Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 29.6.–12.9.2018

2

Í vinnslu

  • 13.9.–25.11.2018

3

Samráði lokið

  • 26.11.2018

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-83/2018

Birt: 29.6.2018

Fjöldi umsagna: 11

Drög að stefnu

Matvælaráðuneytið

Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar

Hönnunarstefna 2019-2027

Niðurstöður

Þrettán umsagnir bárust í samráðsgátt vegna Hönnunarstefnu 2019-2027. Í kjölfarið var ákveðið að flétta hönnunarstefnu saman við nýsköpunarstefnu fyrir Ísland sem unnið er að í ráðuneytinu og verður tilbúin á árinu 2019.

Málsefni

Hönnunarstefna 2019-2027 - Hönnun í öllum geirum leysir eldri hönnunarstefnu af hólmi. Ný stefna er byggð á tveimur meginmarkmiðum; um BETRA SAMFÉLAG og AUKNA VERÐMÆTASKÖPUN. Að baki meginmarkmiðunum eru stefnumarkandi áherslur sem lúta að vitundarvakningu, starfs- og stuðningsumhverfi, og menntun og þekkingu.

Nánari upplýsingar

Hönnun er auðlind sem mikilvægt er að nýta – ekki síst nú þegar íslenskt atvinnulíf stendur á krossgötum nýrra leiða og tækifæra. Hönnun snertir öll svið samfélagsins, hvort sem um er að ræða þróun samfélagsins sjálfs, efnahagslífsins, hugmynda, verkefna, vöru, þjónustu, ferla eða viðburða.

Hönnunarstefna 2019-2027 - Hönnun í öllum geirum er afrakstur viðamikils samtals helstu hagsmunaaðila þvert á stjórnvöld, atvinnulíf, skóla og hönnunarsamfélag.

Stefnan samanstendur af tveimur meginmarkmiðum; um BETRA SAMFÉLAG og AUKNA VERÐMÆTASKÖPUN.

Meginmarkmiðin eru studd af stefnumarkandi áherslum sem eru settar fram í þremur flokkum: 1) Vitundarvakning, 2) Starfs- og stuðningsumhverfi, 3) Menntun og þekking.

Hönnunarstefna 2019-2027 - Hönnun í öllum geirum leysir eldri hönnunarstefnu af hólmi. Hluti af vinnunni við nýju stefnuna var að kortleggja hvernig eldri stefnan hefði reynst í framkvæmd og innleiðingu og því samhliða að greina styrkleika og veikleika í núverandi fyrirkomulagi.

Nýja stefnan er ólík þeirri eldri að því leyti að í henni er ekki mælt fyrir um einstakar aðgerðir. Skýrist það af því að stefnunni er ætlað að vera grundvallarskjal hvað varðar stefnumörkun en um einstakar aðgerðir verður mælt fyrir um í fjármálaáætlun hvers árs.

Ráðuneytið naut fulltingis ráðgjafafyrirtækisins Capacent og fylgir með greinargerð þeirra um vinnuna á bak við mótun nýrrar hönnunarstefnu.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Helga Haraldsdóttir

postur@anr.is