.2018
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Drög að stefnu
  • Málefnasvið:
  • Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar

Niðurstöður birtar

Þrettán umsagnir bárust í samráðsgátt vegna Hönnunarstefnu 2019-2027. Í kjölfarið var ákveðið að flétta hönnunarstefnu saman við nýsköpunarstefnu fyrir Ísland sem unnið er að í ráðuneytinu og verður tilbúin á árinu 2019.

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 29.06.2018–12.09.2018. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 26.11.2018.

Málsefni

Hönnunarstefna 2019-2027 - Hönnun í öllum geirum leysir eldri hönnunarstefnu af hólmi. Ný stefna er byggð á tveimur meginmarkmiðum; um BETRA SAMFÉLAG og AUKNA VERÐMÆTASKÖPUN. Að baki meginmarkmiðunum eru stefnumarkandi áherslur sem lúta að vitundarvakningu, starfs- og stuðningsumhverfi, og menntun og þekkingu.

Hönnun er auðlind sem mikilvægt er að nýta – ekki síst nú þegar íslenskt atvinnulíf stendur á krossgötum nýrra leiða og tækifæra. Hönnun snertir öll svið samfélagsins, hvort sem um er að ræða þróun samfélagsins sjálfs, efnahagslífsins, hugmynda, verkefna, vöru, þjónustu, ferla eða viðburða.

Hönnunarstefna 2019-2027 - Hönnun í öllum geirum er afrakstur viðamikils samtals helstu hagsmunaaðila þvert á stjórnvöld, atvinnulíf, skóla og hönnunarsamfélag.

Stefnan samanstendur af tveimur meginmarkmiðum; um BETRA SAMFÉLAG og AUKNA VERÐMÆTASKÖPUN.

Meginmarkmiðin eru studd af stefnumarkandi áherslum sem eru settar fram í þremur flokkum: 1) Vitundarvakning, 2) Starfs- og stuðningsumhverfi, 3) Menntun og þekking.

Hönnunarstefna 2019-2027 - Hönnun í öllum geirum leysir eldri hönnunarstefnu af hólmi. Hluti af vinnunni við nýju stefnuna var að kortleggja hvernig eldri stefnan hefði reynst í framkvæmd og innleiðingu og því samhliða að greina styrkleika og veikleika í núverandi fyrirkomulagi.

Nýja stefnan er ólík þeirri eldri að því leyti að í henni er ekki mælt fyrir um einstakar aðgerðir. Skýrist það af því að stefnunni er ætlað að vera grundvallarskjal hvað varðar stefnumörkun en um einstakar aðgerðir verður mælt fyrir um í fjármálaáætlun hvers árs.

Ráðuneytið naut fulltingis ráðgjafafyrirtækisins Capacent og fylgir með greinargerð þeirra um vinnuna á bak við mótun nýrrar hönnunarstefnu.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Alma Sigurðardóttir - 13.07.2018

Í kafla skýrslunnar menntun og þekking er m.a. fjallað um mikilvægi skilnings á hugmyndavinnu, skapandi hugsun og miðlun á kennsluefni. Bent er á mikilvægi þess að fræða kennara um ákjósanlegar leiðir til að kenna hönnun. Áhersla virðist lögð á ferlið frá hugmynd að framsetningu og þekkingu kennara á vinnubrögðum hönnunargreina.

Mín reynsla sem listgreinakennari með bakgrunn í arkitektúr hefur verið sú að aðgengi að kennsluefninu sjálfu standi kennurum ekkert endilega fyrri þrifum. Almennt þekkingarleysi á hönnun (öllum hönnunargreinum) og sögu hennar hefur oftar en ekki hamlandi áhrif á umfjöllun kennara um efnið. Aðgengi kennara að almennu og aðgengilegu fræðsluefni um íslenska hönnun er því að mínu mati lykil forsenda þess að kennarar sjái og viti af mögulegum tengslum hönnunar við kennsluefni. Þetta aðgengi getur t.d. verið í boði frekari framboðs á námskeiðum sem fjalla um efnið í kennaranáminu, upplýsinga á heimasíðu eða í bókum. Niðurstaða MA rannsóknar minnar við listkennsludeild LHÍ varpar einmitt ljósi á þetta en þar tók ég viðtöl við starfandi listgreinakennara.

Að mínu mati mætti leggja mun ríkari áherslu á sögulega þekkingu kennara og nemanda í kafla skýrslunnar sem snýr að menntun og þekkingu. Hvernig við mótum framtíðina byggist á þekkingu okkar á fortíðinni. Við nýtum þá þekkingu, tækni og þróun sem orðið hefur til og byggjum ofan á hana. Þetta er mikilvægt að hafa í huga á tímum nýsköpunar og sjálfbærni þar sem leitast er við að búa til eitthvað nýtt eða endurbæta það sem er til staðar. Nauðsyn þess að geta rökstutt og lagt uppbyggilegt mat á það sem nú þegar er til staðar í umhverfi okkar, hvernig og hvers vegna við viljum breyta því, ætti að vera órjúfanlegur partur af menntun okkar allra. Þekking á íslenskri hönnun, þróun og áhrifum á umhverfið á því stóran þátt í að slík uppbygging geti átt sér stað.

Afrita slóð á umsögn

#2 Sigríður Heimisdóttir - 30.08.2018

Eftir lestur skýrslunnar þá vil undirrituð koma eftirfarandi á framfæri:

1.) Talað er um á neikvæðan hátt að marka afgerandi mælanleg markmið þar sem fyrri hönnunarstefna hafi gert það og það ekki virkað eða verið virt.

Ég tel það mistök því það er einfalt og auðsótt mál að setja sér skýr mælanleg markmið þegar kemur að framfylgni stefnumótunar sem þessari.

Staða hönnunarmála var allt önnur þegar framtíðarstefnumótun fyrir árin 2014-2018 var gerð. Síðan þá hefur margt þróast og umhverfið bæði erlendis sem hérlendis allt annað. Skilningur fólks og atvinnulífs er allur annar, aðferðarfræði hönnunar hefur þróast og er komin að vissu leyti inn í hugsunargang og vinnuferli hjá ýmsum fyrirtækjum en menntunarkerfið hefur ekki staðið sig vel að kynna og þróa það, það er rétt.

Þess vegna er enn mikilvægara að skýrar kröfur og markmið komi fram svo að menntakerfið - sem er vagga allrar framvindu hönnunarinnleiðingar - skipuleggi sig fljótt og vel svo að framhaldsárangur náist inn í atvinnulíf og framleiðslu.

2.) Lítið er talað um skipulag og skýrar áætlanir varðandi tengingu við atvinnulífið. Það hefur reyndar alltaf háð umræðunni á Íslandi á meðan það er grundvallaratriði á öðrum Norðurlöndum (sjá t.d. viðmót SvensForm við fyrirtæki: http://svenskform.se/en/for-companies/ ) þegar rætt er um vöxt og framtíðarskipulag. Það virðist vera meinloka hérlendis að hönnun eigi ekki að vera beintengd atvinnuvegum og iðnaði – nema viss hluti fyrirtækja virðist vera samþykktur af hönnunarsamfélaginu en stór hluti ekki. Oftar en ekki er stóriðja og hefðbundin iðnaður litin hornauga og þykir ekki eiga samleið með hugsjónarstefnu hönnuða.

Einnig er oft talað þannig að hönnun komi að sem ráðgjöf og/eða sem viðbót sem tengist verkefnum að hluta og tímabundið.

Þetta er grundvallarhugsunargangur sem þarf að breytast. Sú stefna að blanda hönnunaraðferðafræðinni inn í samfélagið gengur út á að bæta og endurræsa alla hliðar atvinnulífsins í takt við þróun og breytingar sem fylgja henni. Það á við allar hliðar atvinnulífsins og er hluti þess að vinna sífellt að betrumbótum og nýsköpun og frá grunni en ekki að hluta til eða eftir á. Meira um það í annarri og dýpri umræðu en það vantar að sjá þessa uppröðun; hvar hönnunarþátturinn eigi að koma inn og hvernig í samstarfi við íslenskt atvinnulíf.

3.) Skýr viðmið og stefna þarf að vera til staðar varðandi menntamál.

Það er ótækt að skilja stefnumál eftir óljós þegar kemur að uppbyggingu menntamála. Það kerfi er það stórt og flókið að þar gildir að hafa kristaltærar reglur og efnistök þannig að einfalt og skýrt sé að innleiða þær, fylgja þeim eftir og vinna framtíðarplön samkvæmt þeim.

Ef viðmið eru stór og víð og óskýr þá mun ekkert gerast frekar en fyrri ár.

4.) Töluvert er talað um að kynna íslenska hönnun. Það er gott og vel að vitundarvakning hafi gengið vel en hún tengist mikið hefðbundinni hönnunarímynd almennings sem byggir á vöruhönnun. Það sem aftur á móti vantar er að vekja almennt fólk til vitundar um styrkleika og möguleika aðferðarfræði hönnunar og þar þarf öðruvísi og annað átak til. Það er gert með innleiðingu og annars konar nálgun þar sem þarf til öflug nýþenkjandi og nýskapandi stórfyrirtæki og ekki síður stjórnvöld og þar þarf að vinna aðgerðaráætlun. Ég er þess álits að fyrst þarf að vinna vinnuna, búa til afgerandi verkefni eða sýningarverk (”showcases”) þar sem hægt er að skýra þessa möguleika á mjög myndrænan hátt. Allt tal um sýndarleika þessa verka er ekki tímabært fyrr en góð og frambærileg verkefni eru til staðar sem við getum sýnt og sannarlega verið stolt af.

Að lokum; Ísland hefur alla burði til að vera framúrskarandi þegar um er að ræða nýsköpun. En, það krefst grundvallarhugsunarbreytingar frá hönnunar og menntasamfélaginu svo að við náum tengingu við atvinnulífið sem mun orsaka að sá vöxtur og framgangur eigi séns.

Sigríður Heimisdóttir

Iðnhönnuður og hönnunarstjórnandi.

IKEA of Sweden

Sihei11@ikea.com

Afrita slóð á umsögn

#3 Garðar Eyjólfsson - 10.09.2018

Viðbrögð hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands við Hönnunarstefnu atvinnuvega – og nýsköpunarráðuneytisins 2019 – 2027

Eftirfarandi eru viðbrögð starfandi deildarforseta, fagstjóra og verkefnastjóra hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands við greinargerð og drögum um mótun nýrrar Hönnunarstefnu 2019-2027. Sjá viðhengi (vidbrogd_HARK_2019-2027.pdf)

Fyrir hönd hönnunar og arkítektúrdeildar sem starfandi deildarforseti - Garðar Eyjólfsson

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Sigurður Gunnarsson - 11.09.2018

Athugasemdir við hönnunarstefnu 2019 - 2027

Flestir löggildir hönnuðir á Íslandi eru verkfræðingar. Þetta þarf ekki að koma á óvart enda landið strjálbýlt og harðfengið. Byggja hefur þurft brýr, hafnir, virkjanir og raflínur.

Það er svo sem lítill sannleikur í tölum einum og sér og ekki gerir það verkfræðinga á neinn hátt öðrum hönnuðum fremri að við séum „stærsta liðið“.

Það er hins vegar vert að benda á að í hönnunarstefnu er ekki minnst einu orði á verkfræði.

Kannski er það líka bara fínt?

Mér finnst þó rétt að nefna að fyrirtæki eins og Össur, Marel og EFLA eru hönnunarfyrirtæki – nefni hér bara þau 3 sem liggja efst hjá google.

Þau flytja út hugmyndir sem ekki voru til við stofnun lýðveldisins. Nefnd fyrirtæki urðu að því sem þau eru í dag af því þau völdu sér raunveruleg og afmörkuð verkefni. Þessi verkefni voru leyst með hugviti og þekkingu.

Þau vinna í dag að flestum þeim markmiðum sem nefnd eru í drögum Atvinnuvega- og Nýsköpunarráðuneytis. „Þverfagleiki“, „nýsköpun“, „sjálfbærni“, „útflutningur“

Þessi fyrirtæki munu 2027 ekki vera gera sömu hlutina og þau eru að gera í dag.

Hvatning mín að þessu innleggi er ekki „mógaði gaurinn sem enginn mynntist á“ heldur einfaldlega sú að það er hreinlega smávandræðalegt kveða kvæði um rjóma og horfa fram hjá stærstu kúnni í fjósinu.

Að sjálfsögðu er munur á verkfræðingum og iðnhönnuðum. Það getur einnig verið mjög gaman að hlusta á arkitekt rökræða hrjúfleika efna við fatahönnuð.

Með ofangreindu er ekki á nokkurn hátt verið að stinga upp á að „verkfræða“ LHÍ eða muldra í minnimáttakennd að í raun séu allir hönnuðir voða líkir.

En við erum hreinlega of fá til að nýta ekki frekar þá þætti sem hönnuðum eru sameiginlegir.

Hönnunarstefnan er 2019-27 er allt of þægileg lesningar. Hún tekur enga afstöðu. Lofar öllu, útilokar ekkert og mærir „þjónustulausnir“ sem flestir geta tekið til sín.

Takk fyrir þægilegan formála!

Ef þessi þvogla á að kallast stefna mun allt halda áfram að rúlla eins og alltaf – fram að næsta eldgosi.

1. Þorið að segja hvað á að gera – með 350.000 manns náum við ekki að gera allt.

2. Stingið upp á forgangsröðun – það verður óvinsælt en þá er amk. tekin afstaða.

3. Komið með skýra tillögu að því hvernig eigi að ná því sem stefnt er að.

4. Talið um pening og mannskap – annars verður „stuðningskerfi nýsköpunar“ hús án sálar og hitaveitu.

Sigurður Gunnarsson

Verkfræðingur

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Eyjólfur Pálsson - 11.09.2018

Sjá viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Búi Bjarmar Aðalsteinsson - 12.09.2018

Viðbrögð félags vöru- og iðnhönnuða við Hönnunarstefnu atvinnuvega – og nýsköpunarráðuneytisins 2019 – 2027

Félag vöru- og iðnhönnuða vill koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri vegna greinargerðar og drögum að nýrri Hönnunarstefnu 2019-20127. Sjá viðhengi (Viðbrögð við hönnunarstefnu.pdf).

Í stjórn sitja:

Formaður: Brynhildur Pálsdóttir

Varaformaður: Kristín María Sigþórsdóttir

Gjaldkeri: Eva Arnfríður Aradóttir

Aðrir stjórnarmenn: Ásgeir Matthíasson, Þórunn Hannesdóttir, Garðar Eyjólfsson, Inga Sól Ingibjarnardóttir og Anna Þórunn Hauksdóttir.

Fyrir hönd Félags og vöru- og iðnhönnuða,

Búi Bjarmar Aðalsteinsson

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Halla Helgadóttir - 12.09.2018

Athugasemdir vegna hönnunarstefnu fyrir Ísland 2019-202, frá stjórnendum og baklandi Hönnunarmiðstöðvar Íslands 11. september 2018.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Samtök iðnaðarins - 12.09.2018

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka iðnaðarins um drög að hönnunarstefnu.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#9 Kristinn Þór Ólafsson - 12.09.2018

Athugasemdir Félags Íslenskra gullsmiđa við hönnunarstefnu 2019 - 2027

Félag íslenskra gullsmiða setur spurningu við það hvernig og hver á að framkvæma stefnuna, einnig teljum við mikilvægt að tryggja fjármagn til þess að stefnunni verði sinnt eins vel og hægt er.

Stjórn Félag íslenskra gullsmiđa

Afrita slóð á umsögn

#10 Magnea Einarsdóttir - 12.09.2018

Umsögn vegna Hönnunarstefnu Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins 2019 - 2027 frá stjórn fagfélags fatahönnuða á Íslandi (sjá viðhengi).

Stjórnina skipa:

Eygló Margrét Lárusdóttir, formaður

Erla Björk Baldursdóttir

Guðrún Guðjónsdóttir

Ingibjörg Finnbogadóttir

Magnea Einarsdóttir

Margrét Sigríður Valgarðsdóttir

Valentina Tinganelli

Fyrir hönd Fatahönnunarfélags Íslands

Magnea Einarsdóttir

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#11 Áslaug Thorlacius - 12.09.2018

Athugasemd frá Myndlistaskólanum í Reykjavík sem boðið hefur upp á fjölbreytt nám í myndlist og hönnun í rúma sjö áratugi.

Gjarnan má árétta það sem fram kemur í hönnunarstefnu 2014-18 að menntun er undirstaðan. Í drögum að nýrri hönnunarstefnu segir: ,,Háskólar eru hvattir til að þróa áfram eða búa til nýjar hönnunartengdar námsgreinar." Þetta er lykilatriði en markvisst nám í fjölbreyttum greinum hönnunar leiðir til nýsköpunar í nýtingu á innlendu hráefni og stuðlar með því að sjálfbærni sem er eitt mikilvægasta verkefni samtímans.